Erlent

Snýr aftur úr veikinda­leyfi í ágúst

Atli Ísleifsson skrifar
Jakob Ellemann-Jensen er formaður Venstre, varnarmálaráðherra Danmerkur og aðstoðarforsætisráðherra.
Jakob Ellemann-Jensen er formaður Venstre, varnarmálaráðherra Danmerkur og aðstoðarforsætisráðherra. EPA

Jakob Ellemann-Jensen, varnarmálaráðherra Danmerkur og formaður Venstre, mun snúa aftur úr veikindaleyfi í byrjun ágústmánaðar. Ráðherrann fór í veikindaleyfi fyrir þremur mánuðum síðan og vísaði þar til í álags.

Í færslu á Facebook segir Ellemann-Jensen að hann hafi, eftir samtöl við lækna og sálfræðinga, ákveðið að snúa aftur 1. ágúst, þegar pólitíkin fer aftur á fullt að loknu sumarfríi.

Hann segir ennfremur að hann muni þá aftur sinna öllum verkefnum sem eru á könnu þeirra embætta sem hann gegnir, það er formanns Venstre, varnarmálaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra.

Þá segir að hann hafi verið hvattur af læknum til að byrja þegar nú að taka sækja einhverja fundi með samstarfsfólki og samkomur til að vera betur búinn undir það að snúa aftur af fullum krafti í ágúst.

Ellemann-Jensen greindi frá því í febrúar að hann hafi að læknisráði ákveðið að fara í veikindaleyfi. Hann hafi þá verið undir miklu álagi í lengri tíma og líkami hans hafi verið farinn að sýna þess merki.

Í fjarveru Ellemann-Jensen hefur efnahagsmálaráðherrann Troels Lund farið með skyldur varnarmálaráðherra.

Venstre myndaði í lok síðasta árs ríkisstjórn með Jafnaðarmannaflokki Mette Frederiksen forsætisráðherra og Moderaterne, flokki Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Venstre og núverandi utanríkisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×