Myndu bjóða Gylfa velkominn í Grindavík Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2023 19:57 Íslenski knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er án félags Vísir/Getty Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdarstjóri íþróttafélags Grindavíkur, segir félagið ekki hafa rætt við knattspyrnumanninn Gylfa Þór Sigurðsson um að ganga til liðs við knattspyrnulið félagsins. Óvissa hefur verið uppi um hver næstu skref Gylfa Þórs á knattspyrnuferlinum verða en hann er nú án félags og hefur mál á hendur honum á Bretlandseyjum, vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, verið látið niður falla. Gylfi Þór er nú kominn aftur heim til Íslands og hefur knattspyrnulið Grindavíkur verið nefnt til sögunnar sem mögulegur viðkomustaður hans og hefur heyrst að nú sé verið að afla styrkja til að fá leikmanninn suður með sjó. Vísir bar þessar sögusagnir undir framkvæmdarstjóra félagsins, Jón Júlíus Karlsson, sem kom af fjöllum. „Það væri það gaman ef það væri raunin,“ segir Jón Júlíus við sögusögnum um Gylfa Þór og Grindavík. „Eina tenging hans við félagið er að sonur Ólafs Más, bróður hans, er leikmaður hjá okkur. Við höfum ekkert talað við hann persónulega, bara bróður hans en ég er alveg viss um að öll lið á Íslandi myndu vilja hafa Gylfa á æfingu hjá sér.“ Þá ítrekaði Jón Júlíus við blaðamann að Grindavík hafi ekki verið í sambandi við Gylfa Þór. „Við höfum ekki haft samband við hann.“ „Myndi elska að fá hann aftur“ Áður en að umrætt mál gegn Gylfa Þór leit dagsins ljós var hann á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Tekin var sú ákvörðun að hann myndi hvorki æfa né spila með Everton á meðan að mál hans væri til rannsóknar. Svo rann samningur Gylfa Þórs við Everton út og í síðasta mánuði, nánar tiltekið þann 14. apríl, var málið látið niður falla. Nokkrum dögum síðar var tilkynnt um ráðningu Norðmannsins Åge Hareide í starf landsliðsþjálfara karlalandsliðs Íslands. Á sínum fyrsta blaðamannafundi var Åge spurður út í Gylfa Þór, sem var lykilleikmaður í glæstum árangri íslenska landsliðsins sem komst á sínum tíma tvívegis á stórmót. „Það er gott fyrir hann að málinu sé lokið. Ég fann virkilega til með honum. Ég hef hitt hann. Hann er fínn gaur og frábær leikmaður en hann hefur ekki spilað í tvö ár þannig ég get ekki talað mikið meira um hann,“ sagði Hareide. En það var síðan þann 15.maí síðastliðinn, í viðtali við Åge í þættinum Dagmál á mbl.is sem landsliðsþjálfarinn greindi frá því að hann hafi átt fund með Gylfa Þór. „Ég tjáði honum það að persónulega þá væri ég mjög áhugasamur um það að fá hann aftur í landsliðið,“ sagði Hareide. „Ég myndi elska að fá hann aftur og það væri bæði gott fyrir hann held ég og líka fyrir leikmannahópinn.“ Hafi Gylfi Þór áhuga á því að snúa aftur í íslenska landsliðið er því ljóst að hann mun þurfa að finna sér nýtt félagslið. Óvissa er þó um framhald knattspyrnuferils hans. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar UMF Grindavík Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Meiðslalistinn lengist í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Sjá meira
Óvissa hefur verið uppi um hver næstu skref Gylfa Þórs á knattspyrnuferlinum verða en hann er nú án félags og hefur mál á hendur honum á Bretlandseyjum, vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, verið látið niður falla. Gylfi Þór er nú kominn aftur heim til Íslands og hefur knattspyrnulið Grindavíkur verið nefnt til sögunnar sem mögulegur viðkomustaður hans og hefur heyrst að nú sé verið að afla styrkja til að fá leikmanninn suður með sjó. Vísir bar þessar sögusagnir undir framkvæmdarstjóra félagsins, Jón Júlíus Karlsson, sem kom af fjöllum. „Það væri það gaman ef það væri raunin,“ segir Jón Júlíus við sögusögnum um Gylfa Þór og Grindavík. „Eina tenging hans við félagið er að sonur Ólafs Más, bróður hans, er leikmaður hjá okkur. Við höfum ekkert talað við hann persónulega, bara bróður hans en ég er alveg viss um að öll lið á Íslandi myndu vilja hafa Gylfa á æfingu hjá sér.“ Þá ítrekaði Jón Júlíus við blaðamann að Grindavík hafi ekki verið í sambandi við Gylfa Þór. „Við höfum ekki haft samband við hann.“ „Myndi elska að fá hann aftur“ Áður en að umrætt mál gegn Gylfa Þór leit dagsins ljós var hann á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Tekin var sú ákvörðun að hann myndi hvorki æfa né spila með Everton á meðan að mál hans væri til rannsóknar. Svo rann samningur Gylfa Þórs við Everton út og í síðasta mánuði, nánar tiltekið þann 14. apríl, var málið látið niður falla. Nokkrum dögum síðar var tilkynnt um ráðningu Norðmannsins Åge Hareide í starf landsliðsþjálfara karlalandsliðs Íslands. Á sínum fyrsta blaðamannafundi var Åge spurður út í Gylfa Þór, sem var lykilleikmaður í glæstum árangri íslenska landsliðsins sem komst á sínum tíma tvívegis á stórmót. „Það er gott fyrir hann að málinu sé lokið. Ég fann virkilega til með honum. Ég hef hitt hann. Hann er fínn gaur og frábær leikmaður en hann hefur ekki spilað í tvö ár þannig ég get ekki talað mikið meira um hann,“ sagði Hareide. En það var síðan þann 15.maí síðastliðinn, í viðtali við Åge í þættinum Dagmál á mbl.is sem landsliðsþjálfarinn greindi frá því að hann hafi átt fund með Gylfa Þór. „Ég tjáði honum það að persónulega þá væri ég mjög áhugasamur um það að fá hann aftur í landsliðið,“ sagði Hareide. „Ég myndi elska að fá hann aftur og það væri bæði gott fyrir hann held ég og líka fyrir leikmannahópinn.“ Hafi Gylfi Þór áhuga á því að snúa aftur í íslenska landsliðið er því ljóst að hann mun þurfa að finna sér nýtt félagslið. Óvissa er þó um framhald knattspyrnuferils hans.
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar UMF Grindavík Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Meiðslalistinn lengist í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Sjá meira