Leikurinn var hluti af 2. umferð deildarinnar þar sem Stjarnan hafði betur, 1-0. Dómari leiksins sá ekki atvikið á meðan leik stóð og því var ekkert dæmt. Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSí, sendi aga- og úrskurðarnefnd sambandsins hins vegar erindi vegna málsins.
Þar sem atvikið var hvorki tekið fyrir í skýrslu dómara né eftirlitsmanns var stuðst við myndbandsupptökur þegar dæmt var í málinu.
„“Í tilvitnuðu atviki sýnir leikmaður Stjörnunnar, Anna María Baldursdóttir, af sér óíþróttamannslega og hættulega hegðun er hún togar í hárið á Caeley Michael Lordemann leikmanni ÍBV,“ segir í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar.
„Hefur aga- og úrskurðarnefnd ákveðið, með vísan til ákvæða 5.2. og 5.3 í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, að úrskurða Önnu Maríu Baldursdóttur, leikmann Stjörnunnar, í tveggja leikja bann í Íslandsmóti vegna atviksins í framangreindum leik, samkvæmt 12. gr. sömu reglugerðar.“
Anna María missi því af næstu tveimur leikjum Stjörnunnar þegar liðið tekur á móti Íslandsmeisturum Vals næstkomandi þriðjudag og heimsækir nýliða Tindastóls viku síðar.