Umfjöllun og viðtöl: KR – Breiðablik 0-1 | Gísli Eyjólfs hetja Blika Hinrik Wöhler skrifar 13. maí 2023 18:30 Sigurmarkinu fagnað. Vísir/Anton Brink Breiðablik vann torsóttan sigur á móti KR í Vesturbænum í dag í 7. umferð Bestu deildar karla. Gísli Eyjólfsson reyndist hetja Íslandsmeistaranna með marki á 82. mínútu leiksins og endaði leikurinn 1-0. Þetta var fjórði sigur Breiðabliks í röð í deildinni en KR-ingar halda eyðimerkurgöngu sinni áfram en liðið hefur ekki sigrað né skorað síðan 15. apríl á móti Keflavík í annarri umferð Íslandsmótsins. Leikurinn fór fram á Meistaravöllum, heimavelli KR og er þetta fyrsti leikurinn sem er leikinn á grasvellinum í sumar. Frumsýningin á vellinum var ekki upp á marga fiska en völlurinn kemur illa undan vetri og gerði úrhellisrigning leikmönnum lífið leitt. Höskuldur Gunnlaugsson og Ægir Jarl Jónasson.Vísir/Anton Brink Leikurinn fór rólega af stað og voru KR-ingar skipulagðir og agaðir. KR-ingar lágu aftarlega með fimm manna varnarlínu og leyfðu Blikum að sækja en gestirnir náðu þó ekki að brjóta varnarlínu KR á bak aftur. Blikar sóttu en náðu ekki að finna neinar glufur í vörn KR en vallaraðstæður voru ekki að hjálpa spilamennsku liðanna og áttu leikmenn erfitt með að fóta sig á þungum velli. Liðin sköpuðu sér ekki nein almennileg færi í fyrri hálfleik. Breiðablik fékk fjölmargar hornspyrnur sem þeir náðu ekki nýta. Líklegast besta færi fyrri hálfleiks fékk Stefán Ingi Sigurðarson, sóknarmaður Breiðabliks, á 35. mínútu en hann skaut boltanum yfir úr ágætu færi í vítateig KR. Menn vörðust fimlega.Vísir/Anton Brink Ekkert mark kom í fyrri hálfleik og stuðningsmenn og leikmenn líklegast fegnir að taka stutt hlé frá kulda og úrhellisrigningu. KR-ingar fengu sitt besta í leiknum færi í upphafi síðari hálfleiks. Þá fékk Jóhannes Bjarnason upplagt marktækifæri inn í markteig Breiðabliks eftir góða fyrirgjöf frá Kristni Jónssyni. Miðjumanninum unga brást bogalistin og náði ekki að setja boltann á markið. Jóhannes Kristinn Bjarnason á ferðinni.Vísir/Anton Brink Tilviljunarkennd spilamennska og mikill barningur einkenndi mest allan síðari hálfleik. Það var lítið um opin færi og allt leit út fyrir markalaust jafntefli. Á 82. mínútu kom eina mark leiksins. Gísli Eyjólfsson og Höskuldur Gunnlaugsson náðu góðu samspili sín á milli og endaði sóknin með laglegri sendingu frá Höskuldi á Gísla sem var staðsettur rétt fyrir utan vítateig KR-inga. Gísli náði hnitmiðuðu skoti í fjærhornið og Breiðablik komnir yfir. KR-ingar náðu ekki að svara eða skapa sér nein hættuleg færi sem eftir lifði leiks og sigur Íslandsmeistaranna staðreynd. Eina mark leiksins í uppsiglingu.Vísir/Anton Brink Af hverju vann Breiðablik? Íslandsmeistararnir gáfust ekki upp þrátt fyrir erfiðar aðstæður, þeir börðust allan leikinn og það skilaði sér loks á 82. mínútu. Sjálfstraustið fyrir framan mark andstæðinganna er ekki mikið í herbúðum KR-inga um þessar mundir og voru þeir ekki líklegir til að skora í leiknum í dag. Hverjir stóðu upp úr? Gísli Eyjólfsson, hetja Breiðabliks, var einn af fáum leikmönnum sem náðu að koma boltanum í átt að marki KR-inga. Hann átti fína tilraun í fyrri hálfleik og var ógnandi. Það loks skilaði sér undir lok leiks og var hann besti maður vallarins í dag. Hvað gekk illa? Liðunum gekk ansi illa að ná fótfestu á erfiðum velli og spilamennskan þar af leiðandi eftir því. Það var lítið af opnum færum og ljóst að þessi leikur fer ekki í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi. Hvað gerist næst? Framundan er bikarvika en 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla fara fram í miðri viku. Það er Bestu-deildar slagur framundan hjá KR en liðið dróst á móti nýliðum Fylkis og mæta þeim á Würth vellinum í Árbæ. Breiðablik fær þægilegri leik, á blaði allavega, en Íslandsmeistararnir mæta Lengjudeildarliði Þróttar R. í Laugardalnum. Báðir leikir liðanna fara fram á fimmtudaginn næstkomandi. „Fannst við eiga þetta skilið miðað hvað við lögðum í þennan leik“ Óskar Hrafn var manna kátastur.Vísir/Anton Brink Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var glaðbeittur á svip eftir leikinn og jafnframt var þjálfarinn afar sáttur með frammistöðu sinna manna eftir baráttusigur á KR í dag. „Ég er mjög sáttur með frammistöðuna og mér fannst hún öflug í 90 mínútur. Glaður að menn fengu sem þeir áttu skilið sem er mark og þrjú stig. Mjög öflug frammistaða,“ sagði Óskar. „Þetta var ekki leikur margra færa. Ég geri ekki ráð fyrir að xG [vænt mörk] í þessum leik hafi verið sérstaklega hátt en það var svo sem alltaf vitað þegar við sáum upplegg leiksins. KR voru þéttir til baka með fimm manna vörn og voru mjög skipulagðir og öflugir varnarlega þannig við hefðum kannski geta verið skarpari á síðasta þriðjung. Þetta voru erfiðar aðstæður og mér fannst við spila góðan fótbolta við mjög erfiðar aðstæður. Ég get ekki verið annað en sáttur og baráttan til fyrirmyndar og allt sem menn settu í þennan leik var bara eins gott og það getur orðið,“ bætti Óskar við. Simen Kjellevold slær boltann frá marki.Vísir/Anton Brink Það voru líklegast margir byrjaðir að reikna með markalausu jafntefli miðað við hvernig leikurinn var að þróast en Óskari var mjög létt þegar hann sá boltann enda í netinu þegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Ég skal alveg viðurkenna það að þetta var mjög gott og sætt. Mér fannst við eiga þetta skilið miðað hvað við lögðum í þennan leik. Ég horfi í frammistöðuna og hún var góð, þá er ég glaður.“ Það var ljóst í vikunni að mikilvægur hlekkur í liði Breiðabliks, framherjinn Patrik Johannesen, verður frá allt tímabilið. Það er þó gleðitíðindi fyrir Óskar að það styttist í Kristinn Steindórsson sem hefur verið frá vegna meiðsla í upphafi tímabils. „Ég vonast til að hann verði í hóp á móti Þrótti í bikarnum á fimmtudaginn,“ sagði Óskar varðandi endurkomu Kristins á knattspyrnuvöllinn. Óskar Hrafn brá á það ráð að birta byrjunarlið Breiðabliks á samfélagsmiðlinum Twitter fyrir síðasta bikarleik á móti Fjölni. Ætlar hann að gera slíkt hið sama fyrir bikarleikinn á fimmtudag? „Ég á ekki á von á því. Það getur vel verið, lofa engu,“ sagði Óskar léttur í bragði eftir leikinn. „Erfitt að búa til mörg færi í svona aðstæðum“ Gísli og Ágúst Eðvald Hlynsson fagna.Vísir/Anton Brink Gísli Eyjólfsson reyndist hetja Breiðabliks með marki fyrir utan teig á 82. mínútu leiksins. „Tilfinningin er geðveik og bara ólýsandi. Það er virkilega gott að koma hingað og sækja þrjá punkta,“ sagði Gísli stuttu eftir leik. Leikmenn áttu erfitt með að fóta sig en Blikar voru meðvitaðir um að leikurinn myndi spilast öðruvísi en flestir aðrir leikir. „Völlurinn er ekki upp á tíu en þetta var eins fyrir bæði lið og við lögðum upp þennan leik aðeins öðruvísi en fyrir aðra,“ sagði Gísli. Mikil stöðubarátta einkenndi leikinn og lítið um opin færi en baráttan skilaði sínu þegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Mér fannst við vera með stjórn á leiknum í næstum 90 mínútur. Auðvitað er erfitt að búa til mörg færi í svona aðstæðum. Boltinn er mikið út úr leik, mikið í loftinu og mikið um einvígi og baráttu í dag. Það skilaði sér í lokin þegar við erum að vinna okkar einvígi. Klæmint [Olsen] vinnur sitt einvígi og Höggi [Höskuldur Gunnlaugsson] vinnur sitt einvígi og það býr til færi fyrir mig.“ Blikar sitja í þriðja sæti Bestu deildar karla og fylgja fast eftir Víking og Val sem eru í efstu tveimur sætunum. Þriðjungur er búinn af hefðbundinni deildarkeppni eða sjö umferðir. „Mér er alveg sama, við förum í hvern leik til að vinna og það verður koma í ljós hvernig fer,“ sagði Gísli þegar hann var spurður út í byrjun Breiðabliks á Íslandsmótinu. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Breiðablik
Breiðablik vann torsóttan sigur á móti KR í Vesturbænum í dag í 7. umferð Bestu deildar karla. Gísli Eyjólfsson reyndist hetja Íslandsmeistaranna með marki á 82. mínútu leiksins og endaði leikurinn 1-0. Þetta var fjórði sigur Breiðabliks í röð í deildinni en KR-ingar halda eyðimerkurgöngu sinni áfram en liðið hefur ekki sigrað né skorað síðan 15. apríl á móti Keflavík í annarri umferð Íslandsmótsins. Leikurinn fór fram á Meistaravöllum, heimavelli KR og er þetta fyrsti leikurinn sem er leikinn á grasvellinum í sumar. Frumsýningin á vellinum var ekki upp á marga fiska en völlurinn kemur illa undan vetri og gerði úrhellisrigning leikmönnum lífið leitt. Höskuldur Gunnlaugsson og Ægir Jarl Jónasson.Vísir/Anton Brink Leikurinn fór rólega af stað og voru KR-ingar skipulagðir og agaðir. KR-ingar lágu aftarlega með fimm manna varnarlínu og leyfðu Blikum að sækja en gestirnir náðu þó ekki að brjóta varnarlínu KR á bak aftur. Blikar sóttu en náðu ekki að finna neinar glufur í vörn KR en vallaraðstæður voru ekki að hjálpa spilamennsku liðanna og áttu leikmenn erfitt með að fóta sig á þungum velli. Liðin sköpuðu sér ekki nein almennileg færi í fyrri hálfleik. Breiðablik fékk fjölmargar hornspyrnur sem þeir náðu ekki nýta. Líklegast besta færi fyrri hálfleiks fékk Stefán Ingi Sigurðarson, sóknarmaður Breiðabliks, á 35. mínútu en hann skaut boltanum yfir úr ágætu færi í vítateig KR. Menn vörðust fimlega.Vísir/Anton Brink Ekkert mark kom í fyrri hálfleik og stuðningsmenn og leikmenn líklegast fegnir að taka stutt hlé frá kulda og úrhellisrigningu. KR-ingar fengu sitt besta í leiknum færi í upphafi síðari hálfleiks. Þá fékk Jóhannes Bjarnason upplagt marktækifæri inn í markteig Breiðabliks eftir góða fyrirgjöf frá Kristni Jónssyni. Miðjumanninum unga brást bogalistin og náði ekki að setja boltann á markið. Jóhannes Kristinn Bjarnason á ferðinni.Vísir/Anton Brink Tilviljunarkennd spilamennska og mikill barningur einkenndi mest allan síðari hálfleik. Það var lítið um opin færi og allt leit út fyrir markalaust jafntefli. Á 82. mínútu kom eina mark leiksins. Gísli Eyjólfsson og Höskuldur Gunnlaugsson náðu góðu samspili sín á milli og endaði sóknin með laglegri sendingu frá Höskuldi á Gísla sem var staðsettur rétt fyrir utan vítateig KR-inga. Gísli náði hnitmiðuðu skoti í fjærhornið og Breiðablik komnir yfir. KR-ingar náðu ekki að svara eða skapa sér nein hættuleg færi sem eftir lifði leiks og sigur Íslandsmeistaranna staðreynd. Eina mark leiksins í uppsiglingu.Vísir/Anton Brink Af hverju vann Breiðablik? Íslandsmeistararnir gáfust ekki upp þrátt fyrir erfiðar aðstæður, þeir börðust allan leikinn og það skilaði sér loks á 82. mínútu. Sjálfstraustið fyrir framan mark andstæðinganna er ekki mikið í herbúðum KR-inga um þessar mundir og voru þeir ekki líklegir til að skora í leiknum í dag. Hverjir stóðu upp úr? Gísli Eyjólfsson, hetja Breiðabliks, var einn af fáum leikmönnum sem náðu að koma boltanum í átt að marki KR-inga. Hann átti fína tilraun í fyrri hálfleik og var ógnandi. Það loks skilaði sér undir lok leiks og var hann besti maður vallarins í dag. Hvað gekk illa? Liðunum gekk ansi illa að ná fótfestu á erfiðum velli og spilamennskan þar af leiðandi eftir því. Það var lítið af opnum færum og ljóst að þessi leikur fer ekki í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi. Hvað gerist næst? Framundan er bikarvika en 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla fara fram í miðri viku. Það er Bestu-deildar slagur framundan hjá KR en liðið dróst á móti nýliðum Fylkis og mæta þeim á Würth vellinum í Árbæ. Breiðablik fær þægilegri leik, á blaði allavega, en Íslandsmeistararnir mæta Lengjudeildarliði Þróttar R. í Laugardalnum. Báðir leikir liðanna fara fram á fimmtudaginn næstkomandi. „Fannst við eiga þetta skilið miðað hvað við lögðum í þennan leik“ Óskar Hrafn var manna kátastur.Vísir/Anton Brink Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var glaðbeittur á svip eftir leikinn og jafnframt var þjálfarinn afar sáttur með frammistöðu sinna manna eftir baráttusigur á KR í dag. „Ég er mjög sáttur með frammistöðuna og mér fannst hún öflug í 90 mínútur. Glaður að menn fengu sem þeir áttu skilið sem er mark og þrjú stig. Mjög öflug frammistaða,“ sagði Óskar. „Þetta var ekki leikur margra færa. Ég geri ekki ráð fyrir að xG [vænt mörk] í þessum leik hafi verið sérstaklega hátt en það var svo sem alltaf vitað þegar við sáum upplegg leiksins. KR voru þéttir til baka með fimm manna vörn og voru mjög skipulagðir og öflugir varnarlega þannig við hefðum kannski geta verið skarpari á síðasta þriðjung. Þetta voru erfiðar aðstæður og mér fannst við spila góðan fótbolta við mjög erfiðar aðstæður. Ég get ekki verið annað en sáttur og baráttan til fyrirmyndar og allt sem menn settu í þennan leik var bara eins gott og það getur orðið,“ bætti Óskar við. Simen Kjellevold slær boltann frá marki.Vísir/Anton Brink Það voru líklegast margir byrjaðir að reikna með markalausu jafntefli miðað við hvernig leikurinn var að þróast en Óskari var mjög létt þegar hann sá boltann enda í netinu þegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Ég skal alveg viðurkenna það að þetta var mjög gott og sætt. Mér fannst við eiga þetta skilið miðað hvað við lögðum í þennan leik. Ég horfi í frammistöðuna og hún var góð, þá er ég glaður.“ Það var ljóst í vikunni að mikilvægur hlekkur í liði Breiðabliks, framherjinn Patrik Johannesen, verður frá allt tímabilið. Það er þó gleðitíðindi fyrir Óskar að það styttist í Kristinn Steindórsson sem hefur verið frá vegna meiðsla í upphafi tímabils. „Ég vonast til að hann verði í hóp á móti Þrótti í bikarnum á fimmtudaginn,“ sagði Óskar varðandi endurkomu Kristins á knattspyrnuvöllinn. Óskar Hrafn brá á það ráð að birta byrjunarlið Breiðabliks á samfélagsmiðlinum Twitter fyrir síðasta bikarleik á móti Fjölni. Ætlar hann að gera slíkt hið sama fyrir bikarleikinn á fimmtudag? „Ég á ekki á von á því. Það getur vel verið, lofa engu,“ sagði Óskar léttur í bragði eftir leikinn. „Erfitt að búa til mörg færi í svona aðstæðum“ Gísli og Ágúst Eðvald Hlynsson fagna.Vísir/Anton Brink Gísli Eyjólfsson reyndist hetja Breiðabliks með marki fyrir utan teig á 82. mínútu leiksins. „Tilfinningin er geðveik og bara ólýsandi. Það er virkilega gott að koma hingað og sækja þrjá punkta,“ sagði Gísli stuttu eftir leik. Leikmenn áttu erfitt með að fóta sig en Blikar voru meðvitaðir um að leikurinn myndi spilast öðruvísi en flestir aðrir leikir. „Völlurinn er ekki upp á tíu en þetta var eins fyrir bæði lið og við lögðum upp þennan leik aðeins öðruvísi en fyrir aðra,“ sagði Gísli. Mikil stöðubarátta einkenndi leikinn og lítið um opin færi en baráttan skilaði sínu þegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Mér fannst við vera með stjórn á leiknum í næstum 90 mínútur. Auðvitað er erfitt að búa til mörg færi í svona aðstæðum. Boltinn er mikið út úr leik, mikið í loftinu og mikið um einvígi og baráttu í dag. Það skilaði sér í lokin þegar við erum að vinna okkar einvígi. Klæmint [Olsen] vinnur sitt einvígi og Höggi [Höskuldur Gunnlaugsson] vinnur sitt einvígi og það býr til færi fyrir mig.“ Blikar sitja í þriðja sæti Bestu deildar karla og fylgja fast eftir Víking og Val sem eru í efstu tveimur sætunum. Þriðjungur er búinn af hefðbundinni deildarkeppni eða sjö umferðir. „Mér er alveg sama, við förum í hvern leik til að vinna og það verður koma í ljós hvernig fer,“ sagði Gísli þegar hann var spurður út í byrjun Breiðabliks á Íslandsmótinu.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti