Erlent

Drápu tólf í loft­á­rásum á Gaza

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Á myndum má sjá tvær íbúðir hið minnsta gjöreyðilagðar í íbúðarblokk á Gaza.
Á myndum má sjá tvær íbúðir hið minnsta gjöreyðilagðar í íbúðarblokk á Gaza. AP

Að minnsta kosti tólf Palestínumenn eru látnir, þar á meðal þrír háttsettir liðsmenn í samtökunum Heilagt stríð, í árásum Ísraelshers á Gaza-ströndinni.

Konur og börn eru sögð í hópi hinna látnu. Að minnsta kosti tuttugu eru sárir eftir árásina að því er fram kemur hjá breska ríkisútvarpinu. Ísraelsk stjórnvöld segjast hafa ráðist að skæruliðum sem ísraleskum borgurum hafi stafað bráð hætta af.

Fastlega er búist við því að liðsmenn samtakanna svari með eldflaugaskotum í átt að Ísrael og herma heimildir BBC að Ísraelsher búi sig undir nokkurra daga átök. Þá hefur ísraelskum borgurum verið sagt að halda sig nærri loftvarnarbyrgjum næstu daga.

Á myndum má sjá tvær íbúðir hið minnsta gjöreyðilagðar í íbúðarblokk á Gaza en herinn segist einnig hafa gert árásir á staði þar sem vopnaframleiðsla hafi farið fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×