Enski boltinn

Engin framtíð fyrir Weghorst hjá United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wout Weghorst verður ekki áfram hjá Manchester United.
Wout Weghorst verður ekki áfram hjá Manchester United. getty/Marc Atkins

Það kemur kannski fáum á óvart að Manchester United hafi ákveðið að kaupa ekki Wout Weghorst eftir tímabilið. Hollenski framherjinn hefur aðeins skorað tvö mörk fyrir United.

Weghorst kom til United á láni frá Burnley í janúar. Fyrri hluta tímabilsins lék hann með Besiktas í Tyrklandi.

Hollendingurinn hefur leikið 26 leiki fyrir United en aðeins skorað tvö mörk. Hann á enn eftir að skora í ensku úrvalsdeildinni í búningi United.

Weghorst á enn tvö ár eftir af samningi sínum við Burnley. Félagið keypti hann frá Wolfsburg fyrir 12,5 milljónir punda í fyrra.

United ætlar að kaupa framherja í sumar og meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem mögulegir kostir eru Harry Kane, Victor Osimhen og Randal Kolo Muani.

United er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið mætir West Ham United á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×