Toppbaráttan í frönsku deildinni er á milli þriggja liða, þar á meðal Nantes, þegar aðeins nokkrir leikir eru eftir af yfirstandandi tímabili.
Sigur dagsins var því afar mikilvægur fyrir Viktor Gísla og liðsfélaga hans því með honum nær liðið að halda pressunni á efsta liði deildarinnar, Montpellier, og franska stórveldinu Paris Saint-Germain.
Sem stendur er Montpellier með eins stigs forystu á toppi frönsku deildarinnar. Nantes situr í öðru sæti en á leik til góða á Montpellier.
Paris Saint-Germain er hins vegar í þriðja sæti deildarinnar en á leik til góða á Nantes og tvo leiki til góða á Montpellier.
Því mætti segja að Parísarliðið sé í ökumannssætinu því takist liðinu að vinna alla leiki sína sem eftir eru á tímabilinu, verður það franskur meistari.