Enski boltinn

Missir af öllum lokaspretti Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thiago Alcantara með þeim Trent Alexander-Arnold, Andy Robertsson og Jordan Henderson.
Thiago Alcantara með þeim Trent Alexander-Arnold, Andy Robertsson og Jordan Henderson. Getty/Naomi Baker

Spænski miðjumaðurinn Thiago Alcantara hefur spilað síðasta leikinn sinn með Liverpool á tímabilinu.

The Times segir að leikmaðurinn hafi þurft að gangast undir litla aðgerð en það verði til þess að hann spili ekki meira.

Thiago hefur verið að glíma við mjaðmameiðsli og var fyrr á leiktíðinni frá í tvo mánuði vegna þeirra meiðsla. Þessi aðgerð var nauðsynleg til að laga það sem er að.

Thiago átti að byrja að spila aftur í byrjun apríl en hefur síðan aðeins spilað samtals 96 mínútur.

Liverpool á eftir deildarleiki á móti Fulham (heima), Brentford (heima), Leicester (úti), Aston Villa (heima) og Southampton (úti).

Thiago Alcantara er 32 ára gamall og samningur hans við Liverpool er út næsta tímabil. Hann kom til félagsins árið 2020.

Thiago hefur spilað átján deildarleiki á tímabilinu en hefur hvorki náð að skora mark né gefa stoðsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×