Fótbolti

Slæmt tap gæti hafa kostað Pan­at­hinai­kos titilinn | Kristian Nökkvi allt í öllu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hinn 19 ára gamli Kristian Nökkvi [t.h.] var frábær í kvöld.
Hinn 19 ára gamli Kristian Nökkvi [t.h.] var frábær í kvöld. Ajax

Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Panathinaikos töpuðu fyrir Olympiacos í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Tapið þýðir að Panathinaikos á litla möguleika á að vinna deildina þegar ein umferð er eftir. Kristian Nökkvi Hlynsson var magnaður í 4-2 sigri Jong Ajax í Hollandi.

Hörður Björgvin spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Panathinaikos í kvöld. Hann nældi sér í gult spjald á 97. mínútu leiksins. Ögmundur Kristinsson sat á bekknum hjá Olympiacos.

Staðan í deildinni þegar ein umferð er eftir er þannig að AEK Aþena er með 80 stig á toppi deildarinnar með 80 stig. Hörður Björgvin og félagar eru í 2. sæti með 77 stig en mun lakari markatölu.

Kristian Nökkvi var allt í öllu í 4-2 sigri Jong Ajax á Den Haag í B-deildinni í Hollandi. Kristian Nökkvi skoraði tvö mörk og lagði upp tvö í sigri kvöldsins. 

Jong Ajax er í 13. sæti með 46 stig þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×