Napoli er Ítalíumeistari í knattspyrnu en þetta varð ljóst eftir að liðið gerði jafntefli við Udinese í kvöld. Þetta er fyrsti meistaratitill Napoli síðan vorið 1989 en þá var goðsögnin Diego Maradona í aðahlutverki hjá liðinu.
Napoli. 4/5/2023. Champions of Italy. pic.twitter.com/e5ePI9Bl8X
— Colin Millar (@Millar_Colin) May 4, 2023
Gríðarlegur fögnuður braust út um alla borg þegar titilinn var í höfn en leikurinn í kvöld fór fram í Udine sem er í rúmlega 800 kílómetra fjarlægð frá Napolíborg. Fólk flykktist út á götur og fagnaði sigri og flugeldum var skotið upp frá hverju húsi.

Stuðningsmenn Napoli, jafnt ungir sem aldnir, hreinlega grétu af gleði og það er nokkuð ljóst að fögnuðurinn mun halda áfram næstu daga.

Victor Osimhen var hetja Napoli í kvöld en hann skoraði jöfnunarmarkið í síðari hálfleik í leiknum gegn Udinese. Osimhen hefur átt frábært tímabil en að undanförnu hafa fréttir borist af því að mörg af stærstu liðum Evrópu séu með hann á óskalistanum.
Scenes in Naples tonight after Napoli win their first league title for 33 years. pic.twitter.com/kkOOaWE1Xb
— Paul, Manc Bald and Bred (@MufcWonItAll) May 4, 2023