Auxerre átti aldrei séns í leiknum því þegar að átta mínútu voru liðnar af honum var Paris Saint-Germain komið tveimur mörkum yfir en það var Frakkinn Kylian Mbappé sem skoraði þau bæði.
Lassine Sinayoko náði að klóra í bakkann fyrir Auxerre með marki á 51.mínútu en nær komust heimamenn ekki.
Sigur Paris Saint-Germain sér til þess að liðið situr á toppi frönsku deildarinnar með sex stiga forskot á Lens sem situr í öðru sæti.