Í tilkynningu segir að Sigríður taki við af Soffíu Kristínu Þórðardóttur fyrrverandi product portfolio manager hjá Origo, sem nú stýri sprotafyrirtækinu PaxFlow.
„Soffía hefur verið stoð og stytta KLAK í gegnum öll verkefni sem lágu fyrir á síðastliðnu starfsári og inn á nýtt starfsár en nýr framkvæmdastjóri, Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, tók við störfum 1. mars á þessu ári.
Hrönn Greipsdóttir, frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins var kjörin varaformaður og Dröfn Guðmundsdóttir, tilnefnd af Origo, var kjörin ný inn í stjórn.
Stjórnendur sem tilnefndir voru á aðalfundi KLAK- Icelandic Startups af eigendum:
Stjórnarformaður
- Sigríður Mogensen, tilnefnd af Samtökum iðnaðarins.
Varaformaður
- Hrönn Greipsdóttir, tilnefnd af Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins.
Meðstjórnendur
- Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, tilnefndur af Háskóla Reykjavíkur.
- Dröfn Guðmundsdóttir, tilnefnd af Origo.
- Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir, tilnefnd af Háskóla Íslands.