„Kannski var þetta klúður hjá mér að fara ekki í sjö á sex“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 16. maí 2023 20:26 Sigurður Bragason á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Diego ÍBV er lent 2-0 undir í einvígi sínu gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Liðið tapaði í kvöld með þremur mörkum í leik sem náði aldrei að verða verulega spennandi. Lokatölur 25-22. „Ég var bara stoltur af stelpunum. Mér fannst þetta vera allt annar leikur, við allavegana þó getum kennt aðeins færanýtingu og svoleiðis um núna. Síðast var þetta bara lélegt,“ sagði hnarreistur Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, að leik loknum. „Þær börðust allan tímann og við reyndum að koma okkur aftur inn í þetta en svipað og í síðasta leik þá var bara munurinn í hálfleik þannig að þetta var rosalega erfitt. Ef þetta hefði verið þrjú mörk eða tvö þá hefði þetta verið betra. Við hendum þessu frá okkur í lélegum kafla seinna korterið í fyrri hálfleik.“ Leikurinn breytist eftir u.þ.b. tíu mínútna leik þegar Valur tók leikhlé einu marki undir en eftir leikhléið komust heimakonur í góða forystu. „Við byrjuðum fínt og þær ná bara að leysa okkur. Ég þarf bara aðeins að skoða það hvað veldur því að þær taka eitt leikhlé og leikurinn okkar pompar niður. En eins og ég segi þá er ég ánægðari með þetta, við byggjum á þessu í Eyjum á laugardaginn,“ sagði Sigurður. ÍBV fékk þó tækifæri að gera alvöru spennu undir lokin en allt kom fyrir ekki. „Við fengum tækifæri á hraðaupphlaupi og svona. Ég hugsa að Gústi [Ágúst Þór Jóhannsson] hafi aldrei verið neitt stressaður, en ef við hefðum náð þessu einu sinni niður í tvö þá hefði þetta verið annað og við vorum svo sem að höggva í þær og spila frábæra vörn. Elín Rósa reyndist okkur bara helvíti erfið, hún var eina sem náði að leysa okkur, fannst mér. Svona fór þetta og það er einn séns en og við verðum að nota hann.“ Aðspurður af hverju ÍBV hafi ekki reynt að spila sjö á sex í seinni hálfleik hafði Sigurður þetta að segja. „Þá fæ ég bara mark í bakið. Ef þú ætlar í sjö á sex þá verðurðu að geta keyrt ógeðslega hratt út af. Við vorum að saxa á þær, ég var alveg farinn að hugsa það. Marta [markvörður ÍBV] er engin Usain Bolt sko, það er Ásta Björt ekki heldur þannig að ég verð líka aðeins að skoða, maður verður að vera með leikmenn til þess. En ég var alveg að hugsa það. Kannski var þetta klúður hjá mér að fara ekki í sjö á sex,“ sagði Sigurður. Þriðji leikur í rimmu Vals og ÍBV fer fram á laugardaginn þar sem allt verður undir. „Ef við spilum ekki betri sóknarleik þá lendirðu bara undir en við verðum bara að snúa bökum saman og það er enn þá séns. Við munum gera allt til þess að ná því, við verðum ready,“ sagði Sigurður Bragason að lokum. Olís-deild kvenna Valur ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍBV 25-22 | Valskonur einum sigri frá titlinum Valur er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn. Varð það ljóst eftir þriggja marka sigur Vals á ÍBV að Hlíðarenda í kvöld, 25-22. 16. maí 2023 21:08 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Sjá meira
„Ég var bara stoltur af stelpunum. Mér fannst þetta vera allt annar leikur, við allavegana þó getum kennt aðeins færanýtingu og svoleiðis um núna. Síðast var þetta bara lélegt,“ sagði hnarreistur Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, að leik loknum. „Þær börðust allan tímann og við reyndum að koma okkur aftur inn í þetta en svipað og í síðasta leik þá var bara munurinn í hálfleik þannig að þetta var rosalega erfitt. Ef þetta hefði verið þrjú mörk eða tvö þá hefði þetta verið betra. Við hendum þessu frá okkur í lélegum kafla seinna korterið í fyrri hálfleik.“ Leikurinn breytist eftir u.þ.b. tíu mínútna leik þegar Valur tók leikhlé einu marki undir en eftir leikhléið komust heimakonur í góða forystu. „Við byrjuðum fínt og þær ná bara að leysa okkur. Ég þarf bara aðeins að skoða það hvað veldur því að þær taka eitt leikhlé og leikurinn okkar pompar niður. En eins og ég segi þá er ég ánægðari með þetta, við byggjum á þessu í Eyjum á laugardaginn,“ sagði Sigurður. ÍBV fékk þó tækifæri að gera alvöru spennu undir lokin en allt kom fyrir ekki. „Við fengum tækifæri á hraðaupphlaupi og svona. Ég hugsa að Gústi [Ágúst Þór Jóhannsson] hafi aldrei verið neitt stressaður, en ef við hefðum náð þessu einu sinni niður í tvö þá hefði þetta verið annað og við vorum svo sem að höggva í þær og spila frábæra vörn. Elín Rósa reyndist okkur bara helvíti erfið, hún var eina sem náði að leysa okkur, fannst mér. Svona fór þetta og það er einn séns en og við verðum að nota hann.“ Aðspurður af hverju ÍBV hafi ekki reynt að spila sjö á sex í seinni hálfleik hafði Sigurður þetta að segja. „Þá fæ ég bara mark í bakið. Ef þú ætlar í sjö á sex þá verðurðu að geta keyrt ógeðslega hratt út af. Við vorum að saxa á þær, ég var alveg farinn að hugsa það. Marta [markvörður ÍBV] er engin Usain Bolt sko, það er Ásta Björt ekki heldur þannig að ég verð líka aðeins að skoða, maður verður að vera með leikmenn til þess. En ég var alveg að hugsa það. Kannski var þetta klúður hjá mér að fara ekki í sjö á sex,“ sagði Sigurður. Þriðji leikur í rimmu Vals og ÍBV fer fram á laugardaginn þar sem allt verður undir. „Ef við spilum ekki betri sóknarleik þá lendirðu bara undir en við verðum bara að snúa bökum saman og það er enn þá séns. Við munum gera allt til þess að ná því, við verðum ready,“ sagði Sigurður Bragason að lokum.
Olís-deild kvenna Valur ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍBV 25-22 | Valskonur einum sigri frá titlinum Valur er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn. Varð það ljóst eftir þriggja marka sigur Vals á ÍBV að Hlíðarenda í kvöld, 25-22. 16. maí 2023 21:08 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Sjá meira
Leik lokið: Valur - ÍBV 25-22 | Valskonur einum sigri frá titlinum Valur er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn. Varð það ljóst eftir þriggja marka sigur Vals á ÍBV að Hlíðarenda í kvöld, 25-22. 16. maí 2023 21:08