Hundrað þúsund rússneskir hermenn fallið eða særst síðan í desember Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. maí 2023 10:56 Hörðustu bardagarnir í Úkraínu hafa geisað í Bakhmut síðustu mánuði. Hér eru úkraínskir hermenn við skotgrafir sínar við bæinn. Diego Herrera Carcedo/Anadolu Agency/Getty Yfir tuttugu þúsund rússneskir hermenn hafa fallið og yfir áttatíu þúsund hafa særst frá því í desember síðastliðnum. Þetta fullyrða bandarísk yfirvöld. AP fréttastofan hefur eftir talsmanni bandaríska þjóðaröryggisráðsins John Kirby að ný gögn bandarísku leyniþjónustunnar staðfesti tölur yfir mannfall Rússa. Sjálf hafa rússnesk yfirvöld ekkert gefið upp en Kirby greinir ekki frá því hvernig bandaríska leyniþjónustan komst að þessu. Flestir hermannanna hafa fallið í hörðum bardögum í austurhluta Úkraínu við bæinn Bakhmut. Bæði Rússar og Úkraínumenn virðast leggja allt sitt í bardaga um bæinn og hafa hörðustu bardagar stríðsins farið þar fram undanfarna mánuði. Helmingur þeirra Rússa sem fallið hafa í bardögum í Úkraínu hafa verið málaliðar á vegum Wagner Group að sögn Kirby. Eru margir þar á meðal fangar sem sleppt var úr fangelsi og gert að berjast fyrir hönd rússneskra stjórnvalda. Segir Kirby að hermenn á vegum Wagner Group sé „hent í bardaga án nægrar þjálfunar, leiðsagnar eða skipulags.“ Hann líkir bardögum í Bakhmut við nokkra af hörðustu bardögum síðari heimsstyrjaldar. „Þetta er þrefalt stærri tala látinna heldur en mannfall Bandaríkjanna í Guadalcanal orrustunni í síðari heimsstyrjöld og þessar tölur ná einungis til fimm mánaða,“ hefur AP fréttastofan eftir Kirby um þessar nýjustu tölur yfir mannfall Rússa. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Skutu fjölda eldflauga á Úkraínu í morgun Rússar skutu fjölda eldflauga á úkraínskar borgir í morgun. Að minnsta kosti einn lést í Kherson-héraði en 34 eru slasaðir í Dnipropetrovsk. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ræddi við varnarmálaráðherra Úkraínu símleiðis í morgun. 1. maí 2023 13:40 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
AP fréttastofan hefur eftir talsmanni bandaríska þjóðaröryggisráðsins John Kirby að ný gögn bandarísku leyniþjónustunnar staðfesti tölur yfir mannfall Rússa. Sjálf hafa rússnesk yfirvöld ekkert gefið upp en Kirby greinir ekki frá því hvernig bandaríska leyniþjónustan komst að þessu. Flestir hermannanna hafa fallið í hörðum bardögum í austurhluta Úkraínu við bæinn Bakhmut. Bæði Rússar og Úkraínumenn virðast leggja allt sitt í bardaga um bæinn og hafa hörðustu bardagar stríðsins farið þar fram undanfarna mánuði. Helmingur þeirra Rússa sem fallið hafa í bardögum í Úkraínu hafa verið málaliðar á vegum Wagner Group að sögn Kirby. Eru margir þar á meðal fangar sem sleppt var úr fangelsi og gert að berjast fyrir hönd rússneskra stjórnvalda. Segir Kirby að hermenn á vegum Wagner Group sé „hent í bardaga án nægrar þjálfunar, leiðsagnar eða skipulags.“ Hann líkir bardögum í Bakhmut við nokkra af hörðustu bardögum síðari heimsstyrjaldar. „Þetta er þrefalt stærri tala látinna heldur en mannfall Bandaríkjanna í Guadalcanal orrustunni í síðari heimsstyrjöld og þessar tölur ná einungis til fimm mánaða,“ hefur AP fréttastofan eftir Kirby um þessar nýjustu tölur yfir mannfall Rússa.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Skutu fjölda eldflauga á Úkraínu í morgun Rússar skutu fjölda eldflauga á úkraínskar borgir í morgun. Að minnsta kosti einn lést í Kherson-héraði en 34 eru slasaðir í Dnipropetrovsk. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ræddi við varnarmálaráðherra Úkraínu símleiðis í morgun. 1. maí 2023 13:40 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Skutu fjölda eldflauga á Úkraínu í morgun Rússar skutu fjölda eldflauga á úkraínskar borgir í morgun. Að minnsta kosti einn lést í Kherson-héraði en 34 eru slasaðir í Dnipropetrovsk. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ræddi við varnarmálaráðherra Úkraínu símleiðis í morgun. 1. maí 2023 13:40