Vill fá að mæta pabba sínum í Olís deildinni næsta vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2023 08:30 Handboltafeðgarnir Andri Berg Haraldsson og Jóhannes Berg Andrason spila með Víkingi og FH. Vísir/Sigurjón Handboltafeðgarnir Andri Berg Haraldsson og Jóhannes Berg Andrason standa í stórræðum þessa dagana í úrslitakeppnum handboltans. Andri Berg Haraldsson var í liði Víkings sem vann Fjölni í oddaleik um sæti í Olís-deildinni en leikurinn fór fram í Safamýrinni í gær. Það hefur verið háspenna í þessu umspili og það var einnig í úrslitaleiknum. Fjölnismenn fengu tæpar fimmtán sekúndur til þess að tryggja sigurinn en þeir köstuðu boltanum frá sér í stöðunni 22-22 og gáfu heimamönnum sigurinn á silfurfati. Halldór Ingi Jónasson skoraði sigurmarkið með skoti yfir allan völlinn. Víkingar munu því spila í Olís deildinni næsta vetur. „Þetta var alveg ævintýralegt og bara geggjað að klára þetta. Ég hélt við ætluðum virkilega að henda öðrum leik frá okkur en þetta hafðist,“ sagði Andri Berg Haraldsson. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við feðgana í gær. Á meðan Andri Berg fagnaði sigri í Safamýrinni var sonur hans, Jóhannes Berg Andrason, að ganga til leiks í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV og FH áttust við í undanúrslitaeinvíginu í Olís deildinni. Þar vann ÍBV ótrúlegan endurkomusigur í framlengdum leik. „Við vorum með þetta í svona fimmtíu mínútur en ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um síðustu tíu og framlenginguna. Þetta hrundi og það er erfitt að útskýra hvað gerðist,“ sagði Jóhannes Berg Andrason. „Þetta var þungt í Herjólfi en í rútunni var byrjað að hlæja og hafa gaman. Það er bara næsti leikur og áfram gakk,“ sagði Jóhannes Berg en þá er það stóra spurningin um hvort handboltaáhugafólk fái að sjá feðgana mætast í Olís deildinni á næstu leiktíð. „Já, það er freistandi en eigum við ekki bara að sjá til hvað verður,“ sagði Andri Berg. „Ég vil bara sjá hann keyra á þetta og taka allavega eitt tímabil í viðbót. Það væru senur að hafa okkur saman í deildinni,“ sagði Jóhannes Berg en heldur að hann kæmist auðveldlega fram hjá pabba sínum. „Já. ég held það en ég væri til í að prófa það. Það er langt síðan en maður var að reyna að finta hann þegar maður var lítill. Það er langt síðan við tókum svona alvöru fintu dæmi,“ sagði Jóhannes. Væri skemmtilegra að fara að spila á móti honum eða með honum? „Ég vil sjá hann á móti mér en er einhver séns að þú komir í FH,“ spurði Jóhannes pabba sinn. „Það held ég ekki,“ svaraði Andri glottandi. Það má sjá spjallið við þá hér fyrir neðan. Klippa: Handboltafeðgarnir Andri Berg og Jóhannes Berg Olís-deild karla FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Í beinni: Valur - Vardar | Stórlið á Hlíðarenda Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu Sjá meira
Andri Berg Haraldsson var í liði Víkings sem vann Fjölni í oddaleik um sæti í Olís-deildinni en leikurinn fór fram í Safamýrinni í gær. Það hefur verið háspenna í þessu umspili og það var einnig í úrslitaleiknum. Fjölnismenn fengu tæpar fimmtán sekúndur til þess að tryggja sigurinn en þeir köstuðu boltanum frá sér í stöðunni 22-22 og gáfu heimamönnum sigurinn á silfurfati. Halldór Ingi Jónasson skoraði sigurmarkið með skoti yfir allan völlinn. Víkingar munu því spila í Olís deildinni næsta vetur. „Þetta var alveg ævintýralegt og bara geggjað að klára þetta. Ég hélt við ætluðum virkilega að henda öðrum leik frá okkur en þetta hafðist,“ sagði Andri Berg Haraldsson. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við feðgana í gær. Á meðan Andri Berg fagnaði sigri í Safamýrinni var sonur hans, Jóhannes Berg Andrason, að ganga til leiks í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV og FH áttust við í undanúrslitaeinvíginu í Olís deildinni. Þar vann ÍBV ótrúlegan endurkomusigur í framlengdum leik. „Við vorum með þetta í svona fimmtíu mínútur en ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um síðustu tíu og framlenginguna. Þetta hrundi og það er erfitt að útskýra hvað gerðist,“ sagði Jóhannes Berg Andrason. „Þetta var þungt í Herjólfi en í rútunni var byrjað að hlæja og hafa gaman. Það er bara næsti leikur og áfram gakk,“ sagði Jóhannes Berg en þá er það stóra spurningin um hvort handboltaáhugafólk fái að sjá feðgana mætast í Olís deildinni á næstu leiktíð. „Já, það er freistandi en eigum við ekki bara að sjá til hvað verður,“ sagði Andri Berg. „Ég vil bara sjá hann keyra á þetta og taka allavega eitt tímabil í viðbót. Það væru senur að hafa okkur saman í deildinni,“ sagði Jóhannes Berg en heldur að hann kæmist auðveldlega fram hjá pabba sínum. „Já. ég held það en ég væri til í að prófa það. Það er langt síðan en maður var að reyna að finta hann þegar maður var lítill. Það er langt síðan við tókum svona alvöru fintu dæmi,“ sagði Jóhannes. Væri skemmtilegra að fara að spila á móti honum eða með honum? „Ég vil sjá hann á móti mér en er einhver séns að þú komir í FH,“ spurði Jóhannes pabba sinn. „Það held ég ekki,“ svaraði Andri glottandi. Það má sjá spjallið við þá hér fyrir neðan. Klippa: Handboltafeðgarnir Andri Berg og Jóhannes Berg
Olís-deild karla FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Í beinni: Valur - Vardar | Stórlið á Hlíðarenda Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu Sjá meira