Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 25-24| Mariam Eradze hetja Vals Andri Már Eggertsson skrifar 3. maí 2023 19:30 Mariam Eradze fagnar sigurmarkinu Vísir/Vilhelm Valur vann eins marks sigur á Stjörnunni 25-24. Mariam Eradze skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir. Valur er komið með forystuna í einvíginu 2-1. Valur tók frumkvæðið og fór illa með Stjörnuna í upphafi leiks. Varnarleikur Vals var afar góður á meðan sóknarleikur Stjörnunnar var við frostmark. Á fyrstu fimm mínútunum var Sara Sif Helgadóttir, markmaður Vals, aðeins búin að verja eitt skot. Þrátt fyrir það hafði Stjarnan ekki skorað. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, tók leikhlé í stöðunni 4-0. Thea Imani Sturludóttir skoraði 7 mörk í kvöldVísir/Vilhelm Þegar níu mínútur voru liðnar af leiknum braut Helena Rut Örvarsdóttir ísinn og skoraði fyrsta mark Stjörnunnar. Hún minnkaði þá muninn í 5-1. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var Valur átta mörkum undir 11-3. Þá vaknaði Stjarnan loksins og gestirnir gerðu fjögur mörk í röð sem varð til þess að Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók leikhlé. Thea Imani Sturludóttir í baráttunniVísir/Vilhelm Valur var fjórum mörkum yfir í hálfleik 15-11. Miðað við hvernig fyrsta korterið spilaðist gat Stjarnan vel við unað að hafa aðeins verið fjórum mörkum undir í hálfleik. Ólíkt fyrri hálfleik byrjaði Stjarnan betur í seinni hálfleik. Valur skoraði aðeins eitt mark á fyrstu níu mínútum síðari hálfleiks. Aftur á móti komu mörkin ekki á færibandi hjá Stjörnunni og Stjarnan hefði getað nýtt slæma kafla Vals betur sér í hag. Hanna Guðrún Stefánsdóttir í leik kvöldsinsVísir/Vilhelm Eftir að hafa verið að elta Val allan leikinn tókst Stjörnunni að jafna leikinn 22-22 þegar fjórar mínútur voru eftir. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Helena Rut Örvarsdóttir jafnaði leikinn þegar aðeins 17 sekúndur voru eftir. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók leikhlé og stillti upp í lokasókn. Mariam Eradze þrumaði á markið og boltinn endaði í netinu þegar örfár sekúndur voru eftir. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði 8 mörk í kvöldVísir/Vilhelm Það var það lítill tími eftir að Stjarnan gat ekki svarað með skoti á markið. Valur fagnaði eins marks sigri 25-24. Valskonur fögnuðu sigri Vísir/Vilhelm Af hverju vann Valur? Munurinn var aðeins eitt mark og það var Mariam Eradze sem tók af skarið. Valur tók frumkvæðið í leiknum og komst mest átta mörkum yfir 11-3. Þrátt fyrir að Valur hafi unnið með aðeins einu marki þá komst Stjarnan aldrei yfir og sigur Vals var verðskuldaður. Hverjar stóðu upp úr? Mariam Eradze sá til þess að Valur vann þennan leik. Mariam skoraði sigurmarkið á lokasekúndunum og var hetja Vals. Mariam skoraði alls 3 mörk úr 7 skotum. Thea Imani Sturludóttir var markahæst hjá Val með sjö mörk. Thea dró vagninn í fyrri hálfleik þar sem hún skoraði fimm mörk. Hvað gekk illa? Stjarnan byrjaði leikinn afar illa. Fyrsta mark Stjörnunnar kom eftir tæplega níu mínútna leik. Eftir fimmtán mínútur var Stjarnan átta mörkum undir. Valur hleypti Stjörnunni inn í leikinn með því að byrja síðari hálfleik afar illa. Valur skoraði aðeins eitt mark á fyrstu níu mínútunum. Hvað gerist næst? Fjórði leikurinn í einvíginu verður á laugardaginn í TM-höllinni klukkan 16:40. Ágúst: Mariam skuldaði eitt gott mark Ágúst Jóhannsson á hliðarlínunni í dagVísir/Vilhelm Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var ánægður með eins marks sigur gegn Stjörnunni. „Þetta eru stálin stinn eins og við segjum á fagmálinu. Þetta hafa verið frábærir leikir en ég þoli ekki mikið fleiri svona leiki. Maður verður kominn í box áður en maður veit af ef þetta heldur svona áfram. Auðvitað eru þetta tvö frábær lið og við náðum frumkvæðinu,“ sagði Ágúst Jóhannsson og bætti við að hann var gríðarlega ánægður með að hafa landað sigrinum. Ágúst var afar ánægður með hvernig Valur byrjaði leikinn og komst átta mörgum yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Stjarnan kom síðan til baka sem kom Ágústi ekki á óvart „Þetta var kröftug byrjun en þessir leikir eru svona. Það eru mikil gæði í báðum liðum. Þetta var mjög strembið eins og ég vissi og veit að þetta einvígi er. Ég var búinn að segja það fyrir fram að þetta myndi fara í 4-5 leiki og það verða allavega hið minnsta fjórir leikir.“ Mariam Eradze sagði í viðtali við Vísi að það var ekki teiknað upp í lokasókninni að hún myndi skjóta en Ágúst var ekki alveg sammála því. „Ég var alltaf búinn að tala um þetta. Thea átti að koma í árás og ef það hefði verið möguleiki á að skjóta hefði hún átt að gera það annars átti hún að spila og Mariam tók gott skot og hún skuldaði eitt gott mark,“ sagði Ágúst Jóhannsson að lokum. Olís-deild kvenna Valur Stjarnan
Valur vann eins marks sigur á Stjörnunni 25-24. Mariam Eradze skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir. Valur er komið með forystuna í einvíginu 2-1. Valur tók frumkvæðið og fór illa með Stjörnuna í upphafi leiks. Varnarleikur Vals var afar góður á meðan sóknarleikur Stjörnunnar var við frostmark. Á fyrstu fimm mínútunum var Sara Sif Helgadóttir, markmaður Vals, aðeins búin að verja eitt skot. Þrátt fyrir það hafði Stjarnan ekki skorað. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, tók leikhlé í stöðunni 4-0. Thea Imani Sturludóttir skoraði 7 mörk í kvöldVísir/Vilhelm Þegar níu mínútur voru liðnar af leiknum braut Helena Rut Örvarsdóttir ísinn og skoraði fyrsta mark Stjörnunnar. Hún minnkaði þá muninn í 5-1. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var Valur átta mörkum undir 11-3. Þá vaknaði Stjarnan loksins og gestirnir gerðu fjögur mörk í röð sem varð til þess að Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók leikhlé. Thea Imani Sturludóttir í baráttunniVísir/Vilhelm Valur var fjórum mörkum yfir í hálfleik 15-11. Miðað við hvernig fyrsta korterið spilaðist gat Stjarnan vel við unað að hafa aðeins verið fjórum mörkum undir í hálfleik. Ólíkt fyrri hálfleik byrjaði Stjarnan betur í seinni hálfleik. Valur skoraði aðeins eitt mark á fyrstu níu mínútum síðari hálfleiks. Aftur á móti komu mörkin ekki á færibandi hjá Stjörnunni og Stjarnan hefði getað nýtt slæma kafla Vals betur sér í hag. Hanna Guðrún Stefánsdóttir í leik kvöldsinsVísir/Vilhelm Eftir að hafa verið að elta Val allan leikinn tókst Stjörnunni að jafna leikinn 22-22 þegar fjórar mínútur voru eftir. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Helena Rut Örvarsdóttir jafnaði leikinn þegar aðeins 17 sekúndur voru eftir. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók leikhlé og stillti upp í lokasókn. Mariam Eradze þrumaði á markið og boltinn endaði í netinu þegar örfár sekúndur voru eftir. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði 8 mörk í kvöldVísir/Vilhelm Það var það lítill tími eftir að Stjarnan gat ekki svarað með skoti á markið. Valur fagnaði eins marks sigri 25-24. Valskonur fögnuðu sigri Vísir/Vilhelm Af hverju vann Valur? Munurinn var aðeins eitt mark og það var Mariam Eradze sem tók af skarið. Valur tók frumkvæðið í leiknum og komst mest átta mörkum yfir 11-3. Þrátt fyrir að Valur hafi unnið með aðeins einu marki þá komst Stjarnan aldrei yfir og sigur Vals var verðskuldaður. Hverjar stóðu upp úr? Mariam Eradze sá til þess að Valur vann þennan leik. Mariam skoraði sigurmarkið á lokasekúndunum og var hetja Vals. Mariam skoraði alls 3 mörk úr 7 skotum. Thea Imani Sturludóttir var markahæst hjá Val með sjö mörk. Thea dró vagninn í fyrri hálfleik þar sem hún skoraði fimm mörk. Hvað gekk illa? Stjarnan byrjaði leikinn afar illa. Fyrsta mark Stjörnunnar kom eftir tæplega níu mínútna leik. Eftir fimmtán mínútur var Stjarnan átta mörkum undir. Valur hleypti Stjörnunni inn í leikinn með því að byrja síðari hálfleik afar illa. Valur skoraði aðeins eitt mark á fyrstu níu mínútunum. Hvað gerist næst? Fjórði leikurinn í einvíginu verður á laugardaginn í TM-höllinni klukkan 16:40. Ágúst: Mariam skuldaði eitt gott mark Ágúst Jóhannsson á hliðarlínunni í dagVísir/Vilhelm Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var ánægður með eins marks sigur gegn Stjörnunni. „Þetta eru stálin stinn eins og við segjum á fagmálinu. Þetta hafa verið frábærir leikir en ég þoli ekki mikið fleiri svona leiki. Maður verður kominn í box áður en maður veit af ef þetta heldur svona áfram. Auðvitað eru þetta tvö frábær lið og við náðum frumkvæðinu,“ sagði Ágúst Jóhannsson og bætti við að hann var gríðarlega ánægður með að hafa landað sigrinum. Ágúst var afar ánægður með hvernig Valur byrjaði leikinn og komst átta mörgum yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Stjarnan kom síðan til baka sem kom Ágústi ekki á óvart „Þetta var kröftug byrjun en þessir leikir eru svona. Það eru mikil gæði í báðum liðum. Þetta var mjög strembið eins og ég vissi og veit að þetta einvígi er. Ég var búinn að segja það fyrir fram að þetta myndi fara í 4-5 leiki og það verða allavega hið minnsta fjórir leikir.“ Mariam Eradze sagði í viðtali við Vísi að það var ekki teiknað upp í lokasókninni að hún myndi skjóta en Ágúst var ekki alveg sammála því. „Ég var alltaf búinn að tala um þetta. Thea átti að koma í árás og ef það hefði verið möguleiki á að skjóta hefði hún átt að gera það annars átti hún að spila og Mariam tók gott skot og hún skuldaði eitt gott mark,“ sagði Ágúst Jóhannsson að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti