Ítalir uggandi vegna hærra verðs á pasta Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2023 15:12 Pasta hefur hækkað mikið í verði á Ítalíu og mun meira en almenn verðlag. EPA/Karlheinz Schindler Ríkisstjórn Ítalíu boðaði í vikunni til neyðarfundar vegna hás pastaverðs. Verð pasta, sem er gífurlega vinsælt á diskum Ítala, var í mars 17,5 prósentum hærra en það var ári áður, þrátt fyrir að verðlag hefði einungis hækkað um 8,1 prósent á sama tímabili og verð hveitis hefði lækkað. Í frétt Washington Post segir að á umræddum fundi hafi verið ákveðið að stofna sérstakt ráð sem kanna eigi þessa verðhækkun og komast til botns í því hvað veldur. Neytendasamtök hafa sakað framleiðendur um okur og lagt fram formlega kvörtun vegna verðhækkunarinnar. Framleiðendur segja verðhækkunina margþætta og tímabundna. Hún væri til komin vegna hækkana á orkuverði, verðbólgu og vandræða með birgðakeðjur. Adolfo Urso, viðskiptaráðherra Ítalíu, sagði í yfirlýsingu sem ítalska fréttaveitan ANSA vitnar í, að gripið yrði til allra mögulegra ráðstafana til að koma í veg fyrir mögulegt okur. Það ætti sérstaklega við neysluvörur eins og hveiti. Hann sagði gagnsæi mikilvægt í neytendamálum sem þessum. Pasta er ekki dýrt á Ítalíu en það er Ítölum gífurlega mikilvægt og matvælin eru með sterka tengingu við þjóðina. Samkvæmt einni áætlun borða rúmlega sextíu prósent Ítala pasta á hverjum degi, samkvæmt frétt Washington Post. Ítalía Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Í frétt Washington Post segir að á umræddum fundi hafi verið ákveðið að stofna sérstakt ráð sem kanna eigi þessa verðhækkun og komast til botns í því hvað veldur. Neytendasamtök hafa sakað framleiðendur um okur og lagt fram formlega kvörtun vegna verðhækkunarinnar. Framleiðendur segja verðhækkunina margþætta og tímabundna. Hún væri til komin vegna hækkana á orkuverði, verðbólgu og vandræða með birgðakeðjur. Adolfo Urso, viðskiptaráðherra Ítalíu, sagði í yfirlýsingu sem ítalska fréttaveitan ANSA vitnar í, að gripið yrði til allra mögulegra ráðstafana til að koma í veg fyrir mögulegt okur. Það ætti sérstaklega við neysluvörur eins og hveiti. Hann sagði gagnsæi mikilvægt í neytendamálum sem þessum. Pasta er ekki dýrt á Ítalíu en það er Ítölum gífurlega mikilvægt og matvælin eru með sterka tengingu við þjóðina. Samkvæmt einni áætlun borða rúmlega sextíu prósent Ítala pasta á hverjum degi, samkvæmt frétt Washington Post.
Ítalía Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira