Flúði frá Ítalíu eftir manndrápstilraun og fór huldu höfði á Íslandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. maí 2023 15:56 Fram kemur í fréttum ítalskra miðla að lögreglan hafi tekið á móti manninum á Fiumicino flugvellinum í Róm þann 21.apríl síðastliðinn. Getty 43 ára Nígeríumaður sem flúði óafplánaðan fangelsisdóm á Ítalíu og fór huldu höfði á Íslandi hefur nú verið afhentur lögregluyfirvöldum í Róm. Fjölmargir ítalskir fjölmiðlar greina frá málinu. Maðurinn var sakfelldur af dómstól á Ítalíu fyrir að hafa árið 2011 átt aðild að tilraun til manndráps. Fram kemur í fréttum ítalskra miðla að maðurinn hafi ásamt fjórtán öðrum Nígeríubúum veist að 24 ára samlanda þeirra og voru þeir vopnaðir kylfum, glerflösku og sveðju. Árásin átti sér stað í Tor Bella Monaca hverfinu í Róm. Hópurinn réðst á manninn með höggum og spörkum og skildi hann síðan eftir með lífshættulega áverka víðsvegar um líkamann. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús strax í kjölfarið og lifði hann árásina af. Maðurinn og samverkamenn hans voru í kjölfarið handteknir og ákærðir fyrir brotið. Fram kemur að dómur hafi fallið yfir manninum á fyrsta dómstigi árið 2013, sem síðan var staðfestur af áfrýjunardómstóli. Hæstiréttur ómerkti hins vegar dóminn árið 2016 og í kjölfarið var manninum sleppt úr varðhaldi, eftir að hafa setið inni í þrjú ár. Hann flúði land í kjölfarið og var hvergi að finna. Árið 2020 féll síðan aftur dómur í málinu og var manninum þá gert að sæta fangelsi í 11 ár og sex mánuði. Dómnum var áfrýjað en þeirri beiðni var hafnað á síðasta ári. Maðurinn fór á þeim tíma enn huldu höfði en talið er að hann komið til Íslands í júlí síðastliðnum. Sagðist hafa orðið fyrir áfalli í fangelsinu Evrópsk handtökuskipun á hendur manninum var gefin út í febrúar síðastliðnum. Í handtökuskipuninni var óskað eftir handtöku og afhendingu mannsins til fullnustu refsingar í samræmi við framangreindan dóm. Það var síðan fyrir tilstilli íslenskra lögregluyfirvalda að hægt var rekja slóð mannsins hingað til lands og í kjölfarið var hann handtekinn. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að við skýrslutökur hjá lögreglu hafi maðurinn ekki viljað tjá sig um sakargiftir og málsatvik. Sagðist hann ekki vilja vera afhentur ítölskum yfirvöldum og kvaðst óttast að hann yrði drepinn í fangelsi ef til þess kæmi. Þá sagðist hann hafa orðið fyrir áfalli í fangelsinu á Ítalíu en gaf þó ekki skýringu á því hvers vegna hann hefði talið nauðsynlegt að flýja land. Maðurinn hélt því einnig fram að hann hefði ekki vitað af hinum nýja dómi og því talið að hann væri frjáls ferða sinna. Með hliðsjón af hinni evrópsku handtökuskipun og fyrirliggjandi upplýsinga um málsmeðferð fyrir ítölskum dómstólum tók ríkissaksóknari ákvörðun þann 23. mars síðastliðinn um að fallast á beiðni ítalskra yfirvalda um afhendingu mannsins til Ítalíu á grundvelli handtökuskipunarinnar. Fram kemur í fréttum ítalskra miðla að lögreglan hafi tekið á móti manninum á Fiumicino flugvellinum í Róm þann 21.apríl síðastliðinn og var hann í kjölfarið fluttur í Civitavecchia fangelsið að beiðni dómsmálayfirvalda. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ítalía Erlend sakamál Lögreglumál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Maðurinn var sakfelldur af dómstól á Ítalíu fyrir að hafa árið 2011 átt aðild að tilraun til manndráps. Fram kemur í fréttum ítalskra miðla að maðurinn hafi ásamt fjórtán öðrum Nígeríubúum veist að 24 ára samlanda þeirra og voru þeir vopnaðir kylfum, glerflösku og sveðju. Árásin átti sér stað í Tor Bella Monaca hverfinu í Róm. Hópurinn réðst á manninn með höggum og spörkum og skildi hann síðan eftir með lífshættulega áverka víðsvegar um líkamann. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús strax í kjölfarið og lifði hann árásina af. Maðurinn og samverkamenn hans voru í kjölfarið handteknir og ákærðir fyrir brotið. Fram kemur að dómur hafi fallið yfir manninum á fyrsta dómstigi árið 2013, sem síðan var staðfestur af áfrýjunardómstóli. Hæstiréttur ómerkti hins vegar dóminn árið 2016 og í kjölfarið var manninum sleppt úr varðhaldi, eftir að hafa setið inni í þrjú ár. Hann flúði land í kjölfarið og var hvergi að finna. Árið 2020 féll síðan aftur dómur í málinu og var manninum þá gert að sæta fangelsi í 11 ár og sex mánuði. Dómnum var áfrýjað en þeirri beiðni var hafnað á síðasta ári. Maðurinn fór á þeim tíma enn huldu höfði en talið er að hann komið til Íslands í júlí síðastliðnum. Sagðist hafa orðið fyrir áfalli í fangelsinu Evrópsk handtökuskipun á hendur manninum var gefin út í febrúar síðastliðnum. Í handtökuskipuninni var óskað eftir handtöku og afhendingu mannsins til fullnustu refsingar í samræmi við framangreindan dóm. Það var síðan fyrir tilstilli íslenskra lögregluyfirvalda að hægt var rekja slóð mannsins hingað til lands og í kjölfarið var hann handtekinn. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að við skýrslutökur hjá lögreglu hafi maðurinn ekki viljað tjá sig um sakargiftir og málsatvik. Sagðist hann ekki vilja vera afhentur ítölskum yfirvöldum og kvaðst óttast að hann yrði drepinn í fangelsi ef til þess kæmi. Þá sagðist hann hafa orðið fyrir áfalli í fangelsinu á Ítalíu en gaf þó ekki skýringu á því hvers vegna hann hefði talið nauðsynlegt að flýja land. Maðurinn hélt því einnig fram að hann hefði ekki vitað af hinum nýja dómi og því talið að hann væri frjáls ferða sinna. Með hliðsjón af hinni evrópsku handtökuskipun og fyrirliggjandi upplýsinga um málsmeðferð fyrir ítölskum dómstólum tók ríkissaksóknari ákvörðun þann 23. mars síðastliðinn um að fallast á beiðni ítalskra yfirvalda um afhendingu mannsins til Ítalíu á grundvelli handtökuskipunarinnar. Fram kemur í fréttum ítalskra miðla að lögreglan hafi tekið á móti manninum á Fiumicino flugvellinum í Róm þann 21.apríl síðastliðinn og var hann í kjölfarið fluttur í Civitavecchia fangelsið að beiðni dómsmálayfirvalda. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Ítalía Erlend sakamál Lögreglumál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira