Ís í brauðformi búinn að rjúfa þúsund króna múrinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. júní 2023 20:00 Að velja dýfu eða lakkrískurl þegar keyptur er ís í brauðformi getur haft sitt að segja um verðið. Vísir/Vilhelm Stór ís í brauðformi með súkkulaðidýfu og lakkrískurli hefur rofið þúsund króna múrinn víða í ísbúðum á höfuðborgarsvæðinu á meðan stór bragðarefur kostar sum staðar meira en tvö þúsund krónur. Vísir gerði óformlega verðkönnun meðal nokkurra ísbúða en þar er skammt stórra högga á milli, ísinn hefur hækkað í verði eins og flestar vörur landsins. Vísir mætti í sex búðir og gerði þar óformlega og óvísindalega verðkönnun. Tilefnið er óðaverðbólga og háir vextir sem hafa skilað sér í verðhækkunum á svo gott sem öllum vörum og allri þjónustu í landinu. Ísrúntur landsmanna verður hins vegar farinn óháð slíku efnahagsástandi og því er um að ræða nauðsynlega þjónustu við lesendur á víðsjárverðum tímum. Um er að ræða ísbúð Vesturbæjar, Huppu ísbúð, Ísbúðina Fákafeni, Brynju, Ísbúðina í Háleiti Bínóís og Aktu Taktu. Vísir mætti á staðinn og smellti af myndum. Ekki er tekið tillit til mismunandi stærðar íss í ísbúðunum en forsvarsmenn sumra búða bentu á að um væri að ræða mismunandi magn af ís sem í boði sé á milli þeirra óháð því hvort gefinn sé upp lítill, miðstærð eða stór. Þá er að sjálfsögðu vert að nefna að sumar búðirnar eru hluti af keðju en aðrar standa stakar. Vísir mætti í sex búðir á höfuðborgarsvæðinu sem selja ís og kannaði verðið. Vísir/Vilhelm/Samsett Að dýfa eða ekki dýfa Þrátt fyrir að bragðarefur hafi fyrir löngu rutt sér til rúms sem ein vinsælasta vara ísbúða eru enn gríðarlega margir sem kaupa sér gamla góða ísinn í brauðformi. Þá skiptir máli hvort dýfa sé tekin með auk kurls eða nammi. Sé sem dæmi keyptur lítill ís í brauði án dýfu eða kurls er hægt að fá hann á 439 krónur í Aktu taktu en þar virðist einungis vera í boði að velja barnastærð eða stóran ís. Huppa býður lítinn ís á 490 án dýfu eða kurls, Vesturbæjarís á 550 krónur en sá ís er að sögn þeirra stærri en aðrir litlir ísar. Brynja býður lítinn ís í brauðformi án dýfu og kurls á sama verði og Vesturbæjarís eða á 550 krónur. Ísbúðin í Fákafeni býður slíkan ís á 580 krónur og Bínóis, ísbúðin í Háaleiti býður hann á 600 krónur. Þúsund króna múrinn er hins vegar fyrst rofinn þegar viðskiptavinir fara að biðja um stóran ís í brauðformi með súkkulaðidýfu og lakkrískurli. Þannig kostar stór ís með súkkulaðidýfu og lakkrískurli 1200 krónur í Ísbúðinni Háaleiti Bínóís en þar að finna hæsta verðið í þessari óformlegu könnun. Ísbúðin Fákafeni býður upp á slíkan stóran ís með dýfu og lakkrískurli á 1040 krónur, Vesturbæjarís á 1030 krónur, Huppa á 900 krónur og Brynja 900 krónur. Aktu taktu býður svo stóran ís með dýfu á 579 krónur en hefur ekki svarað fyrirspurnum Vísis um kostnað á kurli. Refurinn rauf tvö þúsund króna múrinn Líklega er engin vara keypt eins oft í ísbúðum og gamli góði bragðarefurinn, sem stundum gengur undir nafninu þeytingur. Þar er klassísk regla að þrjár nammitegundir og/eða ávextir, dýfur og annað slíkt fylgja hverjum og einum. Vegna þess hversu hlaðinn bragðarefurinn er góssi er þar gjarnan um að ræða dýrustu vöru hverrar ísbúðar eða annarra söluaðila sem selja ís. Kannast flestir við það að lítill bragðarefur er ekki endilega lítill og stór bragðarefur er oft á tíðum miklu stærri en það. Stór bragðarefur sleikir víðast hvar tvö þúsund króna múrinn og í einu tilviki, hjá ísbúð Vesturbæjar er sá múr rofinn. Þar kostar stærsti bragðarefurinn 2250 en forsvarsmenn ísbúðarinnar fullyrða hér líkt og áður að þar sé á ferðinni meira magn en í öðrum ísbúðum. Í ísbúðinni Háaleiti Bínóís kostar stór bragðarefur 1700 krónur en verslunin býður jafnframt upp á risastóran bragðaref á 1900. Ísbúðin Fákafeni býður stóran bragðaref á 1880 krónur. Brynja er með slíkan á 1850 en býður líter af bragðaref á 2450 krónur. Þá er Huppa með stóran bragðaref á 1850 krónur. Aktu taktu býður ekki upp á bragðaref en þar er boðið upp á svokallaðan Snúning í einni stærð á 1299 krónur þar sem í boði eru þrjár nammitegundir. Yfirlit yfir verðtöflur búðanna: Ísbúð Vesturbæjar.Vísir/Vilhelm Ísbúðin Fákafeni.Vísir/Vilhelm Brynja ísbúð.Vísir/Vilhelm Aktu Taktu.Vísir/Vilhelm Huppu ísbúð.Vísir/Vilhelm Ísbúðin Háaleiti Bínóís.Vísir/Vilhelm Ís Neytendur Verðlag Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Vísir mætti í sex búðir og gerði þar óformlega og óvísindalega verðkönnun. Tilefnið er óðaverðbólga og háir vextir sem hafa skilað sér í verðhækkunum á svo gott sem öllum vörum og allri þjónustu í landinu. Ísrúntur landsmanna verður hins vegar farinn óháð slíku efnahagsástandi og því er um að ræða nauðsynlega þjónustu við lesendur á víðsjárverðum tímum. Um er að ræða ísbúð Vesturbæjar, Huppu ísbúð, Ísbúðina Fákafeni, Brynju, Ísbúðina í Háleiti Bínóís og Aktu Taktu. Vísir mætti á staðinn og smellti af myndum. Ekki er tekið tillit til mismunandi stærðar íss í ísbúðunum en forsvarsmenn sumra búða bentu á að um væri að ræða mismunandi magn af ís sem í boði sé á milli þeirra óháð því hvort gefinn sé upp lítill, miðstærð eða stór. Þá er að sjálfsögðu vert að nefna að sumar búðirnar eru hluti af keðju en aðrar standa stakar. Vísir mætti í sex búðir á höfuðborgarsvæðinu sem selja ís og kannaði verðið. Vísir/Vilhelm/Samsett Að dýfa eða ekki dýfa Þrátt fyrir að bragðarefur hafi fyrir löngu rutt sér til rúms sem ein vinsælasta vara ísbúða eru enn gríðarlega margir sem kaupa sér gamla góða ísinn í brauðformi. Þá skiptir máli hvort dýfa sé tekin með auk kurls eða nammi. Sé sem dæmi keyptur lítill ís í brauði án dýfu eða kurls er hægt að fá hann á 439 krónur í Aktu taktu en þar virðist einungis vera í boði að velja barnastærð eða stóran ís. Huppa býður lítinn ís á 490 án dýfu eða kurls, Vesturbæjarís á 550 krónur en sá ís er að sögn þeirra stærri en aðrir litlir ísar. Brynja býður lítinn ís í brauðformi án dýfu og kurls á sama verði og Vesturbæjarís eða á 550 krónur. Ísbúðin í Fákafeni býður slíkan ís á 580 krónur og Bínóis, ísbúðin í Háaleiti býður hann á 600 krónur. Þúsund króna múrinn er hins vegar fyrst rofinn þegar viðskiptavinir fara að biðja um stóran ís í brauðformi með súkkulaðidýfu og lakkrískurli. Þannig kostar stór ís með súkkulaðidýfu og lakkrískurli 1200 krónur í Ísbúðinni Háaleiti Bínóís en þar að finna hæsta verðið í þessari óformlegu könnun. Ísbúðin Fákafeni býður upp á slíkan stóran ís með dýfu og lakkrískurli á 1040 krónur, Vesturbæjarís á 1030 krónur, Huppa á 900 krónur og Brynja 900 krónur. Aktu taktu býður svo stóran ís með dýfu á 579 krónur en hefur ekki svarað fyrirspurnum Vísis um kostnað á kurli. Refurinn rauf tvö þúsund króna múrinn Líklega er engin vara keypt eins oft í ísbúðum og gamli góði bragðarefurinn, sem stundum gengur undir nafninu þeytingur. Þar er klassísk regla að þrjár nammitegundir og/eða ávextir, dýfur og annað slíkt fylgja hverjum og einum. Vegna þess hversu hlaðinn bragðarefurinn er góssi er þar gjarnan um að ræða dýrustu vöru hverrar ísbúðar eða annarra söluaðila sem selja ís. Kannast flestir við það að lítill bragðarefur er ekki endilega lítill og stór bragðarefur er oft á tíðum miklu stærri en það. Stór bragðarefur sleikir víðast hvar tvö þúsund króna múrinn og í einu tilviki, hjá ísbúð Vesturbæjar er sá múr rofinn. Þar kostar stærsti bragðarefurinn 2250 en forsvarsmenn ísbúðarinnar fullyrða hér líkt og áður að þar sé á ferðinni meira magn en í öðrum ísbúðum. Í ísbúðinni Háaleiti Bínóís kostar stór bragðarefur 1700 krónur en verslunin býður jafnframt upp á risastóran bragðaref á 1900. Ísbúðin Fákafeni býður stóran bragðaref á 1880 krónur. Brynja er með slíkan á 1850 en býður líter af bragðaref á 2450 krónur. Þá er Huppa með stóran bragðaref á 1850 krónur. Aktu taktu býður ekki upp á bragðaref en þar er boðið upp á svokallaðan Snúning í einni stærð á 1299 krónur þar sem í boði eru þrjár nammitegundir. Yfirlit yfir verðtöflur búðanna: Ísbúð Vesturbæjar.Vísir/Vilhelm Ísbúðin Fákafeni.Vísir/Vilhelm Brynja ísbúð.Vísir/Vilhelm Aktu Taktu.Vísir/Vilhelm Huppu ísbúð.Vísir/Vilhelm Ísbúðin Háaleiti Bínóís.Vísir/Vilhelm
Ís Neytendur Verðlag Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira