Kviknaði í húsi sama eiganda í höfninni fyrir fjórum árum Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 2. maí 2023 14:32 Þessi mynd var tekin í Hafnarfjarðarhöfn í morgun. Húsnæðið er rústir einar. Vísir/Vilhelm Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. Annað húsnæði við höfnina í eigu sama aðila brann fyrir fjórum árum. Tilkynning um eld í gömlu húsu húsnæði sem hýsti vélsmiðju og slipp við Hafnarfjarðarhöfn barst klukkan hálf níu í gærkvöldi. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út og segir aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu sem rætt var við á vettvangi að strax hafi verið ljóst að eldurinn væri gríðarlega umfangsmikill. „Við sáum það nú strax þegar við lögðum af stað frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði að það var stórt svart ský yfir bænum, Það var mestur eldur fyrir miðju húsi og þetta gerðist mjög hratt og húsið varð alelda á nokkrum mínútum,“ sagði Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi brunans í gærkvöldi. Fjöldi fólks var samankominn við höfnina til þess að fylgjast með slökkvistörfum, nokkur hundruð manns þegar mest lét. „Við létum færa fólkið strax í byrjun. Það voru ansi margir áhorfendur komnir nálægt en við fengum lögreglu til þess að ýta þem lengra frá, vegna þess að við vissum að það væru gaskútar þarna inni og nokkrir voru búnir að springa nú þegar,“ sagði Gunnlaugur. Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, er eigandi hússins. Takmörkuð starfsemi var í húsinu sem til stóð að rífa. Húsið stendur á lóð sem er verið að endurskipuleggja. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Haraldi í dag en hann er erlendis. Hann vildi ekki veita fréttastofu Ríkisútvarpsins viðtal í dag á meðan málið væri í rannsókn. Hann nefndi við RÚV að þó að húsið hefði að stórum hluta verið ónýtt hefðu tvö fyrirtæki haft starfsemi í öðrum hluta hússins, annars vegar vélsmiðja og hins vegar fyrirtæki sem nýti rýmið sem geymslu. Slökkvistörfum lauk klukkan þrjú í nótt og mun tæknideild lögreglu rannsaka vettvang í dag. Eldsupptökk liggja ekki fyrir. Tæp fjögur ár eru liðin síðan stórbruni varð í öðru húsnæði á næstu grösum við Hafnarfjarðarhöfn. Um var að ræða á annað þúsund fermetra hjá Fiskmarkaði Suðurnesja í Fornubúðum í Hafnarfirði. Húsnæðið var sömuleiðis í eigu Haraldar. Altjón varð hjá tveimur fyrirtækjum en ekkert benti til þess að eldurinn hefði komið upp með saknæmum hætti. Haraldur Reynir taldi tjónið í því tilfelli hafa numið hundruðum milljóna. Gríðarleg uppbyggin er fyrirhuguð í Hafnarfjarðarhöfn á næstu árum eins og fjallað hefur verið um á Vísi. Blönduð byggð er fyrirhuguð á Fornubúðum þar sem íbúðarhúsum verður blandað inn í atvinnuhverfi. Hafnarfjörður Lögreglumál Bruni í Drafnarslipp Tengdar fréttir Slökkvistörfum lokið og tæknirannsókn fyrirhuguðu í dag Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. 2. maí 2023 06:33 Ekki ljóst hvort húsið hafi verið mannlaust Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliði ekki kunnugt um það hvort einhver hafi verið í húsinu sem brann í stórbruna við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Slökkvistörfum mun ekki ljúka fyrr en í nótt og eru íbúar beðnir um að loka gluggum ef til þarf vegna reyksins. 1. maí 2023 22:23 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Tilkynning um eld í gömlu húsu húsnæði sem hýsti vélsmiðju og slipp við Hafnarfjarðarhöfn barst klukkan hálf níu í gærkvöldi. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út og segir aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu sem rætt var við á vettvangi að strax hafi verið ljóst að eldurinn væri gríðarlega umfangsmikill. „Við sáum það nú strax þegar við lögðum af stað frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði að það var stórt svart ský yfir bænum, Það var mestur eldur fyrir miðju húsi og þetta gerðist mjög hratt og húsið varð alelda á nokkrum mínútum,“ sagði Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi brunans í gærkvöldi. Fjöldi fólks var samankominn við höfnina til þess að fylgjast með slökkvistörfum, nokkur hundruð manns þegar mest lét. „Við létum færa fólkið strax í byrjun. Það voru ansi margir áhorfendur komnir nálægt en við fengum lögreglu til þess að ýta þem lengra frá, vegna þess að við vissum að það væru gaskútar þarna inni og nokkrir voru búnir að springa nú þegar,“ sagði Gunnlaugur. Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, er eigandi hússins. Takmörkuð starfsemi var í húsinu sem til stóð að rífa. Húsið stendur á lóð sem er verið að endurskipuleggja. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Haraldi í dag en hann er erlendis. Hann vildi ekki veita fréttastofu Ríkisútvarpsins viðtal í dag á meðan málið væri í rannsókn. Hann nefndi við RÚV að þó að húsið hefði að stórum hluta verið ónýtt hefðu tvö fyrirtæki haft starfsemi í öðrum hluta hússins, annars vegar vélsmiðja og hins vegar fyrirtæki sem nýti rýmið sem geymslu. Slökkvistörfum lauk klukkan þrjú í nótt og mun tæknideild lögreglu rannsaka vettvang í dag. Eldsupptökk liggja ekki fyrir. Tæp fjögur ár eru liðin síðan stórbruni varð í öðru húsnæði á næstu grösum við Hafnarfjarðarhöfn. Um var að ræða á annað þúsund fermetra hjá Fiskmarkaði Suðurnesja í Fornubúðum í Hafnarfirði. Húsnæðið var sömuleiðis í eigu Haraldar. Altjón varð hjá tveimur fyrirtækjum en ekkert benti til þess að eldurinn hefði komið upp með saknæmum hætti. Haraldur Reynir taldi tjónið í því tilfelli hafa numið hundruðum milljóna. Gríðarleg uppbyggin er fyrirhuguð í Hafnarfjarðarhöfn á næstu árum eins og fjallað hefur verið um á Vísi. Blönduð byggð er fyrirhuguð á Fornubúðum þar sem íbúðarhúsum verður blandað inn í atvinnuhverfi.
Hafnarfjörður Lögreglumál Bruni í Drafnarslipp Tengdar fréttir Slökkvistörfum lokið og tæknirannsókn fyrirhuguðu í dag Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. 2. maí 2023 06:33 Ekki ljóst hvort húsið hafi verið mannlaust Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliði ekki kunnugt um það hvort einhver hafi verið í húsinu sem brann í stórbruna við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Slökkvistörfum mun ekki ljúka fyrr en í nótt og eru íbúar beðnir um að loka gluggum ef til þarf vegna reyksins. 1. maí 2023 22:23 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Slökkvistörfum lokið og tæknirannsókn fyrirhuguðu í dag Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. 2. maí 2023 06:33
Ekki ljóst hvort húsið hafi verið mannlaust Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliði ekki kunnugt um það hvort einhver hafi verið í húsinu sem brann í stórbruna við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Slökkvistörfum mun ekki ljúka fyrr en í nótt og eru íbúar beðnir um að loka gluggum ef til þarf vegna reyksins. 1. maí 2023 22:23