Börn leiki sér í læk með krabbameinsvaldandi efnum Bjarki Sigurðsson skrifar 12. maí 2023 20:01 Kópavogslækur rennur í Kópavogstjörn sem er rétt við voginn. Vísir/Einar Við mælingar í Kópavogslæk á árunum 2019 til 2020 mældust að minnsta kosti þrjú krabbameinsvaldandi efni yfir ársmeðaltali. Skýrsla um málið hefur ekki enn verið tekin fyrir hjá Umhverfisnefnd Kópavogsbæjar. Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í Kópavogslæk frá nóvember 2019 til nóvember 2020 mátti finna átján efni sem skilgreind eru sem hættuleg, þrávirk og valda alvarlegri mengun eða eitrun í vatni og umhverfi. Svokölluð forgangsefni. Magn sex þessara efna reyndist yfir ársmeðaltali. Þrjú þeirra eru krabbameinsvaldandi en eitt þeirra er skordýraeitur. Magn þessara sex efna mældist yfir ársmeðaltali.Vísir/Hjalti Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kópavogslækur er í deiglunni vegna skaðlegra efna í vatninu. Til að mynda varð lækurinn grænn árið 2019 vegna byggingaframkvæmda í nágrenninu. Kristín Sævarsdóttir, áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs, segir skýrsluna ekki hafa verið kynnta fyrir nefndinni þrátt fyrir að hún hafi ítrekað óskað eftir því. „Ég hef verið að biðja um að þessi skýrsla verði kynnt hjá okkur því ég frétti af henni fyrir tilviljun. Ég bað ekki um það nægilega formlega upphaflega, svo bað ég um það aftur og ég er búin að biðja um þetta þrisvar sinnum. Mér er tjáð að þetta verði skoðað þegar og ef ekkert annað er meira áríðandi og ræða. Þannig þau virðast ekki hafa mikinn áhuga,“ segir Kristín. Hún krefst þess að fólk verði látið vita af hættunni sem stafar af læknum. „Svo eru krakkar að sulla þarna og ég vil að Kópavogsbær auglýsi það að börn eigi ekki að sulla í læknum. Það er allt í lagi að leika sér í nágrenninu en ekki vera með fætur og hendur ofan í þessu ógeði,“ segir Kristín. Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Kópavogur Börn og uppeldi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira
Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í Kópavogslæk frá nóvember 2019 til nóvember 2020 mátti finna átján efni sem skilgreind eru sem hættuleg, þrávirk og valda alvarlegri mengun eða eitrun í vatni og umhverfi. Svokölluð forgangsefni. Magn sex þessara efna reyndist yfir ársmeðaltali. Þrjú þeirra eru krabbameinsvaldandi en eitt þeirra er skordýraeitur. Magn þessara sex efna mældist yfir ársmeðaltali.Vísir/Hjalti Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kópavogslækur er í deiglunni vegna skaðlegra efna í vatninu. Til að mynda varð lækurinn grænn árið 2019 vegna byggingaframkvæmda í nágrenninu. Kristín Sævarsdóttir, áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs, segir skýrsluna ekki hafa verið kynnta fyrir nefndinni þrátt fyrir að hún hafi ítrekað óskað eftir því. „Ég hef verið að biðja um að þessi skýrsla verði kynnt hjá okkur því ég frétti af henni fyrir tilviljun. Ég bað ekki um það nægilega formlega upphaflega, svo bað ég um það aftur og ég er búin að biðja um þetta þrisvar sinnum. Mér er tjáð að þetta verði skoðað þegar og ef ekkert annað er meira áríðandi og ræða. Þannig þau virðast ekki hafa mikinn áhuga,“ segir Kristín. Hún krefst þess að fólk verði látið vita af hættunni sem stafar af læknum. „Svo eru krakkar að sulla þarna og ég vil að Kópavogsbær auglýsi það að börn eigi ekki að sulla í læknum. Það er allt í lagi að leika sér í nágrenninu en ekki vera með fætur og hendur ofan í þessu ógeði,“ segir Kristín.
Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Kópavogur Börn og uppeldi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira