Norðurlöndin heita stuðningi við Úkraínu eins lengi og þurfi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2023 15:45 Leiðtogarnir ítrekuðu stuðning sinn við Úkraínu. Úkraínuforseti lýsti yfir gríðarlegu þakklæti í garð þjóðanna fyrir stuðninginn vegna innrásar Rússa. Vísir/Heimir Leiðtogar Úkraínu og Norðurlandanna fimm ítrekuðu fordæmingar sínar á innrás Rússa í Úkraínu. Norðurlönd munu halda áfram stuðningi við Úkraínu í stríðinu sitt í hvoru lagi og á alþjóðavettvangi eins lengi og til þarf. Norðurlöndin heita því að styðja við enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga landanna. Þar eru Rússar hvattir til þess að draga allan herafla sinn úr Úkraínu og því lýst yfir að stuðningur Norðurlanda við Úkraínu á öllum sviðum verði ófrávíkjanlegur. Norðurlöndin muni styðja umleitanir Úkraínumanna um að draga til ábyrgðar þá sem framið hafa stríðsglæpi í landinu og vinnu við undirbúning á skrá yfir slíka glæpi sem og skemmdir sem þeir hafa ollið í landinu. Volodomír Selenskí Úkraínuforseti fundaði nú fyrir skemmstu með þeim Sauli Niinistö, forseta Finnlands, Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands, Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs og Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur. Á blaðamannafundinum þakkaði Selenskí hverjum og einum leiðtoga Norðurlandanna fyrir stuðninginn í stríðinu gegn Rússlandi. Hann sagði meðal annars nauðsynlegt að rússneskir stríðsglæpamenn verði dregnir til ábyrgðar og að rússnesk stjórnvöld dragi heri sína til baka úr landinu. Selenskí þakkaði hverjum og einum leiðtoga fyrir stuðning þeirra ríkja við Úkraínu. Vísir/Einar Árnason Katrín Jakobsdóttir segir Ísland styðja Úkraínu og muni halda því áfram. Stuðningurinn verði á sviði borgaralegrar þjónustu og pólitískrar aðstoðar þar sem Ísland sé herlaust. „Mér finnst mikilvægt að Norðurlöndin standi sameinuð í því að styðja Úkraínu. Við nefndum lýðræðislegar stofnanir og ég held að Norðurlöndin geti lagt mikið af mörkum við efnahagslega uppbyggingu Úkraínu.“ Þá nefndi hún fund Evrópuráðsins í Reykjavík síðar í maí. „Þar munum við ræða hvernig hægt verður að draga Rússa til ábyrgðar fyrir það sem þeir hafa gert að lokinni þessari ólöglegu innrás.“ Selenskí lagði á það áherslu að Úkraínumönnum yrði veitt aðstoð við að draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi sína í landinu.Vísir/Einar Árnason Heita frekari hernaðaraðstoð Þá kemur fram í tilkynningunni að stuðningi Norðurlanda til Úkraínu í formi hernaðaraðstoðar verði fram haldið. Hingað til hafi aðstoðin í formi hernaðargagna numið 4,4 milljörðum evra eða því sem nemur rúmum 662 milljörðum íslenskum króna. Í yfirlýsingu landanna kemur fram að unnið sé að undirbúningi þess að senda frekari hernaðargögn til Úkraínu. Tekið verði tillit til nauðsynlegustu þarfa Úkraínuhers til þess að tryggja varnir landsins. Hernaðaraðstoðin verði unnin af hendi á alþjóðavettvangi í náinni samvinnu við samstarfsríki Norðurlandanna í Bandaríkjunum og í Evrópusambandinu. Styðja Úkraínu við að hefja aðildarviðræður Þá kemur fram í tilkynningunni að Norðurlöndin muni styðja með öllum ráðum umsókn Úkraínu í Evrópusambandið og styðja við stjórnvöld þar í landi til þess að framfylgja kröfum sambandsins til þess að geta hafið viðræður eins fljótt og hægt er. Norðurlöndin munu jafnframt halda áfram að styðja Úkraínu á vettvangi NATO og aðildarumsókn landsins. Áhersla er lögð á að Úkraína eigi rétt á því að ákveða framtíð sína á sviði varnarmála. Öryggi Úkraínu skipti NATO miklu máli nú þegar, þrátt fyrir að landið sé ekki hluti af bandalaginu. Ítarlega verður fjallað um leiðtogafund Norðurlandanna og fund Katrínar Jakobsdóttur með Volodomír Selenskí í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson er á staðnum í Helsinki. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Finnland Svíþjóð Noregur Danmörk Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur Selenskí og norrænu ráðherranna Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu, heldur sameiginlegan blaðamannafund með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Samkvæmt áætlun á fundurinn að hefjast klukkan 15:00 að íslenskum tíma. 3. maí 2023 13:36 Nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði nauðsynlegt að herða enn fremur á refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart Rússlandi á blaðamannafundi í Finnlandi í dag. 3. maí 2023 13:02 Katrín fundar með Selenskí Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. 3. maí 2023 09:05 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga landanna. Þar eru Rússar hvattir til þess að draga allan herafla sinn úr Úkraínu og því lýst yfir að stuðningur Norðurlanda við Úkraínu á öllum sviðum verði ófrávíkjanlegur. Norðurlöndin muni styðja umleitanir Úkraínumanna um að draga til ábyrgðar þá sem framið hafa stríðsglæpi í landinu og vinnu við undirbúning á skrá yfir slíka glæpi sem og skemmdir sem þeir hafa ollið í landinu. Volodomír Selenskí Úkraínuforseti fundaði nú fyrir skemmstu með þeim Sauli Niinistö, forseta Finnlands, Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands, Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs og Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur. Á blaðamannafundinum þakkaði Selenskí hverjum og einum leiðtoga Norðurlandanna fyrir stuðninginn í stríðinu gegn Rússlandi. Hann sagði meðal annars nauðsynlegt að rússneskir stríðsglæpamenn verði dregnir til ábyrgðar og að rússnesk stjórnvöld dragi heri sína til baka úr landinu. Selenskí þakkaði hverjum og einum leiðtoga fyrir stuðning þeirra ríkja við Úkraínu. Vísir/Einar Árnason Katrín Jakobsdóttir segir Ísland styðja Úkraínu og muni halda því áfram. Stuðningurinn verði á sviði borgaralegrar þjónustu og pólitískrar aðstoðar þar sem Ísland sé herlaust. „Mér finnst mikilvægt að Norðurlöndin standi sameinuð í því að styðja Úkraínu. Við nefndum lýðræðislegar stofnanir og ég held að Norðurlöndin geti lagt mikið af mörkum við efnahagslega uppbyggingu Úkraínu.“ Þá nefndi hún fund Evrópuráðsins í Reykjavík síðar í maí. „Þar munum við ræða hvernig hægt verður að draga Rússa til ábyrgðar fyrir það sem þeir hafa gert að lokinni þessari ólöglegu innrás.“ Selenskí lagði á það áherslu að Úkraínumönnum yrði veitt aðstoð við að draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi sína í landinu.Vísir/Einar Árnason Heita frekari hernaðaraðstoð Þá kemur fram í tilkynningunni að stuðningi Norðurlanda til Úkraínu í formi hernaðaraðstoðar verði fram haldið. Hingað til hafi aðstoðin í formi hernaðargagna numið 4,4 milljörðum evra eða því sem nemur rúmum 662 milljörðum íslenskum króna. Í yfirlýsingu landanna kemur fram að unnið sé að undirbúningi þess að senda frekari hernaðargögn til Úkraínu. Tekið verði tillit til nauðsynlegustu þarfa Úkraínuhers til þess að tryggja varnir landsins. Hernaðaraðstoðin verði unnin af hendi á alþjóðavettvangi í náinni samvinnu við samstarfsríki Norðurlandanna í Bandaríkjunum og í Evrópusambandinu. Styðja Úkraínu við að hefja aðildarviðræður Þá kemur fram í tilkynningunni að Norðurlöndin muni styðja með öllum ráðum umsókn Úkraínu í Evrópusambandið og styðja við stjórnvöld þar í landi til þess að framfylgja kröfum sambandsins til þess að geta hafið viðræður eins fljótt og hægt er. Norðurlöndin munu jafnframt halda áfram að styðja Úkraínu á vettvangi NATO og aðildarumsókn landsins. Áhersla er lögð á að Úkraína eigi rétt á því að ákveða framtíð sína á sviði varnarmála. Öryggi Úkraínu skipti NATO miklu máli nú þegar, þrátt fyrir að landið sé ekki hluti af bandalaginu. Ítarlega verður fjallað um leiðtogafund Norðurlandanna og fund Katrínar Jakobsdóttur með Volodomír Selenskí í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson er á staðnum í Helsinki.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Finnland Svíþjóð Noregur Danmörk Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur Selenskí og norrænu ráðherranna Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu, heldur sameiginlegan blaðamannafund með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Samkvæmt áætlun á fundurinn að hefjast klukkan 15:00 að íslenskum tíma. 3. maí 2023 13:36 Nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði nauðsynlegt að herða enn fremur á refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart Rússlandi á blaðamannafundi í Finnlandi í dag. 3. maí 2023 13:02 Katrín fundar með Selenskí Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. 3. maí 2023 09:05 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundur Selenskí og norrænu ráðherranna Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu, heldur sameiginlegan blaðamannafund með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Samkvæmt áætlun á fundurinn að hefjast klukkan 15:00 að íslenskum tíma. 3. maí 2023 13:36
Nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði nauðsynlegt að herða enn fremur á refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart Rússlandi á blaðamannafundi í Finnlandi í dag. 3. maí 2023 13:02
Katrín fundar með Selenskí Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. 3. maí 2023 09:05