Ömurlegir mánuðir fyrir íþróttaaðdáendur í Philadelphia Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2023 23:30 Íþróttalið Philadelphia-borgar hafa ekki átt sjö dagana sæla. Adam Glanzman/Getty Images Sértu frá Philadelphia í Bandaríkjunum og elskar íþróttir má reikna með að það sé heldur þungt yfir þér um þessar mundir. Það hefur bókstaflega ekkert gengið upp hjá íþróttaliðum borgarinnar undanfarna sex mánuði. Síðasti naglinn í kistuna var afhroð Philadelphia 76ers gegn Boston Celtics í oddaleik um sæti í úrslitum Austursins í NBA-deildinni í körfubolta. Ekki nóg með að 76ers hafi tapað heldur var liðinu einfaldlega pakkað saman. Joel Embiid, stórstjarna liðsins og verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar, ásakaði svo alla leikmenn liðsins – nema James Harden – um að vera einfaldlega ekki nægilega góðir. Téður Harden er svo að íhuga sín mál. Hann virðist alvarlega vera að skoða þann möguleika að ganga í raðir Houston Rockets á nýjan leik. Harden þekkir vel til í Houston þar sem hann lék með liðinu frá 2012 til 2021. Dökk ský eru yfir Philadelphia þessa dagana en fyrr á þessu ári tapaði Philadelphia Eagles í úrslitum NFL-deildarinnar fyrir Patrick Mahomes og félögum í Kansas City Chiefs. Ef það var ekki nóg þá komst Philadelphia Phillies alla leið í úrslit hafnaboltans en mátti þola 4-2 tap þar gegn Houston Astros. Ofan á það þá fór Philadelphia Union í úrslit MLS-deildarinnar í fótbolta. Þar beið Los Angeles FC og var staðan 3-3 að loknum venjulegum leiktíma. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni en þar hafði Los Angeles betur og tryggði sér sigur. Íþróttir geta verið harður húsbóndi og það vita íþróttaunnendur í Philadelphia betur en flestir eftir síðustu sex mánuði. Philly sports over the last six months: Lost MLS Cup to LAFC in PKs Lost World Series to Astros Lost Super Bowl to Chiefs Lost Game 7 ECS to CelticsHeartbreaking pic.twitter.com/j7x7kmWZIK— Bleacher Report (@BleacherReport) May 15, 2023 Körfubolti Fótbolti Hafnabolti Bandaríski fótboltinn NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Sjá meira
Síðasti naglinn í kistuna var afhroð Philadelphia 76ers gegn Boston Celtics í oddaleik um sæti í úrslitum Austursins í NBA-deildinni í körfubolta. Ekki nóg með að 76ers hafi tapað heldur var liðinu einfaldlega pakkað saman. Joel Embiid, stórstjarna liðsins og verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar, ásakaði svo alla leikmenn liðsins – nema James Harden – um að vera einfaldlega ekki nægilega góðir. Téður Harden er svo að íhuga sín mál. Hann virðist alvarlega vera að skoða þann möguleika að ganga í raðir Houston Rockets á nýjan leik. Harden þekkir vel til í Houston þar sem hann lék með liðinu frá 2012 til 2021. Dökk ský eru yfir Philadelphia þessa dagana en fyrr á þessu ári tapaði Philadelphia Eagles í úrslitum NFL-deildarinnar fyrir Patrick Mahomes og félögum í Kansas City Chiefs. Ef það var ekki nóg þá komst Philadelphia Phillies alla leið í úrslit hafnaboltans en mátti þola 4-2 tap þar gegn Houston Astros. Ofan á það þá fór Philadelphia Union í úrslit MLS-deildarinnar í fótbolta. Þar beið Los Angeles FC og var staðan 3-3 að loknum venjulegum leiktíma. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni en þar hafði Los Angeles betur og tryggði sér sigur. Íþróttir geta verið harður húsbóndi og það vita íþróttaunnendur í Philadelphia betur en flestir eftir síðustu sex mánuði. Philly sports over the last six months: Lost MLS Cup to LAFC in PKs Lost World Series to Astros Lost Super Bowl to Chiefs Lost Game 7 ECS to CelticsHeartbreaking pic.twitter.com/j7x7kmWZIK— Bleacher Report (@BleacherReport) May 15, 2023
Körfubolti Fótbolti Hafnabolti Bandaríski fótboltinn NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Sjá meira