Þrír efstir og jafnir eftir tvo daga á PGA Meistaramótinu Smári Jökull Jónsson skrifar 20. maí 2023 10:01 Viktor Hovland er einn þriggja kylfinga í efsta sæti á PGA meistaramótinu sem fram fer í Rochester í New York. Vísir/Getty Þrír kylfingar eru efstir og jafnir á PGA meistaramótinu í golfi að loknum tveimur dögum. Jon Rahm, Justin Thomas og Jordan Spieth rétt sluppu við niðurskurðinn. Þeir Scottie Scheffler, Viktor Hovland og Corey Conners eru þrír efstir og jafnir á fimm höggum undir pari eftir tvo daga á PGA meistaramótinu í golfi sem fram fer á Oak Hill vellinum í Rochester. Scheffler lék á tveimur höggum undir pari í gær líkt og Conners en Hovland lék á þremur undir. Bruce Koepka lék best allra í gær á fjórum höggum undir pari og er ásamt Callum Tarren í sjötta sæti mótsins. Þar á milli eru Bandaríkjamennirnir Justin Suh og Bryan DeChambeau á þremur undir pari. Suh. Dude knows how to putt. #PGAChamp pic.twitter.com/ZCS9VmjZqp— PGA Championship (@PGAChampionship) May 19, 2023 Rory McIlroy er ekki langt undan en hann lék á einu undir í gær og er á pari samtals. Nokkur stór nöfn voru nálægt því að missa af niðurskurðinum en Jon Rahm var fyrir neðan niðurskurðarlínuna þegar hann átti sex holur eftir en náði þá þremur fuglum í röð og bjargaði sér. Justin Thomas, sem á titil að verja á mótinu, fór síðustu holuna á einu yfir pari en rétt slapp við niðurskurð líkt og Jordan Spieth sem bjargaði pari úr glompu á síðustu holunni. Rahm, Thomas og Spieth eru allir á fimm höggum yfir pari. Every major champion crowned at Oak Hill was among the Top-3 on the leaderboard at the end of Round 2.Will the streak continue?#PGAChamp pic.twitter.com/wXgKp0d8H2— PGA Championship (@PGAChampionship) May 20, 2023 Á meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurðinum voru Si Woo-Kim, Alex Norén og Matt Kuchar. Mótið heldur áfram í dag en bein útsending frá því hefst á Stöð 2 Sport 4 klukkan 17:00. PGA-meistaramótið Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Þeir Scottie Scheffler, Viktor Hovland og Corey Conners eru þrír efstir og jafnir á fimm höggum undir pari eftir tvo daga á PGA meistaramótinu í golfi sem fram fer á Oak Hill vellinum í Rochester. Scheffler lék á tveimur höggum undir pari í gær líkt og Conners en Hovland lék á þremur undir. Bruce Koepka lék best allra í gær á fjórum höggum undir pari og er ásamt Callum Tarren í sjötta sæti mótsins. Þar á milli eru Bandaríkjamennirnir Justin Suh og Bryan DeChambeau á þremur undir pari. Suh. Dude knows how to putt. #PGAChamp pic.twitter.com/ZCS9VmjZqp— PGA Championship (@PGAChampionship) May 19, 2023 Rory McIlroy er ekki langt undan en hann lék á einu undir í gær og er á pari samtals. Nokkur stór nöfn voru nálægt því að missa af niðurskurðinum en Jon Rahm var fyrir neðan niðurskurðarlínuna þegar hann átti sex holur eftir en náði þá þremur fuglum í röð og bjargaði sér. Justin Thomas, sem á titil að verja á mótinu, fór síðustu holuna á einu yfir pari en rétt slapp við niðurskurð líkt og Jordan Spieth sem bjargaði pari úr glompu á síðustu holunni. Rahm, Thomas og Spieth eru allir á fimm höggum yfir pari. Every major champion crowned at Oak Hill was among the Top-3 on the leaderboard at the end of Round 2.Will the streak continue?#PGAChamp pic.twitter.com/wXgKp0d8H2— PGA Championship (@PGAChampionship) May 20, 2023 Á meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurðinum voru Si Woo-Kim, Alex Norén og Matt Kuchar. Mótið heldur áfram í dag en bein útsending frá því hefst á Stöð 2 Sport 4 klukkan 17:00.
PGA-meistaramótið Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira