Taka undir áhyggjur foreldra í Laugardal Atli Ísleifsson skrifar 4. maí 2023 14:00 Ljóst má vera að fjölmargir gera sér ekki grein fyrir því að bannað sé að keyra yfir göngustíginn við World Class Laugar í Laugardal eða hreinlega hundsa merkingarnar. Vísir/Egill Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir allan óleyfisakstur yfir göngustíg við líkamsræktarstöð World Class Laugum í Laugardal í Reykjavík. Borgarfulltrúar taka undir áhyggjur foreldra í hverfinu. Þetta kemur fram í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar þar sem erindi íbúaráðs Laugardals um umferðaröryggi á umræddum göngustíg var tekið fyrir. Mikil umræða hefur verið í íbúagrúppum í Laugardal um óleyfilegan akstur ökumanna yfir umræddan göngustíg en um hann fara börn oft á dag til að komast í skólann og á æfingar hjá Þrótti. Að neðan má sjá frétt frá í febrúar síðastliðinn þar sem mátti nokkra bíla vera keyrða yfir göngustíginn á meðan fréttamaður fréttastofu og tökumaður voru á staðnum, þrátt fyrir merkingar um að slíkt væri óheimilt. Sömuleiðis er rætt við móður í hverfinu sem hefur barist fyrir úrbótum. Í bókun fulltrúa umhverfis- og skipulagsráðs segir að tekið sé undur áhyggjur foreldra í hverfinu. „Akstur vélknúinna ökutækja er bannaður um þennan veg, annar en sorphirða, birgðaflutningar og neyðarakstur. Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir óleyfisakstur um þennan veg,“ segir í bókuninni. Vilja fjarstýrða vegatálma Í erindi íbúaráð Laugardals segir að ráðið sem og aðrir íbúar telji að kominn sé tími til að setja upp vegatálma sem hindri innakstur á svæðið. „Taka þurfi mið af því að um svæðið þurfa sjúkrabílar og vöruflutningar að komast og því leggur ráðið til að um fjarstýrða vegatálma verði að ræða, slíkt er vel þekkt og á að geta tryggt aðgengi þessara farartækja að svæðinu. Ráðið setur sig ekki upp á móti því að byrjað verði á að kalla til hlutaðeigandi aðila á svæðinu sem um ræðir, forsvarsfólk World Class í Laugum og KSÍ, en einnig er til staðar, á vegum foreldrafélags Laugarnesskóla, umferðarhópur sem gæti nýst vel í þá vinnu við að tryggja umferðaröryggi fyrir öll á umræddu svæði,“ segir í erindi sínu. Niðurgrafnir staurar einn möguleiki Helga Þórðardóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í umhverfis- og skipulagsráði, hvetur skipulagsyfirvöld í borginni að taka ábendingar íbúaráðsins alvarlega. Íbúar í Laugardal óttist um öryggi barna og annarra vegna fjölmargra tilfella þar sem gestir World Class hafi ekið gáleysislega yfir göngustíginn þrátt fyrir merkingar um að slíkt sé óheimilt. „Ekki allir bílstjórar virða merkingar. Keyrt hefur verið utan í fólk og árið 2018 var keyrt á barn á þessum stíg. Fara þarf í frekari aðgerðir. Erindi íbúaráðs Laugardals er ákall um aðgerðir strax. Öryggismál eiga að hafa forgang og taka ber athugasemdir íbúa alvarlega. Að ekið sé á gangandi fólk á göngustíg er ekki boðlegt. Nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum. Það þarf að aðgangsstýra þessari leið. Ein hugmynd að setja niðurgrafna staura sem hægt er að stýra upp/niður með fjarstýringu. Það þarf einhverja slíka lausn því að óbreyttu verður þarna alvarlegt slys,“ segir í bókun Helgu. Reykjavík Umferðaröryggi Þróttur Reykjavík Ármann Samgöngur Borgarstjórn Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Ítrekað keyrt yfir göngustíg þrátt fyrir merkingar og spyr hvort beðið sé eftir dauðsfalli Móðir í Laugarneshverfi segir ökumenn ítrekað aka yfir göngustíg sem fjölfarin er af börnum til þess að komast að World Class í Laugum þrátt fyrir að merkingar sýni að það sé óheimilt. Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. 15. febrúar 2023 20:10 „Ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur“ „Það er náttúrulega ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur og mjög alvarlegt að fólk sé að keyra þarna þar sem akstur er bannaður.“ 16. febrúar 2023 14:02 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar þar sem erindi íbúaráðs Laugardals um umferðaröryggi á umræddum göngustíg var tekið fyrir. Mikil umræða hefur verið í íbúagrúppum í Laugardal um óleyfilegan akstur ökumanna yfir umræddan göngustíg en um hann fara börn oft á dag til að komast í skólann og á æfingar hjá Þrótti. Að neðan má sjá frétt frá í febrúar síðastliðinn þar sem mátti nokkra bíla vera keyrða yfir göngustíginn á meðan fréttamaður fréttastofu og tökumaður voru á staðnum, þrátt fyrir merkingar um að slíkt væri óheimilt. Sömuleiðis er rætt við móður í hverfinu sem hefur barist fyrir úrbótum. Í bókun fulltrúa umhverfis- og skipulagsráðs segir að tekið sé undur áhyggjur foreldra í hverfinu. „Akstur vélknúinna ökutækja er bannaður um þennan veg, annar en sorphirða, birgðaflutningar og neyðarakstur. Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir óleyfisakstur um þennan veg,“ segir í bókuninni. Vilja fjarstýrða vegatálma Í erindi íbúaráð Laugardals segir að ráðið sem og aðrir íbúar telji að kominn sé tími til að setja upp vegatálma sem hindri innakstur á svæðið. „Taka þurfi mið af því að um svæðið þurfa sjúkrabílar og vöruflutningar að komast og því leggur ráðið til að um fjarstýrða vegatálma verði að ræða, slíkt er vel þekkt og á að geta tryggt aðgengi þessara farartækja að svæðinu. Ráðið setur sig ekki upp á móti því að byrjað verði á að kalla til hlutaðeigandi aðila á svæðinu sem um ræðir, forsvarsfólk World Class í Laugum og KSÍ, en einnig er til staðar, á vegum foreldrafélags Laugarnesskóla, umferðarhópur sem gæti nýst vel í þá vinnu við að tryggja umferðaröryggi fyrir öll á umræddu svæði,“ segir í erindi sínu. Niðurgrafnir staurar einn möguleiki Helga Þórðardóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í umhverfis- og skipulagsráði, hvetur skipulagsyfirvöld í borginni að taka ábendingar íbúaráðsins alvarlega. Íbúar í Laugardal óttist um öryggi barna og annarra vegna fjölmargra tilfella þar sem gestir World Class hafi ekið gáleysislega yfir göngustíginn þrátt fyrir merkingar um að slíkt sé óheimilt. „Ekki allir bílstjórar virða merkingar. Keyrt hefur verið utan í fólk og árið 2018 var keyrt á barn á þessum stíg. Fara þarf í frekari aðgerðir. Erindi íbúaráðs Laugardals er ákall um aðgerðir strax. Öryggismál eiga að hafa forgang og taka ber athugasemdir íbúa alvarlega. Að ekið sé á gangandi fólk á göngustíg er ekki boðlegt. Nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum. Það þarf að aðgangsstýra þessari leið. Ein hugmynd að setja niðurgrafna staura sem hægt er að stýra upp/niður með fjarstýringu. Það þarf einhverja slíka lausn því að óbreyttu verður þarna alvarlegt slys,“ segir í bókun Helgu.
Reykjavík Umferðaröryggi Þróttur Reykjavík Ármann Samgöngur Borgarstjórn Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Ítrekað keyrt yfir göngustíg þrátt fyrir merkingar og spyr hvort beðið sé eftir dauðsfalli Móðir í Laugarneshverfi segir ökumenn ítrekað aka yfir göngustíg sem fjölfarin er af börnum til þess að komast að World Class í Laugum þrátt fyrir að merkingar sýni að það sé óheimilt. Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. 15. febrúar 2023 20:10 „Ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur“ „Það er náttúrulega ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur og mjög alvarlegt að fólk sé að keyra þarna þar sem akstur er bannaður.“ 16. febrúar 2023 14:02 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Ítrekað keyrt yfir göngustíg þrátt fyrir merkingar og spyr hvort beðið sé eftir dauðsfalli Móðir í Laugarneshverfi segir ökumenn ítrekað aka yfir göngustíg sem fjölfarin er af börnum til þess að komast að World Class í Laugum þrátt fyrir að merkingar sýni að það sé óheimilt. Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. 15. febrúar 2023 20:10
„Ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur“ „Það er náttúrulega ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur og mjög alvarlegt að fólk sé að keyra þarna þar sem akstur er bannaður.“ 16. febrúar 2023 14:02