Gelkúlur úr leikfangabyssum valda usla á leikskólalóðum Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. maí 2023 20:01 Eyrún Stefánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á Heilsuleikskólanum Kór hefur eytt síðustu dögum í hreinsunarstarf. Arnar Gelkúlur úr leikfangabyssum eru farnar að valda usla á leikskólalóðum landsins. Kennarar biðla til foreldra barna og unglinga að halda byssunum frá leikskólalóðum enda komist kúlurnar auðveldlega í litla munna, nef og eyru. Aðkoma starfsfólks á heilsuleikskólanum Kór var miður skemmtileg í síðustu viku. Fjölmargar litlar gelkúlur úr leikfangabyssum lágu á víð og dreif um leikskólalóðina, einkum þar sem yngstu börnin leika sér. Eyrún Stefánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri segir aðkomuna ekki hafa verið fagra og að mikill tími hafi farið í hreinsunarstarf. Ónothæft útisvæði „Við höfum ekki getað notað útisvæðið fyrir yngri börnin enn þá. Við höfum leyft eldri krökkunum í þessari viku. En þessi lóð var alveg ónothæf í þrjá daga,“ segir Eyrún. Kúlurnar stækki í vatni og ef börn kyngi þeim geti það verið stórhættulegt. Kúlurnar líti út eins og gúmmíkúlur sem geti auðveldlega villst í litla munna. Að sögn Eyrúnar komu starfsmenn frá Kópavogsbæ til að aðstoða við hreinsun, þeir hafi slegið grasið sem virkaði ekki sem skyldi. Þau hafi ekki enn fundið leið til að hreinsa kúlurnar upp. Kúlurnar hafa valdið nokkrum usla, meðal annars í Facebook-hópum.Grafík/Sara Kúlurnar eyðist upp Eyrún segir starfsmenn leikskólans skoða leikskólalóðina á hverjum morgni. „Við höfum fundið leifar af flugeldum, nikótínpúða og allskonar. Þannig það er ekki gott að fá svona aukið álag að þurfa týna þetta upp líka,“ segir hún og vísar í gelkúlurnar. Söluaðili fullyrðir á heimasíðu sinni að kúlurnar séu vistvænar og að þær eyðist upp á aðeins níutíu mínútum eftir að þeim hafi verið hleypt af. Í auglýsingu með skotkúlunum segir að þær eyðist upp á níutíu mínútum.Grafík/Sara Heillegar kúlur Kúlurnar á leikskólalóðinni eru þó margar mjög heillegar eftir nokkurra daga útiveru þrátt fyrir ýmsar tilraunir til hreinsunar með aðstoð Kópavogsbæjar. Heilsuleikskólinn Kór er ekki eini leikskólinn sem hefur þurft að þrífa upp gelkúlur á lóð sinni. Starfsmenn leikskólans Kiðagils á Akureyri vörðu morgninum í hreinsunarstarf á sinni lóð vegna sambærilegrar atlögu. Gelkúlurnar líta svona út eftir rúma viku úti. Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Umhverfismál Slysavarnir Tengdar fréttir Gelkúlubyssur valda usla í grunnskólum Auknar vinsældir rafknúinna leikfangabyssa eru skólastjórnendum áhyggjuefni en nokkrir nemendur hafa skotið á samnemendur í skólanum. Fagstjóri á skóla-og frístundasviði segir þetta lið í ofbeldismenningu, það færist í aukana að nemendur mæti vopnaðir hnífum í skólann. 4. maí 2023 19:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira
Aðkoma starfsfólks á heilsuleikskólanum Kór var miður skemmtileg í síðustu viku. Fjölmargar litlar gelkúlur úr leikfangabyssum lágu á víð og dreif um leikskólalóðina, einkum þar sem yngstu börnin leika sér. Eyrún Stefánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri segir aðkomuna ekki hafa verið fagra og að mikill tími hafi farið í hreinsunarstarf. Ónothæft útisvæði „Við höfum ekki getað notað útisvæðið fyrir yngri börnin enn þá. Við höfum leyft eldri krökkunum í þessari viku. En þessi lóð var alveg ónothæf í þrjá daga,“ segir Eyrún. Kúlurnar stækki í vatni og ef börn kyngi þeim geti það verið stórhættulegt. Kúlurnar líti út eins og gúmmíkúlur sem geti auðveldlega villst í litla munna. Að sögn Eyrúnar komu starfsmenn frá Kópavogsbæ til að aðstoða við hreinsun, þeir hafi slegið grasið sem virkaði ekki sem skyldi. Þau hafi ekki enn fundið leið til að hreinsa kúlurnar upp. Kúlurnar hafa valdið nokkrum usla, meðal annars í Facebook-hópum.Grafík/Sara Kúlurnar eyðist upp Eyrún segir starfsmenn leikskólans skoða leikskólalóðina á hverjum morgni. „Við höfum fundið leifar af flugeldum, nikótínpúða og allskonar. Þannig það er ekki gott að fá svona aukið álag að þurfa týna þetta upp líka,“ segir hún og vísar í gelkúlurnar. Söluaðili fullyrðir á heimasíðu sinni að kúlurnar séu vistvænar og að þær eyðist upp á aðeins níutíu mínútum eftir að þeim hafi verið hleypt af. Í auglýsingu með skotkúlunum segir að þær eyðist upp á níutíu mínútum.Grafík/Sara Heillegar kúlur Kúlurnar á leikskólalóðinni eru þó margar mjög heillegar eftir nokkurra daga útiveru þrátt fyrir ýmsar tilraunir til hreinsunar með aðstoð Kópavogsbæjar. Heilsuleikskólinn Kór er ekki eini leikskólinn sem hefur þurft að þrífa upp gelkúlur á lóð sinni. Starfsmenn leikskólans Kiðagils á Akureyri vörðu morgninum í hreinsunarstarf á sinni lóð vegna sambærilegrar atlögu. Gelkúlurnar líta svona út eftir rúma viku úti.
Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Umhverfismál Slysavarnir Tengdar fréttir Gelkúlubyssur valda usla í grunnskólum Auknar vinsældir rafknúinna leikfangabyssa eru skólastjórnendum áhyggjuefni en nokkrir nemendur hafa skotið á samnemendur í skólanum. Fagstjóri á skóla-og frístundasviði segir þetta lið í ofbeldismenningu, það færist í aukana að nemendur mæti vopnaðir hnífum í skólann. 4. maí 2023 19:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira
Gelkúlubyssur valda usla í grunnskólum Auknar vinsældir rafknúinna leikfangabyssa eru skólastjórnendum áhyggjuefni en nokkrir nemendur hafa skotið á samnemendur í skólanum. Fagstjóri á skóla-og frístundasviði segir þetta lið í ofbeldismenningu, það færist í aukana að nemendur mæti vopnaðir hnífum í skólann. 4. maí 2023 19:34