Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Við ræðum fundinn, áhrif hans og mikilvægi, í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá kíkjum við til meginlands Evrópu en hamfaraflóð herja nú á Ítalíu. Nokkrir hafa farist og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. 

Þá verður rætt við lögfræðing Náttúruverndarsamtaka Íslands sem hyggjast kæra veitingu hvalveiðileyfis Hvals hf. til eftirlitsstofnunar EFTA. Lögfræðingurinn segir leyfisveitinguna stangast á við Evrópureglur. 

Við verðum svo í beinni frá Hlíðarenda þar sem Valur og Tindastóll mætast í oddaleik í körfubolta karla í kvöld. Spennan fyrir leiknum hefur verið áþreifanleg undanfarna daga. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á Stöð 2 klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×