Gefa Evrópuráðinu fundarhamar eftir Siggu á Grund að gjöf Atli Ísleifsson skrifar 12. maí 2023 13:46 Hamarinn hvílir á litlum stokki sem er holur að innan og þar má koma fyrir góðum skilaboðum til næstu formennsku. Stjr Íslensk stjórnvöld munu gefa ráðherranefnd Evrópuráðsins útskorinn fundarhamar eftir listakonuna Sigríði Kristjánsdóttur, betur þekkt sem Sigga á Grund, að gjöf í tilefni af leiðtogafundinum sem hefst í Reykjavík á þriðjudag. Fyrirmynd hamarsins er fundarhamar Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara sem upprunalega var gefinn Sameinuðu þjóðunum árið 1952 þegar nýjar höfuðstöðvar stofnunarinnar í New York voru teknar í notkun. Frá þessu segir á vef stjórnarráðsins en hefð er fyrir því að formennskuríki Evrópuráðsins gefi Evrópuráðinu gjöf við lok formennskutímabilsins. Fram kemur að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra muni sem forseti ráðherranefndar Evrópuráðsins afhenda Edgars Rinkēvičs, utanríkisráðherra Lettlands, fundarhamarinn á lokaathöfn leiðtogafundar Evrópuráðsins 17. maí. Lettar taka þá formlega við formennsku í ráðinu. Sigríður Kristjánsdóttir, betur þekkt sem Sigga á Grund. Magnús Hlynur „Listakonan Sigríður Kristjánsdóttur, Sigga á Grund, skar hamarinn út, sem notaður verður til að stýra fundum ráðherranefndarinnar. Efniviður Sigríðar í verkið er gamall peruviður sem að hennar sögn kemur einmitt frá gömlu meisturunum. Í upprunalegt verk sitt, sem stundum er kallað Ásmundarnautur, valdi Ásmundur Sveinsson þemað „Bæn víkingsins fyrir friði“, sem sést þegar vel er að gáð að hamarshöfuðið er stílfærður víkingur með spenntar greipar fyrir brjósti sér,“ segir í tilkynningunni. Hamarinn hvílir á litlum stokki sem er holur að innan og þar má koma fyrir góðum skilaboðum til næstu formennsku. Á hamarinn er letrað á latínu og íslensku: Legibus gentes moderandae sunt - Með lögum skal land byggja. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Handverk Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Búin að skera út allar gangtegundir íslenska hestsins Íslenskur hesturinn er í miklu metum og uppáhaldi hjá Sigríði Jónu Kristjánsdóttur, alltaf kölluð Sigga á Grund, útskurðarmeistara í Flóanum, enda var hún að ljúka við að skera út allar fimm gangtegundir hestsins. Auk þess var hún að gera risa drykkjarhorn úr nautgripahorni. 13. maí 2022 19:30 Eftirmynd af auga Lindu Pé komið upp á vegg Efturlíking af auga Lindu Pétursdóttur, alheimsfegurðardrottingu er nú komið upp á vegg á safni í Flóanum en það var rennt og skorið út í tré. Listamaðurinn er mjög stoltur af auganu, svo ekki sé minnst á gesti safnsins, sem dást af verkinu og auga Lindu Pé. 6. júní 2022 20:31 Gestir fá gæsahúð þegar þeir sjá þetta listaverk Útskurðarverk af vanfærri konu, eftir listakonu í Flóahreppi, vekur slíka hrifningu að gestir fá gæsahúð og fölna upp. 24. mars 2015 20:47 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Fleiri fréttir Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Sjá meira
Fyrirmynd hamarsins er fundarhamar Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara sem upprunalega var gefinn Sameinuðu þjóðunum árið 1952 þegar nýjar höfuðstöðvar stofnunarinnar í New York voru teknar í notkun. Frá þessu segir á vef stjórnarráðsins en hefð er fyrir því að formennskuríki Evrópuráðsins gefi Evrópuráðinu gjöf við lok formennskutímabilsins. Fram kemur að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra muni sem forseti ráðherranefndar Evrópuráðsins afhenda Edgars Rinkēvičs, utanríkisráðherra Lettlands, fundarhamarinn á lokaathöfn leiðtogafundar Evrópuráðsins 17. maí. Lettar taka þá formlega við formennsku í ráðinu. Sigríður Kristjánsdóttir, betur þekkt sem Sigga á Grund. Magnús Hlynur „Listakonan Sigríður Kristjánsdóttur, Sigga á Grund, skar hamarinn út, sem notaður verður til að stýra fundum ráðherranefndarinnar. Efniviður Sigríðar í verkið er gamall peruviður sem að hennar sögn kemur einmitt frá gömlu meisturunum. Í upprunalegt verk sitt, sem stundum er kallað Ásmundarnautur, valdi Ásmundur Sveinsson þemað „Bæn víkingsins fyrir friði“, sem sést þegar vel er að gáð að hamarshöfuðið er stílfærður víkingur með spenntar greipar fyrir brjósti sér,“ segir í tilkynningunni. Hamarinn hvílir á litlum stokki sem er holur að innan og þar má koma fyrir góðum skilaboðum til næstu formennsku. Á hamarinn er letrað á latínu og íslensku: Legibus gentes moderandae sunt - Með lögum skal land byggja.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Handverk Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Búin að skera út allar gangtegundir íslenska hestsins Íslenskur hesturinn er í miklu metum og uppáhaldi hjá Sigríði Jónu Kristjánsdóttur, alltaf kölluð Sigga á Grund, útskurðarmeistara í Flóanum, enda var hún að ljúka við að skera út allar fimm gangtegundir hestsins. Auk þess var hún að gera risa drykkjarhorn úr nautgripahorni. 13. maí 2022 19:30 Eftirmynd af auga Lindu Pé komið upp á vegg Efturlíking af auga Lindu Pétursdóttur, alheimsfegurðardrottingu er nú komið upp á vegg á safni í Flóanum en það var rennt og skorið út í tré. Listamaðurinn er mjög stoltur af auganu, svo ekki sé minnst á gesti safnsins, sem dást af verkinu og auga Lindu Pé. 6. júní 2022 20:31 Gestir fá gæsahúð þegar þeir sjá þetta listaverk Útskurðarverk af vanfærri konu, eftir listakonu í Flóahreppi, vekur slíka hrifningu að gestir fá gæsahúð og fölna upp. 24. mars 2015 20:47 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Fleiri fréttir Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Sjá meira
Búin að skera út allar gangtegundir íslenska hestsins Íslenskur hesturinn er í miklu metum og uppáhaldi hjá Sigríði Jónu Kristjánsdóttur, alltaf kölluð Sigga á Grund, útskurðarmeistara í Flóanum, enda var hún að ljúka við að skera út allar fimm gangtegundir hestsins. Auk þess var hún að gera risa drykkjarhorn úr nautgripahorni. 13. maí 2022 19:30
Eftirmynd af auga Lindu Pé komið upp á vegg Efturlíking af auga Lindu Pétursdóttur, alheimsfegurðardrottingu er nú komið upp á vegg á safni í Flóanum en það var rennt og skorið út í tré. Listamaðurinn er mjög stoltur af auganu, svo ekki sé minnst á gesti safnsins, sem dást af verkinu og auga Lindu Pé. 6. júní 2022 20:31
Gestir fá gæsahúð þegar þeir sjá þetta listaverk Útskurðarverk af vanfærri konu, eftir listakonu í Flóahreppi, vekur slíka hrifningu að gestir fá gæsahúð og fölna upp. 24. mars 2015 20:47