Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem farið er yfir verkefni embættisins frá klukkan fimm í gær til klukkan fimm í nótt.
Þar segir tilkynnt hafi verið um líkamsárásir bæði í Hafnarfirði og Grafarvogi. Í Grafarvogi var einn handtekinn og hann vistaður í fangageymslu.
Tilkynnt var um einn einstakling sem féll af reiðhjóli en hann afþakkaði aðstoð, einn sem féll af rafskútu og hlaut áverka á andliti og einn sem féll af hestbaki. Sá var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til skoðunar.
Tilkynnt var um mann með hníf í umdæmi lögreglustöðvar þrjú sem sér um Kópavog og Breiðholt. Hann hafði í hótunum við gangandi vegfarenda en var handtekinn og gisti í fangageymslu í nótt.