Forstjórinn sem ákveður fríin jafnvel deginum áður og kvöldmatinn hálftíma of seint Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. maí 2023 10:00 Anna Regína Björnsdóttir forstjóri Coca Cola á Íslandi, segir systur sína svo mikla uppsprettu hláturskasta að hún gæti skrifað um hana heila bók. Anna viðurkennir að heilinn vaknar ekki við vekjaraklukkuna á morgnana. Fyrst þarf hún kaffi. Í starfi er hún mjög skipulögð en spontant í einkalífinu. Vísir/Vilhelm Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir líkamann vakna við vekjaraklukkuna klukkan sjö, en heilabúið þegar fyrsti kaffibollinn er drukkinn. Anna segist svo heppin að eiga systur sem hún getur reglulega fengið tryllingsleg hlátursköst yfir. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Það er skilgreiningaratriði. Vekjaraklukkan er stillt klukkan sjö og þá byrjar vöknunarferlið, sem getur verið mislangt og miserfitt eftir dögum. Líkamlega er ég því vöknuð klukkan sjö en heilastarfsemin vaknar oft ekki fyrr en eftir fyrsta kaffibolla.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Fyrsta verk er alltaf að kveikja á kaffivélinni. Um leið og kaffið er komið í bollann fer ég og vek börnin mín. Stelpurnar mínar eru 11 og 14 ára og klára sína morgunrútínu að mestu sjálfar. Einkasonurinn sem er 7 ára ber þess hins vegar merki að vera yngstur og að vera aðeins of mikið dekraður af öðrum fjölskyldumeðlimum, það fer því oft smá tími í að trekkja hann í gang. Þegar börnin eru farin í skólann reyni ég oftast að eiga smá tíma með sjálfri mér áður en ég fer á skrifstofuna. Þá sest ég niður yfir kaffibolla númer tvö, renni í gegnum helstu netmiðla og skoða hvað er helst í fréttum. Því næst kíki ég á dagatalið, fer yfir þau verkefni sem bíða mín og skipulegg daginn. Á þessum tímapunkti er ég komin með nægan skammt af koffíni í kerfið til að hefja daginn og ég fer nánast alltaf út í daginn hress og kát með glasið hálf fullt, full af tilhlökkun að mæta í vinnuna. Ég er svo lánsöm að vinna með hópi af hrikalega skemmtilegu fólki og það er mikil blessun að vera alltaf spennt fyrir vinnudeginum.“ Lýstu því hvar og hvers vegna þú fékkst síðast alvarlegt hláturskast? Ég er svo heppin að eiga systur sem hefur í gegnum tíðina verið uppspretta óteljandi hláturskasta. Ég gæti skrifað heila bók um öll atvikin þar sem hún hefur gert eitthvað sem hefur orðið til þess að ég hafi grátið úr hlátri. Nýjasta dæmið var þegar við fórum saman í Vasaloppet í mars síðastliðum, en þá tókst systur minni að skíða alla 90 kílómetrana án þess að detta en taka samt upp á því á einni stoppistöðinni að klessa harkalega á ruslatunnu og fljúga á hausinn fyrir framan risastóran hóp af fólki sem var mætt að hvetja þátttakendur. Hún hélt á bláberjasúpu og endaði því liggjandi í súpulituðum snjó, fólkið í kring hélt að súpan væri blóð og fékk því svaka áfall. Blessunarlega var það bara egóið sem hlaut skaða af þessum árekstri en það vildi svo heppilega til að mágur minn náði þessu á myndband og ég hef því getað horft á þetta aftur og aftur og fengið tryllingslegt hláturskast í hvert skipti.“ Anna Regína segir Outlook hennar stoð og styttu í skipulaginu, ef verkefnin eru ekki þar gerast þau ekki! Hún skrifar líka verkefnalista en segir að jafn skipulögð og hún er í starfi, er hún svo spontant í einkalífinu að þar ákveður hún jafnvel sumarfríin og utanlandsferðir með dags fyrirvara, skellir sér í útivist með nokkra mínútna fyrirvara og ákveður oftast kvöldmatinn hálftíma eftir að hann á að vera kominn á borðið. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er nýtekin við sem forstjóri Coca-Cola á Íslandi og því er mitt helsta verkefni að komast inn í nýtt starf. Þó ég þekki fyrirtækið vel eftir að hafa unnið þar síðustu árin þá fylgja nýju hlutverki nýjar áskoranir og það tekur tíma að koma sér inn í öll þau ólíku verkefni sem eru í gangi um allt fyrirtækið. Þessa dagana fer umtalsverður tími í standsetningu nýrrar framleiðslulínu sem við erum að setja upp í verksmiðju Coca-Cola á Stuðlahálsi. Eins og í öllum stórum framkvæmdaverkefnum þá hafa komið upp ýmsir hnökrar en við sjáum nú loksins fyrir endann á því tímabili. Framleiðslulínan er af nýjustu gerð og gerir okkur kleift að framleiða drykki í plastflöskum með enn umhverfisvænni hætti en áður, við erum því yfirmáta ánægð að vera að klára þennan áfanga og geta boðið neytendum upp á umhverfisvænustu drykkjarumbúðir sem í boði eru í kolsýrðum drykkjum á Íslandi.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Helsta skipulagstólið mitt er Outlook og dagatalið þar er mín stoð og stytta. Ef það er ekki í Outlook er líklegt að það gerist ekki! Ég er líka mikil lista-manneskja og notast við Notes í símanum, minnisbók og post-it miða. Eins sendi ég sjálfri mér fjölmarga tölvupósta á hverjum degi því góðar hugmyndir koma á öllum tímum sólarhringsins og öruggasta leiðin til að gleyma þeim ekki er að koma þeim beint í inboxið í Outlook. Sem betur fer er iPhone ágætlega vatnsvarinn því bestu hugmyndirnar virðast of koma í sturtu. Eins á ég það til að rekast á tölvupóst frá sjálfri mér yfir morgunbollanum svo góðar hugmyndir kvikna líka á nóttinni. Eins og ég er nú skipulögð í vinnu þá virðist ég ekki alltaf hafa sama hæfileika þegar kemur að öðrum hliðum lífsins. Ég skipulegg sumarfríið oftast degi áður en það byrjar og tek spontant ákvarðanir um utanlandsferðir og útilegur. Ég geng mikið á fjöll með vinkonum mínum en oftast tökum við ákvörðun um stað og stund með nokkra mínútna fyrirvara. Kvöldmatinn skipulegg ég um það bil hálftíma eftir að hann hefði átt að vera kominn á borðið. Ég lifi því lífinu með ákveðinni blöndu af skipulagi og kaos – og það hentar mér fullkomlega.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er allur gangur á því. Ég er frekar kvöldsvæf og þó það sé erfitt að viðkenna það kemur æ oftar fyrir að ég eigi erfitt með að vaka þangað til öll börnin eru komin í rúmið. Oftast er ég komin upp í rúm fyrir ellefu en þá tekur oft við spjall við eiginmanninn. Eins les ég mikið og finnst voða gott að ná nokkrum blaðsíðum áður en ég loka augunum. Reyndar eru góðar bækur eiginlega það eina sem getur haldið mér vakandi fram yfir miðnætti, þegar ég kemst í góða bók breytist ég í B-týpu og get lesið fram á miðja nótt. Ég leyfi mér það þó sjaldnast á virkum dögum því mér finnst mikilvægt að fá góðan svefn til að geta tekist á við hverjar þær áskoranir sem næsti dagur ber í skauti sér.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Apple Notes perri sem spilar við kærustuna yfir morgunmatnum Egill Halldórsson, eigandi Wake Up Reykjavík, Górillu Vöruhúss og framkvæmdastjóri þess síðarnefnda, ætlar að gefa sér það að teljast yfir meðallagi fyndinn. Síðustu mánuði hafa hann og kærastan byrjað daginn á því að borða croissant saman og spila Backgammon áður en þau fara í vinnuna. 6. maí 2023 10:01 Samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni Matti Osvald markþjálfi og fyrirlesari segir skipulagið sitt ganga út á að halda ekki utan um verkefni í höfðinu, heldur tæma höfuðið og setja utanumhaldið frekar í kerfi sem hausinn treystir. Matti samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni en það er fyrst og fremst vegna þess að Grímur minnir hann svo á pabba sinn. 29. apríl 2023 10:00 „Að þurfa að harka fyrir sínu sem íþróttakona er orðið vel þreytt“ Kristín Sverrisdóttir verkstjóri í framleiðsludeild hjá Össur og ráðstefnustýra UAK (Ungra athafnakvenna) hefur frá Covid hafið daginn á hugmyndafræði sem hún lærði úr bókinni Miracle Morning. Kristín hefur líka vanið sig á að vera með slökkt á öppum í símanum sínum fyrir klukkan átta á morgnana. 22. apríl 2023 10:00 „Sítt að aftan“ tískan kom út eins og hann hefði sofið með rúllur Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie, er einn þeirra sem á það til að sofa fyrir framan sjónvarpið á kvöldin, áður en hann síðan fer inn að sofa um klukkan ellefu. Jón fer yfir dagskrá dagsins í baði á morgnana. 15. apríl 2023 10:01 Spilasjúkar mæðgur sem byrja daginn á spili og spjalli Það ber ekki öllum saman um það hvenær Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 vaknar á morgnana. Sjálf segist hún vakna klukkan sex en dæturnar eru því alls ekki sammála. Tótla segist hrærast í skipulögðu kaósi, með góða yfirsýn yfir skipulagið sem þó enginn annar gæti gengið inn í. 8. apríl 2023 10:02 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Það er skilgreiningaratriði. Vekjaraklukkan er stillt klukkan sjö og þá byrjar vöknunarferlið, sem getur verið mislangt og miserfitt eftir dögum. Líkamlega er ég því vöknuð klukkan sjö en heilastarfsemin vaknar oft ekki fyrr en eftir fyrsta kaffibolla.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Fyrsta verk er alltaf að kveikja á kaffivélinni. Um leið og kaffið er komið í bollann fer ég og vek börnin mín. Stelpurnar mínar eru 11 og 14 ára og klára sína morgunrútínu að mestu sjálfar. Einkasonurinn sem er 7 ára ber þess hins vegar merki að vera yngstur og að vera aðeins of mikið dekraður af öðrum fjölskyldumeðlimum, það fer því oft smá tími í að trekkja hann í gang. Þegar börnin eru farin í skólann reyni ég oftast að eiga smá tíma með sjálfri mér áður en ég fer á skrifstofuna. Þá sest ég niður yfir kaffibolla númer tvö, renni í gegnum helstu netmiðla og skoða hvað er helst í fréttum. Því næst kíki ég á dagatalið, fer yfir þau verkefni sem bíða mín og skipulegg daginn. Á þessum tímapunkti er ég komin með nægan skammt af koffíni í kerfið til að hefja daginn og ég fer nánast alltaf út í daginn hress og kát með glasið hálf fullt, full af tilhlökkun að mæta í vinnuna. Ég er svo lánsöm að vinna með hópi af hrikalega skemmtilegu fólki og það er mikil blessun að vera alltaf spennt fyrir vinnudeginum.“ Lýstu því hvar og hvers vegna þú fékkst síðast alvarlegt hláturskast? Ég er svo heppin að eiga systur sem hefur í gegnum tíðina verið uppspretta óteljandi hláturskasta. Ég gæti skrifað heila bók um öll atvikin þar sem hún hefur gert eitthvað sem hefur orðið til þess að ég hafi grátið úr hlátri. Nýjasta dæmið var þegar við fórum saman í Vasaloppet í mars síðastliðum, en þá tókst systur minni að skíða alla 90 kílómetrana án þess að detta en taka samt upp á því á einni stoppistöðinni að klessa harkalega á ruslatunnu og fljúga á hausinn fyrir framan risastóran hóp af fólki sem var mætt að hvetja þátttakendur. Hún hélt á bláberjasúpu og endaði því liggjandi í súpulituðum snjó, fólkið í kring hélt að súpan væri blóð og fékk því svaka áfall. Blessunarlega var það bara egóið sem hlaut skaða af þessum árekstri en það vildi svo heppilega til að mágur minn náði þessu á myndband og ég hef því getað horft á þetta aftur og aftur og fengið tryllingslegt hláturskast í hvert skipti.“ Anna Regína segir Outlook hennar stoð og styttu í skipulaginu, ef verkefnin eru ekki þar gerast þau ekki! Hún skrifar líka verkefnalista en segir að jafn skipulögð og hún er í starfi, er hún svo spontant í einkalífinu að þar ákveður hún jafnvel sumarfríin og utanlandsferðir með dags fyrirvara, skellir sér í útivist með nokkra mínútna fyrirvara og ákveður oftast kvöldmatinn hálftíma eftir að hann á að vera kominn á borðið. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er nýtekin við sem forstjóri Coca-Cola á Íslandi og því er mitt helsta verkefni að komast inn í nýtt starf. Þó ég þekki fyrirtækið vel eftir að hafa unnið þar síðustu árin þá fylgja nýju hlutverki nýjar áskoranir og það tekur tíma að koma sér inn í öll þau ólíku verkefni sem eru í gangi um allt fyrirtækið. Þessa dagana fer umtalsverður tími í standsetningu nýrrar framleiðslulínu sem við erum að setja upp í verksmiðju Coca-Cola á Stuðlahálsi. Eins og í öllum stórum framkvæmdaverkefnum þá hafa komið upp ýmsir hnökrar en við sjáum nú loksins fyrir endann á því tímabili. Framleiðslulínan er af nýjustu gerð og gerir okkur kleift að framleiða drykki í plastflöskum með enn umhverfisvænni hætti en áður, við erum því yfirmáta ánægð að vera að klára þennan áfanga og geta boðið neytendum upp á umhverfisvænustu drykkjarumbúðir sem í boði eru í kolsýrðum drykkjum á Íslandi.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Helsta skipulagstólið mitt er Outlook og dagatalið þar er mín stoð og stytta. Ef það er ekki í Outlook er líklegt að það gerist ekki! Ég er líka mikil lista-manneskja og notast við Notes í símanum, minnisbók og post-it miða. Eins sendi ég sjálfri mér fjölmarga tölvupósta á hverjum degi því góðar hugmyndir koma á öllum tímum sólarhringsins og öruggasta leiðin til að gleyma þeim ekki er að koma þeim beint í inboxið í Outlook. Sem betur fer er iPhone ágætlega vatnsvarinn því bestu hugmyndirnar virðast of koma í sturtu. Eins á ég það til að rekast á tölvupóst frá sjálfri mér yfir morgunbollanum svo góðar hugmyndir kvikna líka á nóttinni. Eins og ég er nú skipulögð í vinnu þá virðist ég ekki alltaf hafa sama hæfileika þegar kemur að öðrum hliðum lífsins. Ég skipulegg sumarfríið oftast degi áður en það byrjar og tek spontant ákvarðanir um utanlandsferðir og útilegur. Ég geng mikið á fjöll með vinkonum mínum en oftast tökum við ákvörðun um stað og stund með nokkra mínútna fyrirvara. Kvöldmatinn skipulegg ég um það bil hálftíma eftir að hann hefði átt að vera kominn á borðið. Ég lifi því lífinu með ákveðinni blöndu af skipulagi og kaos – og það hentar mér fullkomlega.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er allur gangur á því. Ég er frekar kvöldsvæf og þó það sé erfitt að viðkenna það kemur æ oftar fyrir að ég eigi erfitt með að vaka þangað til öll börnin eru komin í rúmið. Oftast er ég komin upp í rúm fyrir ellefu en þá tekur oft við spjall við eiginmanninn. Eins les ég mikið og finnst voða gott að ná nokkrum blaðsíðum áður en ég loka augunum. Reyndar eru góðar bækur eiginlega það eina sem getur haldið mér vakandi fram yfir miðnætti, þegar ég kemst í góða bók breytist ég í B-týpu og get lesið fram á miðja nótt. Ég leyfi mér það þó sjaldnast á virkum dögum því mér finnst mikilvægt að fá góðan svefn til að geta tekist á við hverjar þær áskoranir sem næsti dagur ber í skauti sér.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Apple Notes perri sem spilar við kærustuna yfir morgunmatnum Egill Halldórsson, eigandi Wake Up Reykjavík, Górillu Vöruhúss og framkvæmdastjóri þess síðarnefnda, ætlar að gefa sér það að teljast yfir meðallagi fyndinn. Síðustu mánuði hafa hann og kærastan byrjað daginn á því að borða croissant saman og spila Backgammon áður en þau fara í vinnuna. 6. maí 2023 10:01 Samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni Matti Osvald markþjálfi og fyrirlesari segir skipulagið sitt ganga út á að halda ekki utan um verkefni í höfðinu, heldur tæma höfuðið og setja utanumhaldið frekar í kerfi sem hausinn treystir. Matti samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni en það er fyrst og fremst vegna þess að Grímur minnir hann svo á pabba sinn. 29. apríl 2023 10:00 „Að þurfa að harka fyrir sínu sem íþróttakona er orðið vel þreytt“ Kristín Sverrisdóttir verkstjóri í framleiðsludeild hjá Össur og ráðstefnustýra UAK (Ungra athafnakvenna) hefur frá Covid hafið daginn á hugmyndafræði sem hún lærði úr bókinni Miracle Morning. Kristín hefur líka vanið sig á að vera með slökkt á öppum í símanum sínum fyrir klukkan átta á morgnana. 22. apríl 2023 10:00 „Sítt að aftan“ tískan kom út eins og hann hefði sofið með rúllur Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie, er einn þeirra sem á það til að sofa fyrir framan sjónvarpið á kvöldin, áður en hann síðan fer inn að sofa um klukkan ellefu. Jón fer yfir dagskrá dagsins í baði á morgnana. 15. apríl 2023 10:01 Spilasjúkar mæðgur sem byrja daginn á spili og spjalli Það ber ekki öllum saman um það hvenær Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 vaknar á morgnana. Sjálf segist hún vakna klukkan sex en dæturnar eru því alls ekki sammála. Tótla segist hrærast í skipulögðu kaósi, með góða yfirsýn yfir skipulagið sem þó enginn annar gæti gengið inn í. 8. apríl 2023 10:02 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Sjá meira
Apple Notes perri sem spilar við kærustuna yfir morgunmatnum Egill Halldórsson, eigandi Wake Up Reykjavík, Górillu Vöruhúss og framkvæmdastjóri þess síðarnefnda, ætlar að gefa sér það að teljast yfir meðallagi fyndinn. Síðustu mánuði hafa hann og kærastan byrjað daginn á því að borða croissant saman og spila Backgammon áður en þau fara í vinnuna. 6. maí 2023 10:01
Samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni Matti Osvald markþjálfi og fyrirlesari segir skipulagið sitt ganga út á að halda ekki utan um verkefni í höfðinu, heldur tæma höfuðið og setja utanumhaldið frekar í kerfi sem hausinn treystir. Matti samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni en það er fyrst og fremst vegna þess að Grímur minnir hann svo á pabba sinn. 29. apríl 2023 10:00
„Að þurfa að harka fyrir sínu sem íþróttakona er orðið vel þreytt“ Kristín Sverrisdóttir verkstjóri í framleiðsludeild hjá Össur og ráðstefnustýra UAK (Ungra athafnakvenna) hefur frá Covid hafið daginn á hugmyndafræði sem hún lærði úr bókinni Miracle Morning. Kristín hefur líka vanið sig á að vera með slökkt á öppum í símanum sínum fyrir klukkan átta á morgnana. 22. apríl 2023 10:00
„Sítt að aftan“ tískan kom út eins og hann hefði sofið með rúllur Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie, er einn þeirra sem á það til að sofa fyrir framan sjónvarpið á kvöldin, áður en hann síðan fer inn að sofa um klukkan ellefu. Jón fer yfir dagskrá dagsins í baði á morgnana. 15. apríl 2023 10:01
Spilasjúkar mæðgur sem byrja daginn á spili og spjalli Það ber ekki öllum saman um það hvenær Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 vaknar á morgnana. Sjálf segist hún vakna klukkan sex en dæturnar eru því alls ekki sammála. Tótla segist hrærast í skipulögðu kaósi, með góða yfirsýn yfir skipulagið sem þó enginn annar gæti gengið inn í. 8. apríl 2023 10:02