Mæta Þýskalandi og Danmörku í nýju Þjóðadeildinni Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2023 11:31 Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í íslenska landsliðinu spila í efstu deild Þjóðadeildar UEFA. Getty/Marcio Machado Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í riðli með Þýskalandi, Danmörku og Wales í haust á fyrstu leiktíðinni í Þjóðadeildinni. Ísland leikur í efstu deild Þjóðadeildarinnar, A-deild, í þessari fyrstu útgáfu af keppninni hjá kvennalandsliðum. Keppnin er með svipuðu sniði og Þjóðadeild karla sem hófst fyrir fimm árum, og hún hefst með leikjum 20.-26. september. Íslandi var út frá árangri síðustu ára raðað í þriðja styrkleikaflokk af fjórum í A-deildinni fyrir dráttinn í dag, og ljóst að liðið fengi tvær af allra sterkustu þjóðum Evrópu í sinn riðil, auk sterks liðs úr fjórða styrkleikaflokki. Þýskaland er sigursælasta landslið Evrópu með átta Evrópumeistaratitla, tvo heimsmeistaratitla og ólympíumeistaratitil, og situr í 2. sæti heimslistans, efst Evrópuþjóða. Danmörk, með Pernille Harder í broddi fylkingar, er í 15. sæti á nýjasta heimslistanum, sæti fyrir neðan Ísland sem hefur aldrei verið ofar á listanum. Wales er svo í 31. sæti heimslistans. Möguleiki á Ólympíuleikum Efsta lið hvers riðils í A-deildinni kemst í fjögurra liða úrslitakeppni í febrúar á næsta ári, þar sem spilaðir verða stakir undanúrslitaleikir og svo úrslitaleikur um sigur í keppninni. Einnig komast liðin tvö sem leika til úrslita á Ólympíuleikana í París, og ef Frakkar leika til úrslita mun liðið í 3. sæti komast á Ólympíuleikana. Efstu tvö liðin í hverjum riðli halda svo sæti sínu í A-deildinni á næsta ári, þegar leikið verður um sæti á EM 2025 í Sviss. Neðsta lið hvers riðils fellur hins vegar. Hvert liðanna sem enda í 3. sæti í A-deild fer svo í umspil við eitt lið úr 2. sæti í B-deildinni, og fer það umspil fram í febrúar á heimavelli A-deildarliðsins. Leikdagarnir í Þjóðadeildinni í haust: Leikdagar 1–2: 20.–26. september 2023 Leikdagar 3–4: 25.–31. október 2023 Leikdagar 5–6: 29. nóvember–5. desember 2023 Hér að neðan má sjá alla riðlana í Þjóðadeildinni 2023. A-deild Riðill 1 England Holland Belgía Skotland Riðill 2 Frakkland Noregur Austurríki Portúgal Riðill 3 Þýskaland Danmörk ÍSLAND Wales Riðill 4 Svíþjóð Spánn Ítalía Sviss B-deild Riðill 1 Írland Norður-Írland Ungverjaland Albanía Riðill 2 Finnland Rúmenía Slóvakía Króatía Riðill 3 Pólland Serbía Úkraína Grikkland Riðill 4 Tékkland Slóvenía Bosnía Hvíta-Rússland C-deild Riðill 1: Malta Moldóva Lettland Andorra Riðill 2: Tyrkland Lúxemborg Litháen Georgía Riðill 3: Aserbaídsjan Svartfjallaland Kýpur Færeyjar Riðill 4: Ísrael Eistland Kasakstan Armenía Riðill 5: Norður-Makedónía Kósovó Búlgaría Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Sjá meira
Ísland leikur í efstu deild Þjóðadeildarinnar, A-deild, í þessari fyrstu útgáfu af keppninni hjá kvennalandsliðum. Keppnin er með svipuðu sniði og Þjóðadeild karla sem hófst fyrir fimm árum, og hún hefst með leikjum 20.-26. september. Íslandi var út frá árangri síðustu ára raðað í þriðja styrkleikaflokk af fjórum í A-deildinni fyrir dráttinn í dag, og ljóst að liðið fengi tvær af allra sterkustu þjóðum Evrópu í sinn riðil, auk sterks liðs úr fjórða styrkleikaflokki. Þýskaland er sigursælasta landslið Evrópu með átta Evrópumeistaratitla, tvo heimsmeistaratitla og ólympíumeistaratitil, og situr í 2. sæti heimslistans, efst Evrópuþjóða. Danmörk, með Pernille Harder í broddi fylkingar, er í 15. sæti á nýjasta heimslistanum, sæti fyrir neðan Ísland sem hefur aldrei verið ofar á listanum. Wales er svo í 31. sæti heimslistans. Möguleiki á Ólympíuleikum Efsta lið hvers riðils í A-deildinni kemst í fjögurra liða úrslitakeppni í febrúar á næsta ári, þar sem spilaðir verða stakir undanúrslitaleikir og svo úrslitaleikur um sigur í keppninni. Einnig komast liðin tvö sem leika til úrslita á Ólympíuleikana í París, og ef Frakkar leika til úrslita mun liðið í 3. sæti komast á Ólympíuleikana. Efstu tvö liðin í hverjum riðli halda svo sæti sínu í A-deildinni á næsta ári, þegar leikið verður um sæti á EM 2025 í Sviss. Neðsta lið hvers riðils fellur hins vegar. Hvert liðanna sem enda í 3. sæti í A-deild fer svo í umspil við eitt lið úr 2. sæti í B-deildinni, og fer það umspil fram í febrúar á heimavelli A-deildarliðsins. Leikdagarnir í Þjóðadeildinni í haust: Leikdagar 1–2: 20.–26. september 2023 Leikdagar 3–4: 25.–31. október 2023 Leikdagar 5–6: 29. nóvember–5. desember 2023 Hér að neðan má sjá alla riðlana í Þjóðadeildinni 2023. A-deild Riðill 1 England Holland Belgía Skotland Riðill 2 Frakkland Noregur Austurríki Portúgal Riðill 3 Þýskaland Danmörk ÍSLAND Wales Riðill 4 Svíþjóð Spánn Ítalía Sviss B-deild Riðill 1 Írland Norður-Írland Ungverjaland Albanía Riðill 2 Finnland Rúmenía Slóvakía Króatía Riðill 3 Pólland Serbía Úkraína Grikkland Riðill 4 Tékkland Slóvenía Bosnía Hvíta-Rússland C-deild Riðill 1: Malta Moldóva Lettland Andorra Riðill 2: Tyrkland Lúxemborg Litháen Georgía Riðill 3: Aserbaídsjan Svartfjallaland Kýpur Færeyjar Riðill 4: Ísrael Eistland Kasakstan Armenía Riðill 5: Norður-Makedónía Kósovó Búlgaría
Leikdagarnir í Þjóðadeildinni í haust: Leikdagar 1–2: 20.–26. september 2023 Leikdagar 3–4: 25.–31. október 2023 Leikdagar 5–6: 29. nóvember–5. desember 2023
A-deild Riðill 1 England Holland Belgía Skotland Riðill 2 Frakkland Noregur Austurríki Portúgal Riðill 3 Þýskaland Danmörk ÍSLAND Wales Riðill 4 Svíþjóð Spánn Ítalía Sviss
B-deild Riðill 1 Írland Norður-Írland Ungverjaland Albanía Riðill 2 Finnland Rúmenía Slóvakía Króatía Riðill 3 Pólland Serbía Úkraína Grikkland Riðill 4 Tékkland Slóvenía Bosnía Hvíta-Rússland
C-deild Riðill 1: Malta Moldóva Lettland Andorra Riðill 2: Tyrkland Lúxemborg Litháen Georgía Riðill 3: Aserbaídsjan Svartfjallaland Kýpur Færeyjar Riðill 4: Ísrael Eistland Kasakstan Armenía Riðill 5: Norður-Makedónía Kósovó Búlgaría
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Sjá meira