Það var hollenski landsliðsmaðurinn Kay Smits sem fór fyrir liði Magdeburgar í sigri liðsins gegn Bergischer í dag. Smits skoraði 10 mörk í leiknum.
Gísli Þorgeir reyndist einnig drjúgur fyrir Magdeburg sem er efitr sigurinn með 47 stig í 2.sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, sama stigafjölda og topplið Kiel sem á þó leik til góða.
Kiel tók einmitt á móti Burgdorf í dag og vann þar afar öruggan tíu marka sigur, 33-23. Nicklas Ekberg og norska stórstjarnan Sander Sagosen fóru fyrir Kiel í leiknum og voru hvor um sig með sjö mörk.
Þá unnu lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach góðan eins marks sigur á Erlengen, 32-31. Sigurinn gerir það að verkum að Gummersbach kemst upp fyrir Erlangen í deildinni og situr nú í 8.sæti með 28 stig. Elliði Snær Viðarsson skoraði 6 mörk í sigri Gummersbach í dag.
Þá gerði Leipzig, sem spilar undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar, jafntefli við fallbaráttu lið Minden í dag, 31-31. Leipzig er sem stendur í 13.sæti deildarinnar með 25 stig
Handbolti
Gríðarleg spenna í Þýskalandi: Gísli Þorgeir með 4 mörk í sigri
Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í handbolta, Gísli Þorgeir Kristjánsson, skoraði fjögur mörk í sigri Magdeburg á Bergischer í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn er mikilvægur fyrir Magdeburg sem reynir að skáka Kiel á toppi deildarinnar.