Xavi: Manchester City á skilið að vinna þrennuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2023 09:31 Pep Guardiola og Xavi Hernandez á góðri stundu. Getty/Alex Caparros Manchester City er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Fulham um helgina. Liðið er því áfram á góðri leið að vinna sögulega þrennu. City liðið er nú með eins stigs forskot á Arsenal á toppi ensk úrvalsdeildarinnar og á auk þess einn leiki inni. Liðið er einnig komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa slegið Bayern München út 4-1 samanlagt. Þá mætir City nágrönnum sínum í Manchester United í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar 3. júní. Xavi: "El Manchester City es actualmente el mejor equipo del mundo, el que mejor fútbol practica. Si logra el Triplete sería justo" pic.twitter.com/e3nlPxvQmE— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) May 1, 2023 Xavi Hernandez spilaði undir stjórn Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, hjá Barcelona en er nú sjálfur orðinn þjálfari Barcelona liðsins. Xavi var spurður út í það á blaðamannafundi hvort það væri sanngjarnt ef City myndi vinna þrennuna. „Já, það væri það. Í mínum huga þá er þetta besta liðið í heiminum í dag. Þeir hafa besta þjálfarann og þessi fótbolti sem spilar er fóbolti sem við viljum spila. Þetta yrði mjög sanngjörn þrenna,“ sagði Xavi Hernandez. Aðeins eitt enskt félag hefur unnið þrennuna en það er Manchester United tímabilið 1998-99. United tryggði sér þá alla þrjá titlana með því að vinna þrjá leiki í röð á ellefu dögum. Dramatískasti sigurinn var sá í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem liðið skoraði tvö mörk í uppbótatíma og vann 2-1 sigur á Bayern München. Svo gæti farið að United kæmi í veg fyrir þrennuna með því að vinna bikarúrslitaleik Manchester liðanna og halda sér um leið á einstökum stað í sögunni. Xavi on #ManCity: "In my opinion, they are the best team in the world right now. They have the best manager in the world and the quality of football they play is a mirror for us to look up to." pic.twitter.com/93poixNkro— City Report (@cityreport_) May 1, 2023 Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Sjá meira
City liðið er nú með eins stigs forskot á Arsenal á toppi ensk úrvalsdeildarinnar og á auk þess einn leiki inni. Liðið er einnig komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa slegið Bayern München út 4-1 samanlagt. Þá mætir City nágrönnum sínum í Manchester United í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar 3. júní. Xavi: "El Manchester City es actualmente el mejor equipo del mundo, el que mejor fútbol practica. Si logra el Triplete sería justo" pic.twitter.com/e3nlPxvQmE— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) May 1, 2023 Xavi Hernandez spilaði undir stjórn Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, hjá Barcelona en er nú sjálfur orðinn þjálfari Barcelona liðsins. Xavi var spurður út í það á blaðamannafundi hvort það væri sanngjarnt ef City myndi vinna þrennuna. „Já, það væri það. Í mínum huga þá er þetta besta liðið í heiminum í dag. Þeir hafa besta þjálfarann og þessi fótbolti sem spilar er fóbolti sem við viljum spila. Þetta yrði mjög sanngjörn þrenna,“ sagði Xavi Hernandez. Aðeins eitt enskt félag hefur unnið þrennuna en það er Manchester United tímabilið 1998-99. United tryggði sér þá alla þrjá titlana með því að vinna þrjá leiki í röð á ellefu dögum. Dramatískasti sigurinn var sá í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem liðið skoraði tvö mörk í uppbótatíma og vann 2-1 sigur á Bayern München. Svo gæti farið að United kæmi í veg fyrir þrennuna með því að vinna bikarúrslitaleik Manchester liðanna og halda sér um leið á einstökum stað í sögunni. Xavi on #ManCity: "In my opinion, they are the best team in the world right now. They have the best manager in the world and the quality of football they play is a mirror for us to look up to." pic.twitter.com/93poixNkro— City Report (@cityreport_) May 1, 2023
Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Sjá meira