Hvað verður loftlagssektin há vegna 35.000 íbúða? Björt Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2023 09:30 800 milljónum af fjárlögum íslenska ríkisins ársins 2023 er ráðstafað til sektar vegna þess að við Íslendingar höfum sofið á verðinum og ekki staðið við skuldbindingar okkar vegna Kyoto loftlagsbókunarinnar. Parísarsamningurinn sem við höfum líkt og aðrar ábyrgðafullar þjóðir undirgengist, er mun viðameiri og skilyrði hans koma til kasta fjárlaga innan skamms eða 2030. Við Íslendingar erum neyslurík þjóð og viljum flest hver halda í þau gæði sem við þekkjum nú þegar. En þessi neysla og hefðbundnar venjur okkar kosta loftslagið og þannig líka ríkissjóð. Við drógum lítillega úr losun á covid-árunum vegna hafta, en nú hefur heldur betur bæst í og losun á beina ábyrgð Íslands hefur aldrei verið meiri. Okkur er að fjölga, og í okkar víðfeðma landi er það mjög jákvætt að fólk vilji flytja hingað og sjá sér og sínum farborða, því það styður við sameiginlega sjóði og skatttekjur ríkisins sem aftur stendur straum af menntun okkar, heilbrigðisþjónustu, vegasamgöngum og öðrum mikilvægum innviðum og gæðum sem við viljum efla frekar en hitt. Uppbygging sómasamlegra heimila til að mæta fólksfjölgun (innlendri sem og innfluttri) hefur oft verið sett upp í markmið stjórnvalda og það er vel. Við viljum vera undirbúin fyrir framtíðinni því að skortur á húsnæði hefur þýtt hækkanir á fasteignamarkaði með tilheyrandi dýrtíð og erfiðleikum, til dæmis fyrir ungar fjölskyldur sem eiga við ramman reip að draga við að koma undir sig fótunum og veita börnum sínum samfellu, öryggi og gott líf. Nú síðast hafa sveitarfélögin og ríki gert með sér samkomulag um að tryggja í það minnsta 35.000 íbúðir á næstu 10 árum fyrir fólkið í landinu en kunnugir segja að líklega þurfi talan að vera ívið hærri til að mæta uppsafnaðri þörf. Við erum orðin nokkuð vön því að ræða um loftlagsmál og skiljum til dæmis vel að orkuskipti í samgöngum eru okkur mikilvæg ekki bara fyrir loftslagið, líka fyrir budduna. Við erum orðin verseruð í tali um að atvinnuvegir skuli draga úr losun, en því miður kannski síst þegar kemur að þeirri starfsemi sem losar gróðurhúsalofttegundir á beina ábyrgð Íslands og íslenskra skattgreiðenda. Mannvirkjageirinn er þannig iðnaður og hann er á heimsvísu ábyrgur fyrir um 40% losunar gróðurhúsalofttegunda, meira ef úrgangur og sóun auðlinda á ábyrgð iðnaðarins er talin með. Afleiðingin er hröð hlýnun jarðar og röskun í jafnvægi vistkerfa með hrikalegum afleiðingum. Íslendingar fara svo sannarlega ekki varhluta af þessu því að ofsar í veðurfari, gegndarlausar rigningar og tíð skriðuföll á mannabyggðir erum við því miður farin að farin að þekkja of vel af eigin raun. Það er ekki annað í boði en að vakna núna og undirbúa framtíðina. 35.000 íbúðir á 10 árum byggðar á hefðbundinn hátt með mikilli losun munu ekki bara þýða milljarða útgjöld frá skattgreiðendum í sektarfé, eða kaupum á losunarheimildum eins og það kallast líka. Það mun þýða að engin breyting verður heldur að þeim 10 árum liðnum því að verktakar og þróunaraðilar þurftu ekki að leggja það á sig að breyta frá vananum og fara umhverfisvænni leiðir. Góðu fréttirnar eru þær að byggingageirinn er tilbúinn í breytingar, til eru gagnreyndar aðferðir og leiðbeiningar frá þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við til að draga úr umfangsmikilli losun sem reiknast á hvert byggt mannvirki. Þetta hefur geirinn ásamt HMS og ýmsum öðrum hagaðilum rýnt og undirbúið. En við eigum á hættu með að verða allt of sein, ekkert af annars góðri vinnu í þessa átt er komið til framkvæmda, og það eru aðeins 7 ár til 2030. Ef við náum ekki loftslagsmarkmiðunum þá verður sektin ekki eingreiðsla upp á 800 milljónir líkt og nú, heldur árleg útgjöld sem metin hafa verið á bilinu 1-10 milljarðar. Eigum við ekki að nýta þá fjármuni í annað skynsamlegra? Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, eldri borgarar, öryrkjar myndu þiggja betri stuðning. Stjórnvöld verða að fara í aðgerðir strax í byggingageiranum og setja skyldur á loftlagsvænni uppbyggingu mannvirkja. Annars situr fólkið uppi með reikninginn. Höfundur er framkvæmdastjóri fasteignaþróunarfélagsins Iðu ehf. og fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Húsnæðismál Björt Ólafsdóttir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
800 milljónum af fjárlögum íslenska ríkisins ársins 2023 er ráðstafað til sektar vegna þess að við Íslendingar höfum sofið á verðinum og ekki staðið við skuldbindingar okkar vegna Kyoto loftlagsbókunarinnar. Parísarsamningurinn sem við höfum líkt og aðrar ábyrgðafullar þjóðir undirgengist, er mun viðameiri og skilyrði hans koma til kasta fjárlaga innan skamms eða 2030. Við Íslendingar erum neyslurík þjóð og viljum flest hver halda í þau gæði sem við þekkjum nú þegar. En þessi neysla og hefðbundnar venjur okkar kosta loftslagið og þannig líka ríkissjóð. Við drógum lítillega úr losun á covid-árunum vegna hafta, en nú hefur heldur betur bæst í og losun á beina ábyrgð Íslands hefur aldrei verið meiri. Okkur er að fjölga, og í okkar víðfeðma landi er það mjög jákvætt að fólk vilji flytja hingað og sjá sér og sínum farborða, því það styður við sameiginlega sjóði og skatttekjur ríkisins sem aftur stendur straum af menntun okkar, heilbrigðisþjónustu, vegasamgöngum og öðrum mikilvægum innviðum og gæðum sem við viljum efla frekar en hitt. Uppbygging sómasamlegra heimila til að mæta fólksfjölgun (innlendri sem og innfluttri) hefur oft verið sett upp í markmið stjórnvalda og það er vel. Við viljum vera undirbúin fyrir framtíðinni því að skortur á húsnæði hefur þýtt hækkanir á fasteignamarkaði með tilheyrandi dýrtíð og erfiðleikum, til dæmis fyrir ungar fjölskyldur sem eiga við ramman reip að draga við að koma undir sig fótunum og veita börnum sínum samfellu, öryggi og gott líf. Nú síðast hafa sveitarfélögin og ríki gert með sér samkomulag um að tryggja í það minnsta 35.000 íbúðir á næstu 10 árum fyrir fólkið í landinu en kunnugir segja að líklega þurfi talan að vera ívið hærri til að mæta uppsafnaðri þörf. Við erum orðin nokkuð vön því að ræða um loftlagsmál og skiljum til dæmis vel að orkuskipti í samgöngum eru okkur mikilvæg ekki bara fyrir loftslagið, líka fyrir budduna. Við erum orðin verseruð í tali um að atvinnuvegir skuli draga úr losun, en því miður kannski síst þegar kemur að þeirri starfsemi sem losar gróðurhúsalofttegundir á beina ábyrgð Íslands og íslenskra skattgreiðenda. Mannvirkjageirinn er þannig iðnaður og hann er á heimsvísu ábyrgur fyrir um 40% losunar gróðurhúsalofttegunda, meira ef úrgangur og sóun auðlinda á ábyrgð iðnaðarins er talin með. Afleiðingin er hröð hlýnun jarðar og röskun í jafnvægi vistkerfa með hrikalegum afleiðingum. Íslendingar fara svo sannarlega ekki varhluta af þessu því að ofsar í veðurfari, gegndarlausar rigningar og tíð skriðuföll á mannabyggðir erum við því miður farin að farin að þekkja of vel af eigin raun. Það er ekki annað í boði en að vakna núna og undirbúa framtíðina. 35.000 íbúðir á 10 árum byggðar á hefðbundinn hátt með mikilli losun munu ekki bara þýða milljarða útgjöld frá skattgreiðendum í sektarfé, eða kaupum á losunarheimildum eins og það kallast líka. Það mun þýða að engin breyting verður heldur að þeim 10 árum liðnum því að verktakar og þróunaraðilar þurftu ekki að leggja það á sig að breyta frá vananum og fara umhverfisvænni leiðir. Góðu fréttirnar eru þær að byggingageirinn er tilbúinn í breytingar, til eru gagnreyndar aðferðir og leiðbeiningar frá þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við til að draga úr umfangsmikilli losun sem reiknast á hvert byggt mannvirki. Þetta hefur geirinn ásamt HMS og ýmsum öðrum hagaðilum rýnt og undirbúið. En við eigum á hættu með að verða allt of sein, ekkert af annars góðri vinnu í þessa átt er komið til framkvæmda, og það eru aðeins 7 ár til 2030. Ef við náum ekki loftslagsmarkmiðunum þá verður sektin ekki eingreiðsla upp á 800 milljónir líkt og nú, heldur árleg útgjöld sem metin hafa verið á bilinu 1-10 milljarðar. Eigum við ekki að nýta þá fjármuni í annað skynsamlegra? Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, eldri borgarar, öryrkjar myndu þiggja betri stuðning. Stjórnvöld verða að fara í aðgerðir strax í byggingageiranum og setja skyldur á loftlagsvænni uppbyggingu mannvirkja. Annars situr fólkið uppi með reikninginn. Höfundur er framkvæmdastjóri fasteignaþróunarfélagsins Iðu ehf. og fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun