Hrósar borgarbúum í hástert eftir fyrsta dag fundar Oddur Ævar Gunnarsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 16. maí 2023 22:51 Nærri allir lögreglumenn landsins koma að viðburðinum. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra segir leiðtogafund Evrópuráðsins í Hörpu langstærsta viðburðinn sem íslensk lögregluyfirvöld hafa skipulagt. Hann segir að um hundrað sérfræðingar séu hér frá lögregluyfirvöldum á norðurlöndum í tengslum við fundinn og segir fyrsta dag fundarins hafa gengið vel. Hann hrósar borgarbúum í hástert fyrir að hafa farið eftir reglum. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, ræddi fyrsta dag leiðtogafundar Evrópuráðsins, sem fram fór í Hörpu í dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að lögregla muni ekki gefa upp hve mikill mannskapur sé til taks á svæðinu vegna fundarins, það verði gefið upp að fundi loknum. „En það er nokkuð ljóst að þetta er langstærsti viðburður sem íslensk lögregluyfirvöld hafa komið að. Okkur til aðstoðar eru hér lögreglumenn frá nær öllum norðurlöndunum og öll norðurlöndin hafa unnið með okkur að undirbúningnum og við höfum fengið þeirra aðstoð,“ segir Karl Steinar. „Ég get reyndar staðfest það að eru rétt tæplega hundrað sérfræðingar frá norðurlöndunum, lögreglumenn og sérfræðingar sem verða hér með okkur næstu daga þar til þetta er búið.“ Lítilsháttar smáatriði komið upp á Karl Steinar segir daginn hafa gengið einstaklega vel hjá lögreglunni. Hann kveðst stoltur af hópnum sem komið hafi að skipulagningu viðburðarins. „Það er ekkert stórvægilegt sem hefur gerst, þetta hefur eiginlega bara gengið alveg snuðrulaust fyrir sig,“ segir Karl Steinar sem segir engar handtökur hafa farið fram vegna fundarins. „Við höfum verið að fylgjast með drónaumferð og það eru svona einhver tilvik en var nú eiginlega meira um það síðustu daga og þetta hafa meira verið smáatriði, fólk hefur ekki alveg verið að átta sig á regluverkinu sem er í gangi.“ Býst við töfum á morgun „Ég vil líka nota tækifærið og hrósa borgarbúum, fyrir það hvað þau hafa verið tillitssöm og hlýtt tilmælum okkar og leiðbeiningum. Fólk hefur greinilega virt þau og við erum afar þakklát fyrir það,“ segir Karl Steinar. Hann segir að á morgun megi einnig búast við umferðartöfum vegna fundarins, einkum frá hádegi og fram eftir degi en auk þess að morgni. „En þetta er ekki langur tími sem er eftir, þannig að vonandi gengur áfram vel á morgun eins og verið hefur í dag.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, ræddi fyrsta dag leiðtogafundar Evrópuráðsins, sem fram fór í Hörpu í dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að lögregla muni ekki gefa upp hve mikill mannskapur sé til taks á svæðinu vegna fundarins, það verði gefið upp að fundi loknum. „En það er nokkuð ljóst að þetta er langstærsti viðburður sem íslensk lögregluyfirvöld hafa komið að. Okkur til aðstoðar eru hér lögreglumenn frá nær öllum norðurlöndunum og öll norðurlöndin hafa unnið með okkur að undirbúningnum og við höfum fengið þeirra aðstoð,“ segir Karl Steinar. „Ég get reyndar staðfest það að eru rétt tæplega hundrað sérfræðingar frá norðurlöndunum, lögreglumenn og sérfræðingar sem verða hér með okkur næstu daga þar til þetta er búið.“ Lítilsháttar smáatriði komið upp á Karl Steinar segir daginn hafa gengið einstaklega vel hjá lögreglunni. Hann kveðst stoltur af hópnum sem komið hafi að skipulagningu viðburðarins. „Það er ekkert stórvægilegt sem hefur gerst, þetta hefur eiginlega bara gengið alveg snuðrulaust fyrir sig,“ segir Karl Steinar sem segir engar handtökur hafa farið fram vegna fundarins. „Við höfum verið að fylgjast með drónaumferð og það eru svona einhver tilvik en var nú eiginlega meira um það síðustu daga og þetta hafa meira verið smáatriði, fólk hefur ekki alveg verið að átta sig á regluverkinu sem er í gangi.“ Býst við töfum á morgun „Ég vil líka nota tækifærið og hrósa borgarbúum, fyrir það hvað þau hafa verið tillitssöm og hlýtt tilmælum okkar og leiðbeiningum. Fólk hefur greinilega virt þau og við erum afar þakklát fyrir það,“ segir Karl Steinar. Hann segir að á morgun megi einnig búast við umferðartöfum vegna fundarins, einkum frá hádegi og fram eftir degi en auk þess að morgni. „En þetta er ekki langur tími sem er eftir, þannig að vonandi gengur áfram vel á morgun eins og verið hefur í dag.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira