Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Valur 87-100 | Íslandsmeistararnir jöfnuðu metin Arnar Skúli Atlason skrifar 9. maí 2023 23:42 Valsmenn jöfnuðu metin með sigri í Síkinu. Vísir/Bára Íslandsmeistarar Vals unnu gríðarlega mikilvægan sigur er liðið heimsótti Tindastól í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld. Lokatölur 87-100 og staðan í einvíginu er nú jöfn, 1-1. Annar leikur Tindastóls og Vals fór fram í Síkinu íþróttahúsinu á Sauðárkróki í kvöld í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Tindastóll leiddi 1-0 í einvíginu eftir sigur í Valsheimilinu á laugardaginn. Fyrsti leikhluti fór fjörlega af stað hjá Val, Frank Aron og Kári Jónsson voru vel tengdir og settu sitthvorn þristinn til að opnaleikinn. Vörn Tindastóls var ekki virk og Valur gekk á lagið, skoruðu nánast í hverri sókn. Tindastóll leiddir áfram af Keyshawn og Pétri sóknarlega áttu enginn svör við flottum leik gestanna hinum megin á vellinum. Þegar kólnaði í Frank Aron, Tókum Callum og Kristófer við og þeir voru að skora auðveldar körfur í kringum körfuna og Tindstóll heillum horfnir. Valsemnn leiddu eftir fyrstaleikhluta 30-23 og voru yfir á öllum sviðum körfuboltans. Annar leikhlutinn hófst með sitthvorri körfunni frá Kára og Kristófer og Valur kom þessu í 11 stiga mun, leikhlutinn var í jafnvægi í fjórðungnum, enginn stórir sprettir og leikur í jafnvægi, ef Tindastóll reyndi eitthvað kom alltaf svar frá Valsmönnum. Varnarleikur Valsmanna var flottur og stýrðu þeir Tindastólsliðinu þangað sem þeir vildu og voru að þvinga þá í mjög erfið skot. Kári, Callum og Kristófer títtnefndir voru að skora í kringum körfuna. Þegar bjallan glumdi og leikmenn héldu til búningsherbergja leiddu Valsmenn 55-47 og strákarnir hans Pavels í smá brekku því ekki náðu þeir stoppum. Seinni hálfleikur hófst með flugeldasýningu frá Val 7-0 sprettur og munurinn orðinn fimmtán stig og Pavel tók leikhlé og Tindastóll svöruðu með tveimur snöggum körfum en þá bætti Valsmenn í og rifu sig frá Tindastól, áfram leiddir áfram af skyttunum þremur og komu muninum mest upp í 18 stiga mun en þegar leikhlutinn var allur leiddu Valsmenn með 16 stigum og ekki voru Tindastól menn líklegir til að að koma til baka. Ekki byrjaði 4. leikhlutinn vel hjá Tindastól, Keyshawn fékk sína 5 villu og þar með útilokun frá leiknum. En þá kviknaði á vörninni hjá Tindastól og Pétri Rúnari og þeir byrjuðu að saxa á forskotið hjá Val. Pétur sem var búinn að vera að setja körfur hér og þar, kom Tindastólsliðinu inn í leikinn og þeir náðu að koma muninum í 5 stig. En þá stigu Pablo og Ozran upp fyrir Valsmenn og þeir kláraðu sínar sóknir og Tindastóll fór að klikka sóknarlega, munurinn fór aldrei niður fyrir 5 stiginn og þegar tvær mínútur lifðu leiks þá byrjuðu Valsmenn að auka muninn aftur og endaði leikurinn 100-87 fyrir Val og þar sem stoppuðu Valsmenn 23 mánaða sigurgöngu Tindastóls á heimavelli í úrslitakeppninni og komu stöðunni í einvíginu í 1-1 og unnu þar að leiðandi heimavöllinn til baka. Stigahæstur hjá Tindastól var Pétur Rúnar með 29 stig 7 fráköst 6 stoðsetningar. Keyshawn var með 17 stig og Arnar 15 stig. Stigahæstir hjá Val var Kristófer með 22 stig og 11 fráköst, Pablo 21 stig, Kári 19 stig, Ozren 15, Callum 13 og Frank Booker 9. Af hverju vann Valur? Frábær vörn og þvinguðu Tindastólsmenn út úr öllu sínu sóknarlega og gáfu enginn auðveld skot eða sniðskot, Þeir voru flottir sóknarlega líka með góða hittni og fengu framlag frá öllum sínum leikmönnum. Kári, Callum og Kristófer skoruðu þegar þeir vildu og loksins þegar Tindastólsmenn stoppuðu þá stigu Pablo og Ozran upp og settu stóru skotinn. Hverjir stóðu upp úr? Kristófer, Callum og Kári Jónsson voru svakalegir fyrsti 3 leikhlutana, Pablo og Ozran kláruðu svo leikinn fyrir þá og stigu upp á stórum augnablikum í leiknum og það réð úrslitum þessa leiks. Pétur Rúnar fær mikið lof líka, hann sá til þess að þessi leikur var ekki búinn strax í fjórða leikhluta og það var hann sem var að setja stóru skotinn fyrir Tindastól. Hvað gekk illa? Tindastól gekk illa að fá auðveldar körfur og þegar þeir fengu opinn skot þá klikkuðu þeir, einnig lak vörnin hjá þeim og Valur skoraði af vild. Ekkert framlag frá Taiwo og Ragnari sóknarlega, lítil flugeldasýning hjá Arnari. Adomas Drungilas var ekki vel tengdur í dag og lítið framlag þar örugglega erfitt eftir allt sem hefur verið í gangi eftir seinasta leik. Hvað gerist næst? Næsti leikur er á föstudaginn 12. maí í Origo hölinni að Hlíðarenda klukkan 19:15. Bæði lið vilja komast í yfir í einvíginu og er búist við hörkuleik eins og þessir tveir hafa verið hingað til. Pavel: Okkar örlög að vinna þennan titil Pavel Ermolinskij er þjálfari Tindastóls.Vísir/Bára Dröfn „Við vorum augljóslega ekki nógu góðir, mér fannst við strax vera off í byrjun eða þá vera eitthvað Valsmeginn, augljóst strax að þetta yrði í besta falli erfitt fyrir okkur ég fann það strax. Okkar megin eða þeirra megin , kannski samblanda af báðu,“ sagði Pavel Ermolinskij eftir tap sinna manna í kvöld. Reyndu að segja okkur frá því hvað var það sem var að í dag? „Já sko þetta er tiltörulega einfalt, kannski bara fallegt á sama tíma tvö lið með mjög sterk einkenni að mætast og vita hvað þau eru og vita hvað þau vilja gera, oftast er það hvort liði sem er ofan á sem kemur sínu einkennum á framfæri, þeim tókst það vel í kvöld og það er munurinn.“ Þá segir Pavel að sínir menn hafi ekki byrjað seinni hálfleikinn nógu vel. „Við byrjuðum ekki vel en það eins og ég segi og það er munurinn á liðunum og það mun ekki breytast, við vildum koma út og snúa þessu upp í okkar leik vinna upp muninn og gera það á okkar hátt, valur kemur út og vill halda þessu eða bæta við á sinn hátt og enn og aftur eins og ég sagði áðan, þeirra einkenni réðu þessum leik“ „Þú hefur rosalega áhuga á leikhléunum sem ég tek, það var aðalega til að hvíla strákana, þeir voru búnir að hlaupa og hlaupa við vorum búnir að reyna og reyna og gefa þeim tækifæri á að hvíla sig“ „Við þurfum að stoppa þá í að skora, þar held ég vandinn í þessu, þeir eiga ekki að skora 100 stig á okkur, við skorum 87 ef við spilum góða vörn þá að það vera nóg, þannig stiginn eru minnsta atriðið í þessu“ Þessi úrslitakeppni fyrir Tindastól er búin að vera ein lautarferð, hvernig bregðist þið við í fyrsta skipti sem þið eruð testaðir? „Þetta hefur ekki verið lautarferð neitt, við höfum þurft að taka á við alskyns vafa og alskins móment þar sem hlutirnir ganga ekki upp alveg eins og Valur tapa fyrsta leik á heimavelli koma hingað vissulega á erfiðan útivöll og vinna. Við töpuðum á þessum sterka heimavelli en við vitum hvað við erum og höldum bara áfram, ég held að það sé uppi staðið að það sé ástæðan að þessi lið séu í úrslitum“ Þá er þetta í fyrsta skipti sem Stólarnir lenda í jöfnu einvígi á tímabilinu og Pavel segir það vera öðruvísi tilfinningu. „Það er það, þetta er bara ferðalag, ég hef trú á því að það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá að þetta að vera svona, þegar uppi er staðið og við erum meistarar , þá atti þetta að vera svona“ Finnur: Fengum strax framlag frá leikmönnum sem voru fjarverandi í seinasta leik Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals.Vísir/Bára Dröfn „Bara með því að gera það sem við erum búnir að gera í allan vetur, spila góða vörn og láta boltann ganga treysta hvorn annað, búum vel að því að hafa verið hérna í fyrra. Þvílíkur kraftur hérna á króknum og þvílík umgjörð sem er búinn að skapa hérna og forréttindi að fá að spila hérna,“ sagði Finnur freyr Stefánsson, þjálfari Vals. „Við spiluðum vel bara og fengum strax framlag frá leikmönnum sem voru fjarverandi í seinasta leik, þetta er fram og til baka og Pétur setur upp sýningu hérna í seinni hálfleik og er frábær það, það er ekki hægt að setja þetta í punkta þetta eru 40 mín leikur og sirka 80 sóknir hvort lið og gerist bara eitthvað og annað liðið vinnur“ En hvað fannst Finni breytast frá síðasta leik? „Hugarfar held ég og sjá aðeins hvernig þetta var góðu video fundur sem sýnir svolítið hlutina svart og hvítu hvernig þeir eru og mér fannst við bara svara vel Kári og Callum bera upp leikinn allan leikinn og Pablo í lokinn“ Finnur hrósaði einnig Orzen Pavlovic fyrir sinn leik í kvöld. „Já það eru þvílík gæði í þessum strák, hann er frá Króatíu og vanur svona umhverfi. Við vissum að það væru miklir hæfileikar í honum og við eru búnir að vera að bíða eftir að sýni það og hann þorir á þessu sviði snýst þetta svolítið um hverjir þora hann og Aron eru búnir að stíga upp í fjarveru Hjálmars sem er bara veikur en þá og langt frá sínu besta.“ Þá héldu Valsmenn Taiwo Badmus í skefjum og Finnur hrósaði sínum mönnum fyrir það. „Já Callum gerði vel eftir að hann fór á hann í seinasta leik og hélt því bara áfram en Tindastóls liði er hlaðið gæðum og krafturinn í þeim, þetta er bara hörku sería og staðan 1-1 lesum ekkert of mikið í þennan leik við förum bara að koma okkur heim, recovery og skoðum hvað við getum tekið með okkur úr þessum leik“ Subway-deild karla Tindastóll Valur
Íslandsmeistarar Vals unnu gríðarlega mikilvægan sigur er liðið heimsótti Tindastól í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld. Lokatölur 87-100 og staðan í einvíginu er nú jöfn, 1-1. Annar leikur Tindastóls og Vals fór fram í Síkinu íþróttahúsinu á Sauðárkróki í kvöld í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Tindastóll leiddi 1-0 í einvíginu eftir sigur í Valsheimilinu á laugardaginn. Fyrsti leikhluti fór fjörlega af stað hjá Val, Frank Aron og Kári Jónsson voru vel tengdir og settu sitthvorn þristinn til að opnaleikinn. Vörn Tindastóls var ekki virk og Valur gekk á lagið, skoruðu nánast í hverri sókn. Tindastóll leiddir áfram af Keyshawn og Pétri sóknarlega áttu enginn svör við flottum leik gestanna hinum megin á vellinum. Þegar kólnaði í Frank Aron, Tókum Callum og Kristófer við og þeir voru að skora auðveldar körfur í kringum körfuna og Tindstóll heillum horfnir. Valsemnn leiddu eftir fyrstaleikhluta 30-23 og voru yfir á öllum sviðum körfuboltans. Annar leikhlutinn hófst með sitthvorri körfunni frá Kára og Kristófer og Valur kom þessu í 11 stiga mun, leikhlutinn var í jafnvægi í fjórðungnum, enginn stórir sprettir og leikur í jafnvægi, ef Tindastóll reyndi eitthvað kom alltaf svar frá Valsmönnum. Varnarleikur Valsmanna var flottur og stýrðu þeir Tindastólsliðinu þangað sem þeir vildu og voru að þvinga þá í mjög erfið skot. Kári, Callum og Kristófer títtnefndir voru að skora í kringum körfuna. Þegar bjallan glumdi og leikmenn héldu til búningsherbergja leiddu Valsmenn 55-47 og strákarnir hans Pavels í smá brekku því ekki náðu þeir stoppum. Seinni hálfleikur hófst með flugeldasýningu frá Val 7-0 sprettur og munurinn orðinn fimmtán stig og Pavel tók leikhlé og Tindastóll svöruðu með tveimur snöggum körfum en þá bætti Valsmenn í og rifu sig frá Tindastól, áfram leiddir áfram af skyttunum þremur og komu muninum mest upp í 18 stiga mun en þegar leikhlutinn var allur leiddu Valsmenn með 16 stigum og ekki voru Tindastól menn líklegir til að að koma til baka. Ekki byrjaði 4. leikhlutinn vel hjá Tindastól, Keyshawn fékk sína 5 villu og þar með útilokun frá leiknum. En þá kviknaði á vörninni hjá Tindastól og Pétri Rúnari og þeir byrjuðu að saxa á forskotið hjá Val. Pétur sem var búinn að vera að setja körfur hér og þar, kom Tindastólsliðinu inn í leikinn og þeir náðu að koma muninum í 5 stig. En þá stigu Pablo og Ozran upp fyrir Valsmenn og þeir kláraðu sínar sóknir og Tindastóll fór að klikka sóknarlega, munurinn fór aldrei niður fyrir 5 stiginn og þegar tvær mínútur lifðu leiks þá byrjuðu Valsmenn að auka muninn aftur og endaði leikurinn 100-87 fyrir Val og þar sem stoppuðu Valsmenn 23 mánaða sigurgöngu Tindastóls á heimavelli í úrslitakeppninni og komu stöðunni í einvíginu í 1-1 og unnu þar að leiðandi heimavöllinn til baka. Stigahæstur hjá Tindastól var Pétur Rúnar með 29 stig 7 fráköst 6 stoðsetningar. Keyshawn var með 17 stig og Arnar 15 stig. Stigahæstir hjá Val var Kristófer með 22 stig og 11 fráköst, Pablo 21 stig, Kári 19 stig, Ozren 15, Callum 13 og Frank Booker 9. Af hverju vann Valur? Frábær vörn og þvinguðu Tindastólsmenn út úr öllu sínu sóknarlega og gáfu enginn auðveld skot eða sniðskot, Þeir voru flottir sóknarlega líka með góða hittni og fengu framlag frá öllum sínum leikmönnum. Kári, Callum og Kristófer skoruðu þegar þeir vildu og loksins þegar Tindastólsmenn stoppuðu þá stigu Pablo og Ozran upp og settu stóru skotinn. Hverjir stóðu upp úr? Kristófer, Callum og Kári Jónsson voru svakalegir fyrsti 3 leikhlutana, Pablo og Ozran kláruðu svo leikinn fyrir þá og stigu upp á stórum augnablikum í leiknum og það réð úrslitum þessa leiks. Pétur Rúnar fær mikið lof líka, hann sá til þess að þessi leikur var ekki búinn strax í fjórða leikhluta og það var hann sem var að setja stóru skotinn fyrir Tindastól. Hvað gekk illa? Tindastól gekk illa að fá auðveldar körfur og þegar þeir fengu opinn skot þá klikkuðu þeir, einnig lak vörnin hjá þeim og Valur skoraði af vild. Ekkert framlag frá Taiwo og Ragnari sóknarlega, lítil flugeldasýning hjá Arnari. Adomas Drungilas var ekki vel tengdur í dag og lítið framlag þar örugglega erfitt eftir allt sem hefur verið í gangi eftir seinasta leik. Hvað gerist næst? Næsti leikur er á föstudaginn 12. maí í Origo hölinni að Hlíðarenda klukkan 19:15. Bæði lið vilja komast í yfir í einvíginu og er búist við hörkuleik eins og þessir tveir hafa verið hingað til. Pavel: Okkar örlög að vinna þennan titil Pavel Ermolinskij er þjálfari Tindastóls.Vísir/Bára Dröfn „Við vorum augljóslega ekki nógu góðir, mér fannst við strax vera off í byrjun eða þá vera eitthvað Valsmeginn, augljóst strax að þetta yrði í besta falli erfitt fyrir okkur ég fann það strax. Okkar megin eða þeirra megin , kannski samblanda af báðu,“ sagði Pavel Ermolinskij eftir tap sinna manna í kvöld. Reyndu að segja okkur frá því hvað var það sem var að í dag? „Já sko þetta er tiltörulega einfalt, kannski bara fallegt á sama tíma tvö lið með mjög sterk einkenni að mætast og vita hvað þau eru og vita hvað þau vilja gera, oftast er það hvort liði sem er ofan á sem kemur sínu einkennum á framfæri, þeim tókst það vel í kvöld og það er munurinn.“ Þá segir Pavel að sínir menn hafi ekki byrjað seinni hálfleikinn nógu vel. „Við byrjuðum ekki vel en það eins og ég segi og það er munurinn á liðunum og það mun ekki breytast, við vildum koma út og snúa þessu upp í okkar leik vinna upp muninn og gera það á okkar hátt, valur kemur út og vill halda þessu eða bæta við á sinn hátt og enn og aftur eins og ég sagði áðan, þeirra einkenni réðu þessum leik“ „Þú hefur rosalega áhuga á leikhléunum sem ég tek, það var aðalega til að hvíla strákana, þeir voru búnir að hlaupa og hlaupa við vorum búnir að reyna og reyna og gefa þeim tækifæri á að hvíla sig“ „Við þurfum að stoppa þá í að skora, þar held ég vandinn í þessu, þeir eiga ekki að skora 100 stig á okkur, við skorum 87 ef við spilum góða vörn þá að það vera nóg, þannig stiginn eru minnsta atriðið í þessu“ Þessi úrslitakeppni fyrir Tindastól er búin að vera ein lautarferð, hvernig bregðist þið við í fyrsta skipti sem þið eruð testaðir? „Þetta hefur ekki verið lautarferð neitt, við höfum þurft að taka á við alskyns vafa og alskins móment þar sem hlutirnir ganga ekki upp alveg eins og Valur tapa fyrsta leik á heimavelli koma hingað vissulega á erfiðan útivöll og vinna. Við töpuðum á þessum sterka heimavelli en við vitum hvað við erum og höldum bara áfram, ég held að það sé uppi staðið að það sé ástæðan að þessi lið séu í úrslitum“ Þá er þetta í fyrsta skipti sem Stólarnir lenda í jöfnu einvígi á tímabilinu og Pavel segir það vera öðruvísi tilfinningu. „Það er það, þetta er bara ferðalag, ég hef trú á því að það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá að þetta að vera svona, þegar uppi er staðið og við erum meistarar , þá atti þetta að vera svona“ Finnur: Fengum strax framlag frá leikmönnum sem voru fjarverandi í seinasta leik Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals.Vísir/Bára Dröfn „Bara með því að gera það sem við erum búnir að gera í allan vetur, spila góða vörn og láta boltann ganga treysta hvorn annað, búum vel að því að hafa verið hérna í fyrra. Þvílíkur kraftur hérna á króknum og þvílík umgjörð sem er búinn að skapa hérna og forréttindi að fá að spila hérna,“ sagði Finnur freyr Stefánsson, þjálfari Vals. „Við spiluðum vel bara og fengum strax framlag frá leikmönnum sem voru fjarverandi í seinasta leik, þetta er fram og til baka og Pétur setur upp sýningu hérna í seinni hálfleik og er frábær það, það er ekki hægt að setja þetta í punkta þetta eru 40 mín leikur og sirka 80 sóknir hvort lið og gerist bara eitthvað og annað liðið vinnur“ En hvað fannst Finni breytast frá síðasta leik? „Hugarfar held ég og sjá aðeins hvernig þetta var góðu video fundur sem sýnir svolítið hlutina svart og hvítu hvernig þeir eru og mér fannst við bara svara vel Kári og Callum bera upp leikinn allan leikinn og Pablo í lokinn“ Finnur hrósaði einnig Orzen Pavlovic fyrir sinn leik í kvöld. „Já það eru þvílík gæði í þessum strák, hann er frá Króatíu og vanur svona umhverfi. Við vissum að það væru miklir hæfileikar í honum og við eru búnir að vera að bíða eftir að sýni það og hann þorir á þessu sviði snýst þetta svolítið um hverjir þora hann og Aron eru búnir að stíga upp í fjarveru Hjálmars sem er bara veikur en þá og langt frá sínu besta.“ Þá héldu Valsmenn Taiwo Badmus í skefjum og Finnur hrósaði sínum mönnum fyrir það. „Já Callum gerði vel eftir að hann fór á hann í seinasta leik og hélt því bara áfram en Tindastóls liði er hlaðið gæðum og krafturinn í þeim, þetta er bara hörku sería og staðan 1-1 lesum ekkert of mikið í þennan leik við förum bara að koma okkur heim, recovery og skoðum hvað við getum tekið með okkur úr þessum leik“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum