Kærð á ný vegna brots á lyfjareglum en segist verða fyrir árásum tennisyfirvalda Smári Jökull Jónsson skrifar 20. maí 2023 11:31 Simona Halep féll á lyfjaprófi í október en hefur nú verið ákærð fyrir annað brot á reglum. Vísir/Getty Ein besta tenniskona heims hefur verið kærð fyrir brot á lyfjareglum í annað sinn. Hún segir að verið sé að ráðast gegn sinni persónu og heitir því að hreinsa nafn sitt. Simona Halep féll á lyfjaprófi í október eftir að ólöglega efnið roxadustat fannst í blóði hennar en það eykur meðal annars framleiðslu rauðra blóðkorna. Tenniskonan rúmenska, sem unnið hefur tvö risamót á ferlinum og var í níunda sæti heimslistans þegar hún féll á lyfjaprófinu, hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Nú hefur hún hins vegar verið kærð öðru sinni og hefur ITIA, stofnun sem fjallar um brot á lyfjareglum í tennisheiminum, greint frá því að rannsókn sé hafin vegna tveggja mismunandi brota. Til að reyna að handsama þá íþróttamenn sem brjóta gegn lyfjareglum hafa eftirlitsmenn hafið notkun á nokkurs konar líffræðilegum vegabréfum íþróttamanna þar sem blóðsýni úr lyfjaprófum geta verið borin saman við blóðgildi íþróttamannanna sjálfra en ekki meðalgildi almennings. Það þýðir að mörkin vegna brots á lyfjareglum geta verið ólík. „Við skiljum að uppljóstrun dagsins þýðir að mál sem nú þegar hafði vaktið athygli er orðið enn flóknara,“ sagði Nicole Sapstead, yfirmaður ITIA í fréttatilkynningu. Segir að ráðist sé að sér Sjálf hefur Halep tjáð sig á Twitter þar sem hún segir að líf hennar sé nú algjör martröð. Hún segist vilja fá tækifæri til að sanna sakleysi sitt. „Nafn mitt hefur verið dregið niður í skítinn og ITIA gerir allt sem þeir geta til að sanna sekt mína þegar sannleikurinn er sá að ég hef aldrei íhgað að taka ólögleg efni. Ég hef ítrekað reynt að fá málið flutt til óháðra dómstóla en ITIA hefur fundið upp afsakanir til að fresta málinu,“ segir Halep á Twitter síðu sinni. pic.twitter.com/kg8OzR3Ha2— Simona Halep (@Simona_Halep) May 19, 2023 Tennis Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Sjá meira
Simona Halep féll á lyfjaprófi í október eftir að ólöglega efnið roxadustat fannst í blóði hennar en það eykur meðal annars framleiðslu rauðra blóðkorna. Tenniskonan rúmenska, sem unnið hefur tvö risamót á ferlinum og var í níunda sæti heimslistans þegar hún féll á lyfjaprófinu, hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Nú hefur hún hins vegar verið kærð öðru sinni og hefur ITIA, stofnun sem fjallar um brot á lyfjareglum í tennisheiminum, greint frá því að rannsókn sé hafin vegna tveggja mismunandi brota. Til að reyna að handsama þá íþróttamenn sem brjóta gegn lyfjareglum hafa eftirlitsmenn hafið notkun á nokkurs konar líffræðilegum vegabréfum íþróttamanna þar sem blóðsýni úr lyfjaprófum geta verið borin saman við blóðgildi íþróttamannanna sjálfra en ekki meðalgildi almennings. Það þýðir að mörkin vegna brots á lyfjareglum geta verið ólík. „Við skiljum að uppljóstrun dagsins þýðir að mál sem nú þegar hafði vaktið athygli er orðið enn flóknara,“ sagði Nicole Sapstead, yfirmaður ITIA í fréttatilkynningu. Segir að ráðist sé að sér Sjálf hefur Halep tjáð sig á Twitter þar sem hún segir að líf hennar sé nú algjör martröð. Hún segist vilja fá tækifæri til að sanna sakleysi sitt. „Nafn mitt hefur verið dregið niður í skítinn og ITIA gerir allt sem þeir geta til að sanna sekt mína þegar sannleikurinn er sá að ég hef aldrei íhgað að taka ólögleg efni. Ég hef ítrekað reynt að fá málið flutt til óháðra dómstóla en ITIA hefur fundið upp afsakanir til að fresta málinu,“ segir Halep á Twitter síðu sinni. pic.twitter.com/kg8OzR3Ha2— Simona Halep (@Simona_Halep) May 19, 2023
Tennis Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Sjá meira