Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir Stöðvar 2 með Tuma. Tumi. Kvöldfréttir. Kolbeinn Tumi Daðason.

Gríðarlegur viðbúnaður hefur verið í miðborg Reykjavíkur og raunar á höfuðborgarsvæðinu öllu vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu. Þá var óvissustigi almannavarna lýst yfir síðdegis vegna fjölda netárása á opinberar stofnanir hér á landi.

Við förum yfir málið í kvöldfréttum á Stöð 2, heyrum frá þjóðarleiðtogum sem sækja fundinn og frá gestum og gangandi. Þá spjöllum við í yfirlögregluþjóni aljóðasviðs ríkislögreglustjóra um framkvæmdina og tilstangið í beinni og verðum jafnframt í beinni frá Hörpu. 

Á sama tíma og fundurinn hófst í Hörpu komu hundruð saman á Arnarhóli til að mótmæla hvalveiðum við Íslandsstrendur. Mótmælendur segja ólíðandi að hvalveiðar verði látnar viðgangast og stöðva verði þær strax. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×