Segir starfmenn hafa hindrað starf fjölmiðla fyrir misskilning Árni Sæberg skrifar 15. maí 2023 22:00 Jón Gunnarsson segir misskilning hafa valdið því að flóðljósum var beint í átt að fjölmiðlafólki. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir að líklegasta skýringin á því að starfsmenn Isavia á Keflavíkurflugvelli trufluðu starf fjölmiðla, þegar flóttafólk var flutt úr landi af lögreglu í nóvember síðastliðnum, sé að þeir hafi misskilið beiðni stoðdeildar ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um hindranir fjölmiðla á Keflavíkurflugvelli. „Af hverjum og á hvaða forsendum og grundvelli, þ.m.t. lagalegum heimildum, var ákvörðun tekin um að beina flóðljósum að fjölmiðlafólki sem hindraði störf þess aðfaranótt 3. nóvember 2022 á Keflavíkurflugvelli?“ spurði Andrés. Talsverða athygli vakti í nóvember síðastliðnum þegar starfsmenn Isavia beindu flóðljósum að fjölmiðlafólki á vegum Ríkisútvarpsins og komu þannig í veg fyrir að það næði að mynda það þegar stoðdeild lögreglu kom fimmtán hælisleitendum fyrir í flugvél, sem var á leið til Grikklands. Meðal þeirra sem gagnrýndu aðferðir starfsmannanna var Blaðamannafélag Íslands. Félagið krafði ríkislögreglustjóra og Isavia svara vegna málsins og sagði það fela í sér atlögu að störfum blaðamanna. Hörmuðu óskýr tilmæli Ríkislögreglustjóri og Isavia gáfu frá sér sameiginlega stutta yfirlýsingu í kjölfar málsins. Þar sagði að embættið og fyrirtækið hörmuðu það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli hafi ekki verið nógu skýr. Í yfirlýsingunni var ítrekað að lögregla hafi stjórn á framkvæmd slíkra aðgerða. Mikilvægt væri að gott og skýrt samstarf sé á milli lögreglu og starfsfólks á flugvellinum. Lögreglan hafi ekki skipað starfsmönnum að trufla fjölmiðla Í svari dómsmálaráðherra segir að ráðuneyti hans hafi rætt við embætti ríkislögreglustjóra um tildrög, undirbúning og framkvæmd aðgerða lögreglu hinn 3. nóvember 2022. Þar hafi sérstaklega verið fjallað um það þegar ljóskösturum bifreiða á vegum Isavia virtist hafa verið beint að fjölmiðlum sem staddir voru á svæðinu. „Í samtölum ráðuneytisins við embætti ríkislögreglustjóra kom fram að starfsmenn embættisins hefðu ekki beint þeim tilmælum til ISAVIA að viðhafa nokkuð sem gæti hindrað störf fjölmiðla. Lögð hefði verið áhersla á það að ekki ætti að gera athugasemdir við það að fjölmiðlar væru að taka myndir af aðgerðum stoðdeildar ríkislögreglustjóra,“ segir Jón. Könnuðu samskipti lögreglu og Isavia Jón segir að í kjölfar fréttaflutnings af atvikinu hafi embætti ríkislögreglustjóra kannað samskipti stoðdeildar embættisins og Isavia í aðdraganda og við framkvæmd aðgerðanna. Við þá könnun hafi ekkert komið í ljós sem benti til þess að embætti ríkislögreglustjóra hefði gefið fyrirmæli um að starfsmenn Isavia skyldu beina ljóskösturum eins og gert var eða að störf fjölmiðla skyldu hindruð með einhverjum öðrum hætti. „Samkvæmt niðurstöðu fundar ríkislögreglustjóra með fulltrúum ISAVIA, sem haldinn var 9. nóvember 2022, er líklegasta skýringin á atvikinu að misskilningur hafi orðið varðandi beiðni stoðdeildar um að fá að athafna sig í næði á haftasvæði flugvallarins, á þann hátt að í beiðninni hafi jafnframt falist fyrirmæli um að hefta ætti för fjölmiðla,“ segir Jón. Breyttu verklagi og funduðu með Blaðamannafélaginu Andrés Ingi spurði einnig hvort ráðuneytið hefði brugðist með einhverjum hætti við umræddu atviki. Ráðherra vísaði til framgreindra svara um samskipti við ríkislögreglustjóra og Isavia. Þá segir hann að ráðuneytið hafi verið upplýst um breytingar á verklagi, sem felast meðal annars í því að starfsmenn Isavia skuli aðeins viðhafa ráðstafanir sem hafi það að markmiði að tryggja flugvernd og allar aðrar aðgerðir þeirra skuli metnar í samráði við stoðdeild ríkislögreglustjóra. Þá hafi verið farið yfir verkferla á Keflavíkurflugvelli í málum sem þessum til að tryggja rétta framkvæmd. Einnig hafi embætti ríkislögreglustjóra átt opinn fund með Blaðamannafélagi Íslands hinn 10. nóvember 2022 þar sem samskipti lögreglu og fjölmiðla hefðu verið sérstaklega rædd. „Ráðuneytið telur að embætti ríkislögreglustjóra hafi brugðist við með fullnægjandi hætti með því að taka verklag aðgerða af þessu tagi til endurskoðunar og verður ekki annað ráðið en að þær breytingar sem gerðar hafa verið séu til þess fallnar að koma í veg fyrir að atvik sem þessi endurtaki sig,“ segir dómsmálaráðherra. Keflavíkurflugvöllur Lögreglan Flóttafólk á Íslandi Fjölmiðlar Hælisleitendur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um hindranir fjölmiðla á Keflavíkurflugvelli. „Af hverjum og á hvaða forsendum og grundvelli, þ.m.t. lagalegum heimildum, var ákvörðun tekin um að beina flóðljósum að fjölmiðlafólki sem hindraði störf þess aðfaranótt 3. nóvember 2022 á Keflavíkurflugvelli?“ spurði Andrés. Talsverða athygli vakti í nóvember síðastliðnum þegar starfsmenn Isavia beindu flóðljósum að fjölmiðlafólki á vegum Ríkisútvarpsins og komu þannig í veg fyrir að það næði að mynda það þegar stoðdeild lögreglu kom fimmtán hælisleitendum fyrir í flugvél, sem var á leið til Grikklands. Meðal þeirra sem gagnrýndu aðferðir starfsmannanna var Blaðamannafélag Íslands. Félagið krafði ríkislögreglustjóra og Isavia svara vegna málsins og sagði það fela í sér atlögu að störfum blaðamanna. Hörmuðu óskýr tilmæli Ríkislögreglustjóri og Isavia gáfu frá sér sameiginlega stutta yfirlýsingu í kjölfar málsins. Þar sagði að embættið og fyrirtækið hörmuðu það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli hafi ekki verið nógu skýr. Í yfirlýsingunni var ítrekað að lögregla hafi stjórn á framkvæmd slíkra aðgerða. Mikilvægt væri að gott og skýrt samstarf sé á milli lögreglu og starfsfólks á flugvellinum. Lögreglan hafi ekki skipað starfsmönnum að trufla fjölmiðla Í svari dómsmálaráðherra segir að ráðuneyti hans hafi rætt við embætti ríkislögreglustjóra um tildrög, undirbúning og framkvæmd aðgerða lögreglu hinn 3. nóvember 2022. Þar hafi sérstaklega verið fjallað um það þegar ljóskösturum bifreiða á vegum Isavia virtist hafa verið beint að fjölmiðlum sem staddir voru á svæðinu. „Í samtölum ráðuneytisins við embætti ríkislögreglustjóra kom fram að starfsmenn embættisins hefðu ekki beint þeim tilmælum til ISAVIA að viðhafa nokkuð sem gæti hindrað störf fjölmiðla. Lögð hefði verið áhersla á það að ekki ætti að gera athugasemdir við það að fjölmiðlar væru að taka myndir af aðgerðum stoðdeildar ríkislögreglustjóra,“ segir Jón. Könnuðu samskipti lögreglu og Isavia Jón segir að í kjölfar fréttaflutnings af atvikinu hafi embætti ríkislögreglustjóra kannað samskipti stoðdeildar embættisins og Isavia í aðdraganda og við framkvæmd aðgerðanna. Við þá könnun hafi ekkert komið í ljós sem benti til þess að embætti ríkislögreglustjóra hefði gefið fyrirmæli um að starfsmenn Isavia skyldu beina ljóskösturum eins og gert var eða að störf fjölmiðla skyldu hindruð með einhverjum öðrum hætti. „Samkvæmt niðurstöðu fundar ríkislögreglustjóra með fulltrúum ISAVIA, sem haldinn var 9. nóvember 2022, er líklegasta skýringin á atvikinu að misskilningur hafi orðið varðandi beiðni stoðdeildar um að fá að athafna sig í næði á haftasvæði flugvallarins, á þann hátt að í beiðninni hafi jafnframt falist fyrirmæli um að hefta ætti för fjölmiðla,“ segir Jón. Breyttu verklagi og funduðu með Blaðamannafélaginu Andrés Ingi spurði einnig hvort ráðuneytið hefði brugðist með einhverjum hætti við umræddu atviki. Ráðherra vísaði til framgreindra svara um samskipti við ríkislögreglustjóra og Isavia. Þá segir hann að ráðuneytið hafi verið upplýst um breytingar á verklagi, sem felast meðal annars í því að starfsmenn Isavia skuli aðeins viðhafa ráðstafanir sem hafi það að markmiði að tryggja flugvernd og allar aðrar aðgerðir þeirra skuli metnar í samráði við stoðdeild ríkislögreglustjóra. Þá hafi verið farið yfir verkferla á Keflavíkurflugvelli í málum sem þessum til að tryggja rétta framkvæmd. Einnig hafi embætti ríkislögreglustjóra átt opinn fund með Blaðamannafélagi Íslands hinn 10. nóvember 2022 þar sem samskipti lögreglu og fjölmiðla hefðu verið sérstaklega rædd. „Ráðuneytið telur að embætti ríkislögreglustjóra hafi brugðist við með fullnægjandi hætti með því að taka verklag aðgerða af þessu tagi til endurskoðunar og verður ekki annað ráðið en að þær breytingar sem gerðar hafa verið séu til þess fallnar að koma í veg fyrir að atvik sem þessi endurtaki sig,“ segir dómsmálaráðherra.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglan Flóttafólk á Íslandi Fjölmiðlar Hælisleitendur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira