„Skíthræddur fyrir hönd Stólanna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2023 09:00 Tindastólsmenn hafa unnið báða leiki sína á Hlíðarenda í þessu einvígi. Vísir/Bára Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds veltu fyrir sér framhaldinu eftir mikla dramatík fyrir framan troðfullt Síki á Króknum í gærkvöldi. Tindastóll klúðraði þar dauðafæri til að tryggja félaginu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið missti niður sautján stiga forystu á heimavelli á móti Val. Valur vann leikinn á endanum með þrettán stigum og tryggði sér oddaleik á Hlíðarenda. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds fékk sérfræðinga sína, þá Darra Frey Atlason og Kristinn Geir Friðriksson, til að spá fyrir um oddaleikinn strax eftir leikinn í gærkvöldi. „Hvað sjáið þið gerast í þessum oddaleik? Hvernig sjáið þið hann þróast,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson. „Þetta var langtímaspá,“ sagði Darri Freyr Atlason sem spáði fyrir leik Vals sigri í leiknum í gær en að Stólarnir myndi síðan verða Íslandsmeistarar á Hlíðarenda. „Þetta er náttúrulega Uppstigningardagur og það getur ýmislegt gerst þá,“ skaut Kristinn Geir Friðriksson inn í. „Pavel er andans maður líka og kallar fram einhverja æðri krafta. Ég held að þeir að nái að komast í gegnum þessa síðustu hindrun. Ég held að þeir horfi í spegilinn og hugsi: Það vantar eitthvað eitt púsl upp á. Ég held bara að þeir leysi þetta og finni út úr þessu,“ sagði Darri Freyr. „Ég held að þetta verði alveg eins leikur en að Stólarnir kreisti þetta út í oddaleik,“ sagði Darri. „Eftir þessa þrjá leikhluta hérna, annan, þriðja og fjórða. Þá er ég bara skíthræddur fyrir hönd Stólanna. Ég þori varla að spá þeim sigri,“ sagði Kristinn. „Út af því að mér fannst þetta svo ofboðslega lélegt þessar þrjátíu mínútur sem þeir spiluðu hérna. Liðið í svo miklum mínus og margir leikmenn úr takti. Ég þori ekki að spá þeim titlinum. Ég ætla að segja jafntefli,“ sagði Kristinn eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hvað sjá sérfræðingarnar gerast í oddaleiknum Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tindastóll Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Tindastóll klúðraði þar dauðafæri til að tryggja félaginu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið missti niður sautján stiga forystu á heimavelli á móti Val. Valur vann leikinn á endanum með þrettán stigum og tryggði sér oddaleik á Hlíðarenda. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds fékk sérfræðinga sína, þá Darra Frey Atlason og Kristinn Geir Friðriksson, til að spá fyrir um oddaleikinn strax eftir leikinn í gærkvöldi. „Hvað sjáið þið gerast í þessum oddaleik? Hvernig sjáið þið hann þróast,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson. „Þetta var langtímaspá,“ sagði Darri Freyr Atlason sem spáði fyrir leik Vals sigri í leiknum í gær en að Stólarnir myndi síðan verða Íslandsmeistarar á Hlíðarenda. „Þetta er náttúrulega Uppstigningardagur og það getur ýmislegt gerst þá,“ skaut Kristinn Geir Friðriksson inn í. „Pavel er andans maður líka og kallar fram einhverja æðri krafta. Ég held að þeir að nái að komast í gegnum þessa síðustu hindrun. Ég held að þeir horfi í spegilinn og hugsi: Það vantar eitthvað eitt púsl upp á. Ég held bara að þeir leysi þetta og finni út úr þessu,“ sagði Darri Freyr. „Ég held að þetta verði alveg eins leikur en að Stólarnir kreisti þetta út í oddaleik,“ sagði Darri. „Eftir þessa þrjá leikhluta hérna, annan, þriðja og fjórða. Þá er ég bara skíthræddur fyrir hönd Stólanna. Ég þori varla að spá þeim sigri,“ sagði Kristinn. „Út af því að mér fannst þetta svo ofboðslega lélegt þessar þrjátíu mínútur sem þeir spiluðu hérna. Liðið í svo miklum mínus og margir leikmenn úr takti. Ég þori ekki að spá þeim titlinum. Ég ætla að segja jafntefli,“ sagði Kristinn eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hvað sjá sérfræðingarnar gerast í oddaleiknum
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tindastóll Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira