Körfubolti

Eftir­spurnin marg­föld á við fram­boðið: „Það eru for­réttindi“

Aron Guðmundsson skrifar
Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals
Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals Vísir/Skjáskot

Svali Björg­vins­son, for­maður körfu­knatt­leiks­deildar Vals segir eftir­spurnina eftir miðum á fyrsta leik Vals og Tinda­stóls í úr­slitum Subway deildarinnar mun meiri en fram­boðið. Það sé af hinu góða, for­réttindi sem eigi að njóta.

Úr­slita­ein­vígi Vals og Tinda­stóls hefst í Origohöllinni að Hlíðar­enda í kvöld og ljóst að færri komast að en vilja.

„Auð­vitað eru það bara for­réttindi fyrir okkur að fá að vera með þennan leik og svo þessa leiki fyrir norðan,“ segir Svali í sam­tali við Guð­jón Guð­munds­son, í­þrótta­frétta­mann Stöðvar 2.

„Það eru for­réttindi ef það er meiri eftir­spurn heldur en fram­boð, það er eitt­hvað sem allur markaðurinn er að kalla á alltaf. Mikil for­réttindi og gleði­efni.“

Klippa: Hefðu hæglega getað selt fleiri miða

Sögur hafa verið á kreiki um að Vals­menn hefðu hæg­lega geta selt 5000 miða á leikinn ef leikið væri í stærri höll.

„Við vitum það ekki, ég full­yrði það ekki en hvort það séu fimm- eða tíu þúsund, það er marg­föld eftir­spurn eftir miðum,“ segir Svali. „Það er gaman og við eigum að njóta þess, auð­vitað er gaman líka að böl­sótast yfir því af hverju við­komandi fær ekki miða en það er eins með alla við­burði sem eru skemmti­legir, það er meiri eftir­spurn heldur en fram­boð.“

Sætum verður bætt við á gólfinu við báða enda vallarins en þó er ekki hægt að bæta við sætum í hvaða pláss sem er.

„Við leysum þetta með kær­leik og leyfum kappinu ekki að bera fegurðina ofur­liði. Við bætum við sætum eins og við gerðum fyrir ein­vígi liðanna á síðasta tíma­bili en samt bara upp að því marki að við ráðum við það og sé upp­lifun og skemmtun fyrir þá sem sækja leikinn.“

Fé­lag eins og Valur sé vant því að koma að stórum við­burðum sem þessum, það sé því gott og reynslu­mikið fólk sem kemur að skipu­lagningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×