Erlent

Fjórir skotnir og einn látinn þegar Napoli fagnaði titlinum

Atli Ísleifsson skrifar
Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út á götum Napoliborgar í gærkvöldi þegar ljóst var að titillinn væri í höfn.
Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út á götum Napoliborgar í gærkvöldi þegar ljóst var að titillinn væri í höfn. EPA

Fjórir voru skotnir í Napoli á Ítalíu í gærkvöldi þar sem borgarbúar fögnuðu sínum fyrsta Ítalíumeistaratitli í fótbolta í heil 33 ár. Ítalski fjölmiðillinn Ansa segir að 26 ára karlmaður hafi látist af sárum sínum á sjúkrahúsi.

Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í bænum þegar ljóst var að Napoli hafi tryggt sér sinn fyrsta sigur í Serie A frá árinu 1990. Diego Armando Maradona var á þeim tíma fyrirliði liðsins.

Fjölmiðlar segja manninn sem lést og þeir sem skotnir voru í gærkvöldi hafa tengst skipulagðri glæpastarfsemi.

Ansa segir sömuleiðis nokkrir hafi slasast af völdum flugelda og verið fluttir á sjúkrahús.

Þetta var í þriðja sinn sem karlalið Napoli fagnar Ítalíumeistaratitlinum í fótbolta. Victor Osimhen var hetja Napoli en hann skoraði jöfnunarmarkið í síðari hálfleik í leiknum gegn Udinese en liðinu dugði jafntefli í leiknum til að tryggja titilinn.


Tengdar fréttir

Flugeldar um alla borg þegar Napoli tryggði sér titilinn

Síðast þegar Napoli vann ítalska meistaratitilinn var Diego Maradona í aðalhlutverki hjá liðinu. Það er því engin furða að gríðarleg fagnaðarlæti hafi brotist út í borginni eftir að liðið tryggði sér titilinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×