Menning

Stóð allt í einu nakin í skóginum með bleik glimmer brjóst

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Berglind Rögnvalds er óhrædd í sinni listsköpun og hefur þróast mikið á undanförnum árum. Hún er viðmælandi í Kúnst.
Berglind Rögnvalds er óhrædd í sinni listsköpun og hefur þróast mikið á undanförnum árum. Hún er viðmælandi í Kúnst. Vísir/Vilhelm

Ljósmyndarinn og listakonan Berglind Rögnvaldsdóttir byrjaði að mynda sjálfa sig fyrir nokkrum árum og sigraðist þar með á óöryggi sínu fyrir því að vera fyrir framan myndavélina. Berglind er viðmælandi í þættinum Kúnst.

Hér má sjá viðtalið í heild sinni:

„Í fyrsta sinn sem ég notaði sjálfa mig í verkefni þá fann ég að það hentaði mér vel. Ef þú hefðir spurt mig fyrir fimm árum hvort ég myndi einhvern tíma vera fyrir framan myndavélina þá hefði ég svarað bara nei aldrei,“ segir hún kímin.

„Svo var ég allt í einu bara ein úti í skógi nakin, búin að mála brjóstin á mér bleik með einhverju glimmeri og að taka einhverjar myndir. Ég var á einhverju tjaldsvæði og svo allt í einu komu einhverjir þýskir túristar að,“ segir Berglind hlæjandi og bætir við: „Allt í einu er maður á einhverjum stað þar sem maður er bara já, ég er bara hér og ég er að gera þetta og það er bara allt í góðu.“

Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.


Tengdar fréttir

„Mig langaði bara að leyfa geir­vörtunni að njóta sín“

„Ég var búin að upplifa það svolítið mikið hvað þetta var mikið tabú,“ segir ljósmyndarinn og listakonan Berglind Rögnvaldsdóttir, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Berglind notast gjarnan við viðfangsefni á borð við kvenlíkamann og náttúruna og má segja að verk hennar séu femínísk og einkennist af kvennakrafti. Um þrítugt ákvað hún að skrá sig í ljósmyndanám í Osló og átti lífið í kjölfarið eftir að gjörbreytast í listræna og ævintýralega átt.

Ferillinn fór á flug eftir ör­laga­ríka lista­sýningu vestan­hafs

„Ég fór úr því að vera einn í kjallara heima hjá mér að mála í einhverju ströggli og yfir í að geta allt í einu farið að lifa á því að gera myndlist, sem virðist hafa gerst á einni nóttu,“ segir listamaðurinn Baldur Helgason, sem hefur verið að gera góða hluti í hinum stóra heimi myndlistarinnar. Baldur fer eigin leiðir í listinni og er óhræddur við að kafa djúpt inn á við í sinni listsköpun en hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Flutti úlpu­laus til Ís­lands en fann lykilinn að list­sköpunni

Benjamin Hardman flutti úlpulaus til Íslands frá Ástralíu fyrir rúmum sjö árum með um það bil þúsund fylgjendur á Instagram og draum um að geta unnið sem ljósmyndari. Hann er nú með um 725 þúsund fylgjendur þar sem hann deilir ævintýrum sínum og sinnir ástríðu sinni á ljósmyndun og myndbandsgerð af fullum krafti. Benjamin Hardman er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hann ræðir opinskátt um lífið, listina og mikilvægi þess að elta draumana sína.

Fékk ljós að láni hjá Salvador Dali

Myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir er óhrædd við að nálgast óþægileg viðfangsefni í list sinni. Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir sýningunni Andardráttur á glugga á Ásmundarsafni þar sem verk Siggu Bjargar eiga í samtali við verk Ásmundar Sveinssonar. Sigga Björg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hún deilir sínum skapandi hugarheimi ásamt skemmtilegum sögum.

„Hann var á betra kaupi en þær við það að horfa á þær vinna“

Listakonan, vefarinn og brautryðjandinn Hildur Hákonardóttir hefur haft mikil áhrif á íslenska listheiminn með einstökum og pólitískum verkum sínum. Hún hefur með sanni átt viðburðaríkt líf og er þekkt fyrir að hafa alltaf verið nokkrum skrefum á undan. Verk hennar prýða nú Kjarvalsstaði á yfirlitssýningunni Rauður þráður sem Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstýrir. Hildur Hákonardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.