Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. maí 2023 16:44 Svandís Svavarsdottir, matvælaráðherra, segir tilefni til að endurskoða hvort hvalveiðar tilheyri fortíð en ekki framtíð. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. Þetta kom fram í svari Svandísar við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi. Hann vísaði þar í nýja skýrslu MAST um hvalveiðar, þar sem fram kemur að fjórðungur þeirra 148 hvala sem veiddir voru við Ísland í fyrra hafi þjáðst í duaðastríðinu. „Fjórðungur hvalanna þurfti að þola pyntingar í dauðastríðinu. Með hliðsjón af varúðarreglunni er bara hægt að draga einn lærdóm af þessari niðurstöðu. Þess vegna ætla ég að spyrja ráðherra: Ætlar ráðherrann nokkuð að leyfa hvalveiðar í sumar?“ spurði Andrés Ingi Svandísi. Svandís sagði í svari sínu niðurstöður Matvælastofnunar sláandi. „Að veiðarnar séu ekki í samræmi við markmið laga um velferð dýra. Frakvæmd laganna er í höndum Matvælastofnunar og stofnunin hefur í samræmi við lög um velferð dýra leitað álits fagráðs um velferð dýra um hvort veiðarnar geti yfir höfuð uppfyllt markmið laganna,“ sagði hún. Hún benti á að veiðileyfi, sem gefið hefur verið út til handa Hvali hf. gildi út þetta ár. „Það er vandkvæðum háð að afturkalla leyfi sem nú þegar eru í gildi en það vakna sannarlega ýmsar spurningar um það hvort þær aðferðir sem beitt er við þessar veiðar og samræmast lögum um dýravelferð geri það ekki að verkum að við stöndum frammi fyrir því að endurskoða hvort þessi atvinnugrein tilheyri ekki fortíð frekar en framtíð.“ Alþingi Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8. maí 2023 15:07 Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Hyggjast gera allt til að stöðva hvalveiðar Íslendinga í eitt skipti fyrir öll Paul Watson, stofnandi baráttusamtakana Sea Shepherd, hyggst sigla skipinu John Paul Dejoria hingað til lands í apríl og gera allt sem í valdi hans stendur til að stöðva hvalveiðar við Ísland. 28. mars 2023 11:54 Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Þetta kom fram í svari Svandísar við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi. Hann vísaði þar í nýja skýrslu MAST um hvalveiðar, þar sem fram kemur að fjórðungur þeirra 148 hvala sem veiddir voru við Ísland í fyrra hafi þjáðst í duaðastríðinu. „Fjórðungur hvalanna þurfti að þola pyntingar í dauðastríðinu. Með hliðsjón af varúðarreglunni er bara hægt að draga einn lærdóm af þessari niðurstöðu. Þess vegna ætla ég að spyrja ráðherra: Ætlar ráðherrann nokkuð að leyfa hvalveiðar í sumar?“ spurði Andrés Ingi Svandísi. Svandís sagði í svari sínu niðurstöður Matvælastofnunar sláandi. „Að veiðarnar séu ekki í samræmi við markmið laga um velferð dýra. Frakvæmd laganna er í höndum Matvælastofnunar og stofnunin hefur í samræmi við lög um velferð dýra leitað álits fagráðs um velferð dýra um hvort veiðarnar geti yfir höfuð uppfyllt markmið laganna,“ sagði hún. Hún benti á að veiðileyfi, sem gefið hefur verið út til handa Hvali hf. gildi út þetta ár. „Það er vandkvæðum háð að afturkalla leyfi sem nú þegar eru í gildi en það vakna sannarlega ýmsar spurningar um það hvort þær aðferðir sem beitt er við þessar veiðar og samræmast lögum um dýravelferð geri það ekki að verkum að við stöndum frammi fyrir því að endurskoða hvort þessi atvinnugrein tilheyri ekki fortíð frekar en framtíð.“
Alþingi Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8. maí 2023 15:07 Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Hyggjast gera allt til að stöðva hvalveiðar Íslendinga í eitt skipti fyrir öll Paul Watson, stofnandi baráttusamtakana Sea Shepherd, hyggst sigla skipinu John Paul Dejoria hingað til lands í apríl og gera allt sem í valdi hans stendur til að stöðva hvalveiðar við Ísland. 28. mars 2023 11:54 Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
„Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8. maí 2023 15:07
Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30
Hyggjast gera allt til að stöðva hvalveiðar Íslendinga í eitt skipti fyrir öll Paul Watson, stofnandi baráttusamtakana Sea Shepherd, hyggst sigla skipinu John Paul Dejoria hingað til lands í apríl og gera allt sem í valdi hans stendur til að stöðva hvalveiðar við Ísland. 28. mars 2023 11:54