Starfsfólkið himinlifandi með breytinguna Máni Snær Þorláksson skrifar 17. maí 2023 19:13 Leifur og Tommi, eigendur GG sport, telja að styttri opnunartími sé skref í rétta átt. Aðsend Eigendur útivistarverslunarinnar GG sport hafa ákveðið að stytta opnunartíma sinn og loka verslunum sínum klukkan 17. Fylgja þeir þar með fordæmi fleiri verslunareigenda sem hafa tekið svipuð skref. Annar eigendanna segir starfsfólk verslunarinnar vera himinlifandi með breytinguna. „Í rauninni erum við fyrst og fremst að gera þetta fyrir starfsfólkið okkar, númer eitt, tvö og þrjú. Ég held að það sé bara hluti af því að eiga flott fyrirtæki að það sé líka flott fyrirtæki til að starfa í. Maður verður að eiga framtíð líka þar sem maður er að vinna,“ segir Leifur Dam Leifsson, annar eigenda GG sport, í samtali við fréttastofu. Leifur og Tómas Jón Sigmundsson, hinn eigandi GG sport, greindu frá því á Facebook-síðu verslunarinnar í gær að frá og með næstu mánaðarmótum myndi verslunin loka klukkan 17 í stað 18 eins og áður. Umræðan um styttri opnunartíma verslana hafi ýtt þeim í að breyta opnunartímanum hjá sér. Leifur segir opnunartíma leikskóla, styttingu vinnuvikunnar og síðast en ekki síst samverustundir starfsfólks með fjölskyldunni hafa vegið gríðarlega þungt í þessari ákvörðun. „Ég held að með þessu skrefi séum við frekar að leiðrétta heldur en hitt. Ég held að með sérverslanir eins og okkar, það sé bara barns síns tíma að vera með opið fram eftir öllu og allir séu komnir heim klukkan hálf sjö. Það skapar óþarfa álag fyrir þá sem eru að vinna á þessum tíma.“ Þá hvetur Leifur fleiri sérverslanir til að fylgja fordæminu: „Við verðum náttúrulega bara að hugsa um okkur en ég trúi því að aðrar verslanir muni skoða þetta mjög alvarlega. Vonandi verður þetta til þess að fleiri sigli með í kjölfarið. Ég svo sannarlega skora á sérverslanir, og sérstaklega útivistarbúðir í sama geira og við, að skoða þessi mál alvarlega.“ Leifur Dam Leifsson, annar eigenda GG sport, skorar á fleiri sérverslanir að fylgja fordæmi þeirra.Vísir/Vilhelm Starfsfólkið ánægt og meiri stöðugleiki Einhverjir eigendur gætu haft áhyggjur af áhrifum sem styttri opnunartími geti haft á hagnað verslunarinnar en Leifur er ekki hræddur við slíkt. Þeir eigi stöndugt og gott fyrirtæki sem rekið er með góðum hagnaði á hverju ári. „Ég tel svo að fjárfesting í fólkinu okkar vegur virkilega þungt og ef við værum að hugsa svoleiðis að við séum að tapa einhverri veltu þá held ég að við séum að kasta krónunni fyrir aurinn, ekki spurning.“ Þá telur hann að þessi breyting eigi eftir að skapa miklu meiri stöðugleika fyrir verslunina. „Ef þú einbeitir þér að því að búa til flott fyrirtæki sem þú ert stoltur af þá hefur alltaf hitt komið af sjálfu sér og það mun svo sannarlega gera það.“ Er starfsfólk verslunarinnar ánægt með þessa breytingu? „Já veistu það, starfsfólkið er himinlifandi. Við sendum þeim tilkynningu og það var bara knús og kossar þegar við mættum í vinnuna á mánudaginn. Svo auglýstum við þetta í gær og ég er algjörlega orðlaus yfir viðbrögðunum. Ég get ekki séð annað en að fólk sé ánægt með þetta, ég finn bara fyrir meðbyr og ég er alveg sannfærður um að þetta sé skref í rétta átt.“ Verslun Vinnumarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Forstjóri S4S segir að breyta þurfi opnunartímum verslana Forstjóri S4S segir að kominn sé tími til að breyta opnunartíma verslana. Erfitt sé að halda fólki í verslunarstörfum og taka þurfi mið af styttingu vinnuvikunnar í verslunum. Ný kynslóð lifi ekki til að vinna heldur öfugt. 11. maí 2023 15:14 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
„Í rauninni erum við fyrst og fremst að gera þetta fyrir starfsfólkið okkar, númer eitt, tvö og þrjú. Ég held að það sé bara hluti af því að eiga flott fyrirtæki að það sé líka flott fyrirtæki til að starfa í. Maður verður að eiga framtíð líka þar sem maður er að vinna,“ segir Leifur Dam Leifsson, annar eigenda GG sport, í samtali við fréttastofu. Leifur og Tómas Jón Sigmundsson, hinn eigandi GG sport, greindu frá því á Facebook-síðu verslunarinnar í gær að frá og með næstu mánaðarmótum myndi verslunin loka klukkan 17 í stað 18 eins og áður. Umræðan um styttri opnunartíma verslana hafi ýtt þeim í að breyta opnunartímanum hjá sér. Leifur segir opnunartíma leikskóla, styttingu vinnuvikunnar og síðast en ekki síst samverustundir starfsfólks með fjölskyldunni hafa vegið gríðarlega þungt í þessari ákvörðun. „Ég held að með þessu skrefi séum við frekar að leiðrétta heldur en hitt. Ég held að með sérverslanir eins og okkar, það sé bara barns síns tíma að vera með opið fram eftir öllu og allir séu komnir heim klukkan hálf sjö. Það skapar óþarfa álag fyrir þá sem eru að vinna á þessum tíma.“ Þá hvetur Leifur fleiri sérverslanir til að fylgja fordæminu: „Við verðum náttúrulega bara að hugsa um okkur en ég trúi því að aðrar verslanir muni skoða þetta mjög alvarlega. Vonandi verður þetta til þess að fleiri sigli með í kjölfarið. Ég svo sannarlega skora á sérverslanir, og sérstaklega útivistarbúðir í sama geira og við, að skoða þessi mál alvarlega.“ Leifur Dam Leifsson, annar eigenda GG sport, skorar á fleiri sérverslanir að fylgja fordæmi þeirra.Vísir/Vilhelm Starfsfólkið ánægt og meiri stöðugleiki Einhverjir eigendur gætu haft áhyggjur af áhrifum sem styttri opnunartími geti haft á hagnað verslunarinnar en Leifur er ekki hræddur við slíkt. Þeir eigi stöndugt og gott fyrirtæki sem rekið er með góðum hagnaði á hverju ári. „Ég tel svo að fjárfesting í fólkinu okkar vegur virkilega þungt og ef við værum að hugsa svoleiðis að við séum að tapa einhverri veltu þá held ég að við séum að kasta krónunni fyrir aurinn, ekki spurning.“ Þá telur hann að þessi breyting eigi eftir að skapa miklu meiri stöðugleika fyrir verslunina. „Ef þú einbeitir þér að því að búa til flott fyrirtæki sem þú ert stoltur af þá hefur alltaf hitt komið af sjálfu sér og það mun svo sannarlega gera það.“ Er starfsfólk verslunarinnar ánægt með þessa breytingu? „Já veistu það, starfsfólkið er himinlifandi. Við sendum þeim tilkynningu og það var bara knús og kossar þegar við mættum í vinnuna á mánudaginn. Svo auglýstum við þetta í gær og ég er algjörlega orðlaus yfir viðbrögðunum. Ég get ekki séð annað en að fólk sé ánægt með þetta, ég finn bara fyrir meðbyr og ég er alveg sannfærður um að þetta sé skref í rétta átt.“
Verslun Vinnumarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Forstjóri S4S segir að breyta þurfi opnunartímum verslana Forstjóri S4S segir að kominn sé tími til að breyta opnunartíma verslana. Erfitt sé að halda fólki í verslunarstörfum og taka þurfi mið af styttingu vinnuvikunnar í verslunum. Ný kynslóð lifi ekki til að vinna heldur öfugt. 11. maí 2023 15:14 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Forstjóri S4S segir að breyta þurfi opnunartímum verslana Forstjóri S4S segir að kominn sé tími til að breyta opnunartíma verslana. Erfitt sé að halda fólki í verslunarstörfum og taka þurfi mið af styttingu vinnuvikunnar í verslunum. Ný kynslóð lifi ekki til að vinna heldur öfugt. 11. maí 2023 15:14