Þetta eru niðurstöður nýjasta Þjóðarpúls Gallup.
Það þarf varla að koma á óvart að yngra fólk er almennt hlynntara því að lækka kosningaaldurinn en eldra fólk; 36 prósent yngri en 30 ára eru fylgjandi breytingunni en aðeins 8 prósent 60 ára og eldri.
Munurinn er einnig nokkuð mikill milli kjósenda stjórmálaflokkanna en á sama tíma og 34 prósent kjósenda Viðreisnar vilja lækka kosningaaldurinn segjast aðeins 6 prósent kjósenda Miðflokksins vera á sömu skoðun.
Fyrir utan Miðflokkinn er stuðningur við lækkun kosningaaldursins minnstur meðal kjósenda stjórnarflokkanna þriggja; Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, eða 11, 10 og 8 prósent.
Þegar horft er til búsetu er 21 prósent höfuðborgarbúa hlynntur lækkun en aðeins 13 prósent íbúa á landsbyggðinni.
Könnunin var gerð meðal 1þ697 einstaklinga í Viðhorfahóp Gallup en þátttaka var 49,7 prósent.
