Man City í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sannfærandi sigur á Evrópumeisturunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2023 20:50 Þessi hægra megin skoraði tvívegis í kvöld. Jan Kruger/Getty Images Manchester City er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan 4-0 sigur á Real Madríd, ríkjandi Evrópumeisturum. Staðan í einvíginu var 1-1 eftir fyrri leik liðanna en heimamenn sýndu allar sínar bestu hliðar á meðan gestirnir áttu sér ekki viðreisnar von. Lærisveinar Pep Guardiola byrjuðu leik kvöldsins af fítonskrafti og var einfaldlega aldrei spurning hvort liðið kæmist áfram. Leikmenn Real áttu ekki roð í heimamenn og náðu varla að tengja saman sendingu. Fá lið ef einhver lið eru betri en Real í að höndla pressu. Framan af fyrri hálfleik virtist þetta sem væri einn af þeim leikjum þar sem Real lendir undir mikilli pressu en stendur uppi sem sigurvegari. Erling Braut Håland fékk gott færi á 13. mínútu þegar hann skallaði á markið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá vinstri. Thibaut Courtois varði hins vegar meistaralega í markinu. Belginn átti svo enn betri markvörslu sjö mínútum síðar þegar Håland stangaði boltann af öllu afli í gagnstæða átt miðað við hvaðan hann kom en aftur varði Courtois á einhvern ótrúlegan hátt í markinu. Appreciation post for *that* Courtois save #UCL pic.twitter.com/5abJDEaSiB— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 17, 2023 Aðeins tveimur mínútum síðar brutu heimamenn hins vegar ísinn. Eftir frábært spil komst Bernardo Silva í gott skotfæri og lúðraði boltanum upp í nær af stuttu færi. Courtiois tók sénsinn að Portúgalinn myndi reyna að smyrja boltann í fjær en hefði aldrei átt möguleika í skotið sama hvað. HIM. #UCL pic.twitter.com/xUBJhdat8h— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 17, 2023 Heimamenn héldu áfram að þjarma að Real en þegar hálftími var liðinn kom örlítill kafli þar sem það virtist sem gestirnir væru með lífsmarki. Toni Kroos átit þá þrumuskot í þverslána en strax í næstu sókn Man City var staðan orðin 2-0. Aftur var vörn gestanna spiluð sundur og saman. İlkay Gündoğan átti skot sem fór af varnarmanni og þaðan fyrir markið þar sem Silva kom á ferðinni og skallaði boltann í netið. Eftir þetta róaðist leikurinn aðeins og staðan 2-0 í hálfleik. Manchester City toyed with Real Madrid in the first half.Istanbul is just 45 minutes away for Pep Guardiola's side...#MCFC | #RMCF | #MCIRMA | #UCL https://t.co/8sn1TYM0Rs pic.twitter.com/AcEX7GBNis— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 17, 2023 Síðari hálfleikur byrjaði ekki af sama krafti og sá fyrri, ljóst að heimamenn vildu halda fengnum hlut. Þegar fimm mínútur voru liðnar þurfti Ederson loks að taka á honum stóra sínum í marki heimaliðsins. Hann varði þá aukaspyrnu David Alaba. Spyrnan var góð og þurfti Ederson að hafa sig allan við að verja boltann yfir markið. Eftir það gerðist bókstaflega ekkert í tæpar 20 mínútur eða þangað til Courtois varði enn og aftur frá Håland. Norðmaðurinn var vægast sagt ósáttur en hann er ekki vanur að fá svo mörg færi og skila engu þeirra í netið. Á 72. mínútu kom svo náðarhöggið. Kevin De Bruyne tók aukaspyrnu frá vinstri og skrúfaði boltann inn að marki. Fyrirgjöfin strauk höfuðið á Manuel Akanji áður en hún fór í Éder Militão, miðvörð Real, og í netið. Courtios var þegar farinn af stað í hitt hornið sem boltinn hefði endað í hefði ekki verið fyrir Militão. 86. LET'S GO! 3-0 #ManCity pic.twitter.com/29cD7YWu0e— Manchester City (@ManCity) May 17, 2023 Staðan orðin 3-0 og sigur heimamanna endanlega í höfn. Eftir það gerðu bæði lið fjölda skiptinga og Karim Benzema gerði sig líklegan til að skora sárabótarmark undir lok leiks en Ederson varði í tvígang vel í markinu. Það sem Håland tókst ekki tókst Argentínumanninum Julián Álvarez á þeim örfáu mínútum sem hann spilaði. Phil Foden, annar varamaður, renndi boltanum þá inn fyrir vörn gestanna og Álvarez renndi boltanum snyrtilega í netið framhjá Courtois. 89' Julián Álvarez subs on90+1' Julián Álvarez makes it 4-0 pic.twitter.com/SuzSbkyq3H— B/R Football (@brfootball) May 17, 2023 Lokatölur 4-0 Manchester City í vil og Evrópumeistarar Real Madríd því úr leik. Man City mætir Inter í úrslitum Meistaradeildarinnar þann 10. júní í Istanbúl í Tyrklandi. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Manchester City er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan 4-0 sigur á Real Madríd, ríkjandi Evrópumeisturum. Staðan í einvíginu var 1-1 eftir fyrri leik liðanna en heimamenn sýndu allar sínar bestu hliðar á meðan gestirnir áttu sér ekki viðreisnar von. Lærisveinar Pep Guardiola byrjuðu leik kvöldsins af fítonskrafti og var einfaldlega aldrei spurning hvort liðið kæmist áfram. Leikmenn Real áttu ekki roð í heimamenn og náðu varla að tengja saman sendingu. Fá lið ef einhver lið eru betri en Real í að höndla pressu. Framan af fyrri hálfleik virtist þetta sem væri einn af þeim leikjum þar sem Real lendir undir mikilli pressu en stendur uppi sem sigurvegari. Erling Braut Håland fékk gott færi á 13. mínútu þegar hann skallaði á markið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá vinstri. Thibaut Courtois varði hins vegar meistaralega í markinu. Belginn átti svo enn betri markvörslu sjö mínútum síðar þegar Håland stangaði boltann af öllu afli í gagnstæða átt miðað við hvaðan hann kom en aftur varði Courtois á einhvern ótrúlegan hátt í markinu. Appreciation post for *that* Courtois save #UCL pic.twitter.com/5abJDEaSiB— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 17, 2023 Aðeins tveimur mínútum síðar brutu heimamenn hins vegar ísinn. Eftir frábært spil komst Bernardo Silva í gott skotfæri og lúðraði boltanum upp í nær af stuttu færi. Courtiois tók sénsinn að Portúgalinn myndi reyna að smyrja boltann í fjær en hefði aldrei átt möguleika í skotið sama hvað. HIM. #UCL pic.twitter.com/xUBJhdat8h— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 17, 2023 Heimamenn héldu áfram að þjarma að Real en þegar hálftími var liðinn kom örlítill kafli þar sem það virtist sem gestirnir væru með lífsmarki. Toni Kroos átit þá þrumuskot í þverslána en strax í næstu sókn Man City var staðan orðin 2-0. Aftur var vörn gestanna spiluð sundur og saman. İlkay Gündoğan átti skot sem fór af varnarmanni og þaðan fyrir markið þar sem Silva kom á ferðinni og skallaði boltann í netið. Eftir þetta róaðist leikurinn aðeins og staðan 2-0 í hálfleik. Manchester City toyed with Real Madrid in the first half.Istanbul is just 45 minutes away for Pep Guardiola's side...#MCFC | #RMCF | #MCIRMA | #UCL https://t.co/8sn1TYM0Rs pic.twitter.com/AcEX7GBNis— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 17, 2023 Síðari hálfleikur byrjaði ekki af sama krafti og sá fyrri, ljóst að heimamenn vildu halda fengnum hlut. Þegar fimm mínútur voru liðnar þurfti Ederson loks að taka á honum stóra sínum í marki heimaliðsins. Hann varði þá aukaspyrnu David Alaba. Spyrnan var góð og þurfti Ederson að hafa sig allan við að verja boltann yfir markið. Eftir það gerðist bókstaflega ekkert í tæpar 20 mínútur eða þangað til Courtois varði enn og aftur frá Håland. Norðmaðurinn var vægast sagt ósáttur en hann er ekki vanur að fá svo mörg færi og skila engu þeirra í netið. Á 72. mínútu kom svo náðarhöggið. Kevin De Bruyne tók aukaspyrnu frá vinstri og skrúfaði boltann inn að marki. Fyrirgjöfin strauk höfuðið á Manuel Akanji áður en hún fór í Éder Militão, miðvörð Real, og í netið. Courtios var þegar farinn af stað í hitt hornið sem boltinn hefði endað í hefði ekki verið fyrir Militão. 86. LET'S GO! 3-0 #ManCity pic.twitter.com/29cD7YWu0e— Manchester City (@ManCity) May 17, 2023 Staðan orðin 3-0 og sigur heimamanna endanlega í höfn. Eftir það gerðu bæði lið fjölda skiptinga og Karim Benzema gerði sig líklegan til að skora sárabótarmark undir lok leiks en Ederson varði í tvígang vel í markinu. Það sem Håland tókst ekki tókst Argentínumanninum Julián Álvarez á þeim örfáu mínútum sem hann spilaði. Phil Foden, annar varamaður, renndi boltanum þá inn fyrir vörn gestanna og Álvarez renndi boltanum snyrtilega í netið framhjá Courtois. 89' Julián Álvarez subs on90+1' Julián Álvarez makes it 4-0 pic.twitter.com/SuzSbkyq3H— B/R Football (@brfootball) May 17, 2023 Lokatölur 4-0 Manchester City í vil og Evrópumeistarar Real Madríd því úr leik. Man City mætir Inter í úrslitum Meistaradeildarinnar þann 10. júní í Istanbúl í Tyrklandi. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti