Væri slæmt að enda með 35 þúsund íbúðir sem uppfylli ekki skilyrði um dagsbirtu Sigurður Orri Kristjánsson og Eiður Þór Árnason skrifa 7. maí 2023 15:46 Anna María Bogadóttir og Borghildur Sturludóttir arkitektar ræddu framtíð húsnæðisuppbyggingar á Íslandi í Sprengisandi. Vísir Arkitektar fagna því að yfirvöld stefni á uppbyggingu 35 þúsund íbúða á næstu tíu árum. Ekki megi þó gefa afslátt af gæðum húsnæðis. Nauðsynlegt sé að því verði stýrt hvernig uppbygging fari fram og verktakar eigi ekki að sjá um það einir. Arkitektarnir Borghildur Sturludóttir og Anna María Bogadóttir voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þær ræddu húsnæðismarkaðinn og uppbyggingu húsnæðis á Íslandi og voru sammála um að það sé hættulegt að gefa afslátt á gæðum húsnæðis. Það sé ekki gott að einblína eingöngu á magn og hraða, mikilvægt sé að hafa í huga að um er að ræða heimili fólks. Því þurfi einnig að taka gæði inn í myndina. „Það að við getum verið að byggja til langs tíma eitthvað sem við ætlum að vera stolt af og geta lifað í og liðið vel í og taka umhverfið inn í umræðuna. Það eru raunverulega algjörlega nýir tímar og aðferðirnar sem við höfum verið að byggja eftir og efnin sem við höfum verið að byggja með og bara hugmyndafræðin, það þarf raunverulega að skipta henni algjörlega út. Í þriðja lagi erum við aða tala um samfélagið. Hvernig ætlum við að búa til hverfi sem gott er að búa í saman,“ sagði Anna María. Þurfi að uppfylla grunnþarfir íbúa Borghildur tók undir með Önnu Maríu og vill sjá meiri heildarsýn þegar kemur að uppbyggingu íbúðahúsnæðis á Íslandi. „Þetta er mjög einvítt og mjög takmarkað hvernig við höfum verið að ræða um húsnæðismál, um magn og um tíma þannig að gæðaþátturinn hefur ekki verið nógu sterkur sem hluti af umræðunni.“ „Ef við erum að fara að gera íbúðir, tala nú ekki um 35 þúsund íbúðir, sem uppfylla ekki grunnskilyrði um dagsbirtu og annað þá er þetta bara ekkert gott verkefni. Við verðum að vera viss um að íbúðirnar sem við ætlum að byggja standist bæði grunnþörf fyrir fólk að líða vel í, þetta snýst líka um bara um hvernig okkur líður, og að þetta gangi upp auðvitað efnahagslega. En gæðin eru svo sannarlega komin á dagskrá og ég er viss um að allavega fagsamfélag arkitekta eigi eftir að taka þátt í því af fullum þunga,“ sagði Borghildur Sturludóttir arkitekt. Hlusta má á viðtalið við þær í Sprengisandi á Bylgjunni í heild sinni ofar í fréttinni. Húsnæðismál Sprengisandur Fasteignamarkaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Arkitektarnir Borghildur Sturludóttir og Anna María Bogadóttir voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þær ræddu húsnæðismarkaðinn og uppbyggingu húsnæðis á Íslandi og voru sammála um að það sé hættulegt að gefa afslátt á gæðum húsnæðis. Það sé ekki gott að einblína eingöngu á magn og hraða, mikilvægt sé að hafa í huga að um er að ræða heimili fólks. Því þurfi einnig að taka gæði inn í myndina. „Það að við getum verið að byggja til langs tíma eitthvað sem við ætlum að vera stolt af og geta lifað í og liðið vel í og taka umhverfið inn í umræðuna. Það eru raunverulega algjörlega nýir tímar og aðferðirnar sem við höfum verið að byggja eftir og efnin sem við höfum verið að byggja með og bara hugmyndafræðin, það þarf raunverulega að skipta henni algjörlega út. Í þriðja lagi erum við aða tala um samfélagið. Hvernig ætlum við að búa til hverfi sem gott er að búa í saman,“ sagði Anna María. Þurfi að uppfylla grunnþarfir íbúa Borghildur tók undir með Önnu Maríu og vill sjá meiri heildarsýn þegar kemur að uppbyggingu íbúðahúsnæðis á Íslandi. „Þetta er mjög einvítt og mjög takmarkað hvernig við höfum verið að ræða um húsnæðismál, um magn og um tíma þannig að gæðaþátturinn hefur ekki verið nógu sterkur sem hluti af umræðunni.“ „Ef við erum að fara að gera íbúðir, tala nú ekki um 35 þúsund íbúðir, sem uppfylla ekki grunnskilyrði um dagsbirtu og annað þá er þetta bara ekkert gott verkefni. Við verðum að vera viss um að íbúðirnar sem við ætlum að byggja standist bæði grunnþörf fyrir fólk að líða vel í, þetta snýst líka um bara um hvernig okkur líður, og að þetta gangi upp auðvitað efnahagslega. En gæðin eru svo sannarlega komin á dagskrá og ég er viss um að allavega fagsamfélag arkitekta eigi eftir að taka þátt í því af fullum þunga,“ sagði Borghildur Sturludóttir arkitekt. Hlusta má á viðtalið við þær í Sprengisandi á Bylgjunni í heild sinni ofar í fréttinni.
Húsnæðismál Sprengisandur Fasteignamarkaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira