Handbolti

Góður leikur Elliða Snæs í sigri Gummersbach

Smári Jökull Jónsson skrifar
Línumaðurinn Elliði Snær skoraði aðeins frá miðju í kvöld.
Línumaðurinn Elliði Snær skoraði aðeins frá miðju í kvöld. Vísir/Vilhelm

Gummersbach vann góðan sigur á Bergischer þegar liðin mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Þá unnu lærisveinar Rúnar Sigtryggssonar sömuleiðis sigur.

Fyrir leikinn í dag voru Gummersbach og Bergischer jöfn að stigum í 8. og 9. sæti deildarinnar og því var búist við fjörugum leik. Heimamenn í Gummerbach voru með yfirhöndina lengst af og leiddu 20-15 í hálfleik.

Þeir héldu forystunni lengi vel en undir lokin náði lið Bergischer að minnka muninn í eitt mark. Nær komust þeir ekki og Elliði Snær gulltryggði sigur Gummersbach þegar hann kom liðinu í 35-32 þegar tæplega ein og hálf mínúta var eftir. Hann bætti síðan við einu marki í viðbót skömmu síðar en það var sjötta mark Elliða Snæs í leiknum sem nýtti öll sín skot af línunni.

Lokatölur í leiknum 37-34 og Gummersbach tókst því að komast upp fyrir Bergischer í 8. sæti deildarinnar en liðin voru eins og áður sagði jöfn að stigum fyrir leikinn. Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark í leiknum í dag, það var síðasta mark leiksins sem kom úr víti eftir að leiktíminn var runninn út.

Lærisveinar Rúnars Sigtryggssonar í Leipzig unnu öruggan sigur á Wetzlar á heimavelli sínum í dag. Leipzig hafði yfirhöndina allan leikinn og vann að lokum 38-29 sigur. Viggó Kristjánsson lék ekki með Leipzig í dag en hann er frá vegna meiðsla.

Leipzig er í tólfta sæti deildarinnar eftir sigurinn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×