Björgvini Páli leiðist í sumarfríi: „Maður stoppar aldrei á þessum aldri“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2023 23:00 Björgvin Páll hefur verið lengi að. Vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, fór heldur fyrr í sumarfrí í ár en hann er vanur. Hann kveðst ekki njóta þess neitt sérstaklega. Valur vann alla titla sem í boði voru á síðustu leiktíð og gerðu flest ráð fyrir svipuðum árangri í ár. Valur fékk hins vegar sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þar sem það stóð sig afar vel og komst áfram í útsláttarkeppnina þar sem Göppingen reyndist of sterkt. Mikið álag fylgdi Evrópuverkefninu og þar af leiðandi töluverð meiðsli leikmanna. Þeir urðu deildarmeistarar þrátt fyrir að tapa síðustu fimm deildarleikjum sínum. Haukar slógu þá svo úr í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar og fóru Valsmenn því öllu fyrr í sumarfrí en þeir eru vanir. „Nei, satt besta að segja ekki. Það er smá pirringur og reiði í bland við að vera með fjölskyldunni og notið þess líka. Einhvern veginn byrjar bara næsta tímabil strax daginn eftir, erum byrjaðir að æfa aftur,“ sagði Björgvin Páll aðspurður hvort hann hefði notið frísins. „Ég persónulega er orðinn það gamall að ég tími ekki að taka langt frí. Tók 3-4 daga til þess aðeins að anda en kominn á fullt skrið aftur með ný markmið, sama hvort það tengist Val eða landsliðinu. Maður stoppar aldrei á þessum aldri, annars morknar maður niður og þá er þetta orðið erfitt,“ sagði hinn 37 ára gamli markvörður. „Klárlega langt sumarfrí, maður gerði það besta úr því. Þetta var langt tímabil, fjöldi leikja og álag. Tímabilið þar á undan sem við unnum alla titla sem við gátum unnið. Búið að vera skemmtilegt tímabil en kannski leiðinlegur endir á því.“ „Frábært að geta andað aðeins og safnað kröftum því þurfum að koma okkur í stand til að geta barist um titilinn á næsta ári,“ sagði Björgvin Páll að endingu. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Handbolti Valur Landslið karla í handbolta Olís-deild karla Tengdar fréttir „Spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi“ „Skemmtilegur riðill, alvöru þjóðir og þjóðir sem við þekkjum vel,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, eftir að dregið var í riðla á EM 2024 í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. 10. maí 2023 23:01 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Valur vann alla titla sem í boði voru á síðustu leiktíð og gerðu flest ráð fyrir svipuðum árangri í ár. Valur fékk hins vegar sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þar sem það stóð sig afar vel og komst áfram í útsláttarkeppnina þar sem Göppingen reyndist of sterkt. Mikið álag fylgdi Evrópuverkefninu og þar af leiðandi töluverð meiðsli leikmanna. Þeir urðu deildarmeistarar þrátt fyrir að tapa síðustu fimm deildarleikjum sínum. Haukar slógu þá svo úr í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar og fóru Valsmenn því öllu fyrr í sumarfrí en þeir eru vanir. „Nei, satt besta að segja ekki. Það er smá pirringur og reiði í bland við að vera með fjölskyldunni og notið þess líka. Einhvern veginn byrjar bara næsta tímabil strax daginn eftir, erum byrjaðir að æfa aftur,“ sagði Björgvin Páll aðspurður hvort hann hefði notið frísins. „Ég persónulega er orðinn það gamall að ég tími ekki að taka langt frí. Tók 3-4 daga til þess aðeins að anda en kominn á fullt skrið aftur með ný markmið, sama hvort það tengist Val eða landsliðinu. Maður stoppar aldrei á þessum aldri, annars morknar maður niður og þá er þetta orðið erfitt,“ sagði hinn 37 ára gamli markvörður. „Klárlega langt sumarfrí, maður gerði það besta úr því. Þetta var langt tímabil, fjöldi leikja og álag. Tímabilið þar á undan sem við unnum alla titla sem við gátum unnið. Búið að vera skemmtilegt tímabil en kannski leiðinlegur endir á því.“ „Frábært að geta andað aðeins og safnað kröftum því þurfum að koma okkur í stand til að geta barist um titilinn á næsta ári,“ sagði Björgvin Páll að endingu. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan.
Handbolti Valur Landslið karla í handbolta Olís-deild karla Tengdar fréttir „Spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi“ „Skemmtilegur riðill, alvöru þjóðir og þjóðir sem við þekkjum vel,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, eftir að dregið var í riðla á EM 2024 í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. 10. maí 2023 23:01 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
„Spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi“ „Skemmtilegur riðill, alvöru þjóðir og þjóðir sem við þekkjum vel,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, eftir að dregið var í riðla á EM 2024 í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. 10. maí 2023 23:01